Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 19
margar sfáraðgerðir með stuttu millibili. Það er ekki á allra færi að bera slíkar raunir, svo vel sem hún gerði, henni var ekki fisjað saman, viljinn og dugnaðurin^n var frábær, aldrei kvartaði hún, vildi sem minnst úr veikindunum gera, er á þau var minnzt. Hugur hennar stóð til að líkna öðrurti, sem áttu bágt, það var henni með1- fætt. , Siðustu stundirnar fyrir and- látið. minnti hún starfsfólkið á sjúku konurnar sem lágu við hlið- ina á henni. Henni var efst í hu-ga á þeirri Örlagastund, að þeim yrði hjálpað. Þannig var hugur hennar alla tíð. iíún tók sjálf út miklar kvalir, sem yfirbuguðu hana að lokum, en kjarkinn brast aldrei, hún hélt fullri rænu til síðustu stundar eða því sem næst og hug- urinn var hjá fjölskyldu hennar. Kvödd verður hún svo á af- mælisdag Þorbjargar dóttur sinnar. Þannig eru örlögin. Þetta voru henni kærir dagar og eftir- minnilegir, á þá hleðst stór at- burður varðandi þessa konu, það fer vel á því. Þeir verða ástvinun- um mininistæðari. Anna var heilsteyptur persónu- leiki, tíguleg í sjón og reynd, hispurslaus, háttprúð og elskuleg kona í viðmóti og tryggur vinur vina sinna. Hún bjó yfir reisn, og birtu lagði um umhverfi hennar, hún var hög kona til handa, ham- hleypa til verka og mikil húsmópir, elskuleg og ástrík manni sínum, vinum og vandamönnum. Hún vann mikið að félagsmálum kvenna og gamlá fóiksins, hún var hugsjóna- og mannúðarkona þar sem annars sttaðar.' Það er skarð fyrir skildi við fráfall hennar, söknuður sár hjá eiginmanni og ástvinum öllum. Við eigum mynd í huganum af henni, sem ekki verður þaðan máð. Við eigum minningu í hjartanu um góða konu, sem reyridist okkur svo vel, að á betra verður vart kosið. Við stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir þetta hvorutveggja. Því færum við nú að leiðar- lokum beztu þakkir fyrir allt og allt, þessari ástsælu konu fyrir samfylgdina. Birta og blessun guðs fylgi henni inn á eilífðar land lífs og friðar. Dýpstu samúðarkveðjur til ástvina hennar. Valgarður Lyngdal. Minning merkrar konu: Maríu Úlafsdóttur frá Bæjum Fædd 1. sept. 1880. Dáin 9- apríl 1970. Föstudaginn 17. apríl s.l. var til moldar borin ein hin merkasta kona, María Rebekka Ólafsdóttir, frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Á slíkri kveðjustund rifjast upp í hugann margar djúpstæðar minn ingar liðinna ára, í samneyti, og nábýli frá æsku til fullorðinsára. Minningar sem vekja hugann til umhugsunar um manngildi og kær leika, hjálpsemi fórnfýsi og dreng- skap. Þessi merka kona skildi eftir sig þau djúpstæðu spor í hugum þeirra er henni kynntust, aðdáun og virðingu, að aldrei gleymist. Mér er ennþá í fersku minni mín fyrsta ferð á hennar fund, sem i dag hefði gerzt. þá sex ára snáði í minni fyrstu sendiferð milli bæja, rúma 4 km leið, á sólbjörtum sum ardegi, og á allar þær mörgu ferð- ir mínar, sem siðar ég átti á heim- ili Maríu, og viðtökur hennar, Ijóm aði ávallt hin sama heiðríkja birta og vinarhugur. Til minningarorða um slíka konu, sem María var, er meiri vandi um að flytja, en ég er fær til, enda þótt ég engan veginn vilji hjá mér leiða, að minnast hennar nokkrum orðum, þó af vanmætti sé. í Bæjum á Snæfjallaströnd er sjónvídd fögur yfir Djúpið allt, og kvöldroðinn við hafsbrún á björtu sumarkvöldi ógleymanleg unaðs- stund. Sjálft Djúpið í lognkyrrð, friðsællar nætur sem blátært stöðu vatn. Fjallahringurinn — þá sólin bryddar brúnir í morgunkyrðinni m-eð dölum sinum, fjörðum og vog um, sem meitluð' umgjörð um lit- ríka mynd. Og er sólin sígur að suðrinu og hellir sínum sterku geislum yfir á ströndina, geislun- um, sem bræða snjóinn og veitir gróðri og skepnum líf og kraft til að blómstra og þroskast til nýs lífs, til framfærzlu og bjargar. En hér ól María Ólafsdóttir, svo að segja allan sinn aldur, hér fæddi hún börnin sín og ól þau til þroska og mamndóms — og hér vildi hún, í sinni sveit bera sín bein — við hlið manns síns í Unaðsdalskirkju- garði. Útfaradag hennar breiddust sólargeislar vorsins hinn 17 apríl s.I. fram úr garra norðan kuldans, norðanélin birtu, og það varð logn kyrrð eftir samfelldan hörkuvetur. Og hver vildi ekki sína þessari mætu konu milda samúð, hlýju og virðingu á útfarardaginn. María ÓTafsdóttir fæddist að Múla í Nauteyrarhreppi 1. septem- ber árið 1880. Voru foreldrar henn ar Ingibjörg Þorkelsdóttir og Ólaf- ur Markússon er þar bjuggu. Hún var áttunda barn þeirra hjóna, og sú eina af þeim systkinum sem til þroska komust, en hin öll létust í æsku, en móður -sína missti hún vikugömul. ÍSLENDfNGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.