Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 28
því mátt vera honum og öðrum börnum þeirra tveimur, bæði sem faðir og móðir. En hin börnin voru Anna þá á 2. ári og Páll, sem fæddist þrem vikum eftir að faðir hans fórst. Anna varð húsfreyja í Holtum — Holtahólum — á Mýr- um og giftist Ólafi Einarssyni bónda þar, sem er látinn fyrir nokkrum árum. Páll, yngri bróðir- inn, var til fullorðinsára með Bjarna bróður sínum í Holtum. en fluttist síðan á Höfn og er kvænt- iir Sigurborgu dóttur Einars Þor- varðarsonar hreppstjóra og bónda á Brunnhól á Mýrum. Hlutverk það, sem fallið hefur í hlut móður þessara systkina við lát manns hennar, hefur því- verið ærið.þungt og erfiðara en svo að það yrði leyst af hendi af öðrum en þeim, sem gæddir voru mikl- um hæfileikum til likama og sál- ar. og því heldur, sem þetta var á hinum mikla harðæriskafla er yfir landið gekk og telst hefjast með frostavetrinum mikla 1881 og hélzt þann áratug allan og lengur þó En þrátt fyrir föðurmissi á unga aldri, og hart árferði í uppvéxti hafa þau systkinin öll reynzt ágæt- ir þegnar þjóðfélagsins og í hví- vetna leyst störf sín af hendi með prýði, af miklum dugnaði. árvekni, samvizkusemi og skyldurækni og verið i fremstu röð samtímamanna sinna, svo til fyrirm.yndar er. Hið mikla og vandasama hlutverk, sem féll i hlut móð- ur þeirra einnar, er faðir þeirra lézt. hefur hún leyst af hendi af fyllstu ábyrgðartilfinningu, kær- leiksríkasta hugarfari os nægileg- um myndugléika, sem æskan verð ur að nióta, ásamt mörgu öðru til þess að árangur náist seln beztur og endist alt æviskeiðið Bjarni ólst upp hiá móðu sinni eins ~os beear er sagt. og hefur ungur orðið fyrirvinna og hægri hönd hennar eftir því sem hann náði þroska til og bústjóri með henni um skeið- Hann kvæntist 1910 Katrínu dóttur Tóns bónda Guðmundssonar á Viðbarði og Guð nýjar Kristjánsdóttur konu hans. Hefur Katrín verið hin mesta dngn aðar- og myndarkona og samhent manni sínum en hefur síðustu árin búið við erfiða ftölun vegna slysa. og er nú aldurhnigin orðin. Ileimili þeirra hjóna, Katrínar og Bjarna Pálssonar i Holtum hef- ur í öllum þeirra langa búskap verið í fremslu röð, og öll störf rekiin af fyrirhyggju, árvekni, sam- felldum dugnaði og sívakandi á- huga, bæði innan húss og utan. Þau höfðu afburðaríkt og gagn- samt bú, enda aldrei slegið slöku við nauðsynjastörfin, né það er fram skyldi ganga. Hjónin voru bæði afreksmenn í störfum hvort á sínu sviði og sameiginlega og bættu í miklum mæli alla aðstöðu á bú- jörð sinni um afkomu. Það er fyr- ir löngu komið reisulegt og vandað íbúðarhús og önnur hús á jörðinni í ágætu standi og uppbyggð af þeim hjónum. Ræktað land er margfalt við það sem áður var, og ber vott um hirðusemi og snyrti- mennsku svo sem bezt má verða. Fjárhagsafkoma heimilisins var jafnan góð og örugg og allt gert og framkvæmt á traustum undir- stöðum og má fullyrða að búskap- ur Bjarna og Katrínar hafi ætíð staðið á svo traustum grunni sem bezt varð á 'kosið og þau borið sig- ur af hólmi, þótt kreppuástand væri stundum að berjast við. Greiðasemi og gestrisni var þeiiQ hjónum í brjóst lagin og var þvi ánægjulegt að heimsækja þau og njóta hins hlýlega viðmóts, sem á heimili þeirra ríkti, bæði í viðræð- um og framkomu allri. Þau hjón, Bjarni og Katrín eignuðust finim börn ér til aidurs komust, þrjá syni og tvær dætur. Þau voru: Nanna húsfreyja á Brekku í Lóni, gift Sighvati Davíðssyni búfræð- ingi og bónda þar. Benedikt bóndi í Holtum, 'kvæntur Steinunni Ara- dóttur frá Borg á Mýrum. Vilborg húsfreyja i Stóra-Bóli á Mýrum, gift Helga Sæmundssyni bónda þar. Guðjón býr í Holtum með Benedikt bróður sínum ókvæntur. Þriðji bróðirinn, sem hét Páll, drukknaði ungur, en fullþroska, af fiskibáti, frá Hornafirði, og var efnilegasti maður og drengur góð ur. Systkinin öll eru myndar- og dugnaðarfólk, sem inna störf sín af höndum með sæmd og prýði- Bjarni Pálsson hefur skilað þjóð sinni miklu starfi og árangursríku á langri ævi. Hann var hinn prúð- asti maður.og grandvarasti í allri framkomu, maður sem aldrei vildi vamm sitt vita og ætíð reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd, til hans var ætíð gott að leita. Hann var hins vegar hlédrægur maður, sem ekki sótti eftir að ýta sér fram fyrir samferðamenjn sína og sveitunga, en hann naut trausts allra er honum kynntust og fulls trúnaðar og brást heldur ekki neinu því er honum var tiltrúað eða hann tókst á hendur. Bjarni var félagslyndur og studdi hvern góðan félagsskap. Hann var einn af stofnendum Kaupfélags Austur- Skaftfellinga haustið 1919 og fé- lagsmaður þess til æviloka og ein- lægur stuðningsmaður þess, hvort sem byr gaf eða móti blés. Bjarni var fríður m'aður og gervilegur, bæði að ásýndum og á allan vöxt, enda röskleikamaður til allra á- taka. Ég minnist jafnan Bjarna Pálssonar, sem eins hins traustasta manns, er ég ref kynnzt, sem alltaf var ánægjuíegt aö komast á tal við, hvort heldur var á heimili hans eða utan þess. Ég og fjöl- skylda mín þökkum honum, ekkju hans og fjölskyldu fyrir mjög ánægjulegt samstarf og ágæt kynni og vottum þeim öllum einlæga samúð. Jón ívarsson. T8 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.