Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 11.11.1970, Blaðsíða 21
MINNING Gunnar Ragnarsson bóndi Fossvölium í þeim harða skóla, á unglin°saldri, að undanteknum þeim allra yngstu, sem sjómennskan kennir, sumir þeirra með föður sín- um, en aðrir þar er skip- rúm bauðst. En eftir nokkura ára sjómennsku á áraskip- um, og hinum stóru bátum, sem svo voru kallaðir, lagði Sigurður Guðmundur í eigin útgerð, fyrst einnig á árabátum, en síðar varð hann, ásamt þá orðnum meðeig- anda sínum, Gísla Hannessýni frá Ármúla, til þess að setja hina fyrstu trillubátavél í bát sinn, og var það fyrsti trillubáturinn sem innreið sína hélt i vestfirzkar ver- stöðvar, og þá hér við Djúp einn- ig. Sú saga hefur ekki verið skráð, svo ég viti, en er vel þess vii’ði, og man ég hana í náinni snert- ingu þeirrar gerbyltingar, sem trillubátaútgerðin hafði á hag og afkomu alla, sjómönnum til léttis og hagsbóta. Síðar gerði Sigurður Guðmundur út stærri vélbát, og fór þar á eftir á togara, sem hann var á árum saman. Honum hlekkt- ist aldrei á í sínu starfi, og var hinn mesti þrekmaður sem ég hef þekkt. Iíann er nú látinn. Önnur börn þeirra hjóna eru: Halldór Kristinn, er lagði stund á listmál'un, eftir gagnfræðanám á Akureyri, mjög listfengur hæfileikamaður, en lézt ungur. Gunnar, Aðalsteinn, Óskar, Ásgeir, allir smiðir að iðn. Jón, bóndi á Borgarhóli í Eyjafirði, en hann og Óskar útskrifuðust búfræðing- ar við Bændaskólann á Hvanneyri. Torfi, nú starfandi í Búnaðarbank anum í Reykjavík. Halldór smíða- kennari á Eiðum, lærði j Handíða- og myndlistarskólanum í R eykja- vík, og er nú einn færasti tré- skurðarmeistari á l'andi hér. Krist- ján Björn lærði hótelstjórn, og vinnur við hótelstjórn vestanhafs. Ólafur bóndi á Héraði austur. Dæt- urnar þrjár eru: Ingibjörg, sem er látin, María, búsett á ísafirði, og Arnþrúður Kaldalóns, búsett í Reykjavík. Ekki síður leikur allt í höndum þeirra systra en bræðranna, og eru systkinin öll sönghneigð og söngelsk, en Sigurður faðir þeirra var söngmaður góður, og meðhjálp arl og íorsöngvari í Unaðsdals- kirkju meðan hans naut við hér í svelt. Allur þessi mannvænlegi barnahópur hefur gifzt, og eru af- komendur þessara merku hjóna nú ÍSLENDINGAÞÆTTIR Hvaðan er lífshlaupi hvers og eins stjórnað? Hvernig má það verða, að mætur maður í blóma lífsins, sem á mikla framtíð fyrir sér og á mörg og mikil verkefni óunnin, er skyndilega burtkallað- ur? Þessar og þvílíkar spurningar konu ósjálfrátt í hugann. þegar orðnir yfir 150. Það er glæsilegur hópur. En framar öll'um öðrum að gerðum til þeilla þessu heimili var hinn gullvægi heiðarleiki í öll- um gerðum þessara hjóna. Það var þeirra bjarg og traust, að gef- ið loforð var þeim heilagt heit, sem aldrei mátti bregðast, og það var þetta mikla traust, sem allir báru tl þeirra, sem dýpst risti, er á þurfti að halda þeim til leiðsögu og hjálpar ,þá yfirskyggðu erfið- leikar líðandi stundar. Mann sinn missti María árið 1959, og fluttist stuttu síðar til Reykjavíkur þar sem hún dvaldist á Hrafnistu upp frá því. Hún and- aðist hinn 9. apríl s.l. Ánægja og hamingja virtist alltaf ríkja í huga þessara mætu hjóna, aUt lífið á enda. Aldrei hvörtuðu þau um erfiðleika, — og alltaf virtust þau hafa nóg af öllu. En hamingjuríkustu laun alls erfið is þeirra var að sjá hin mannvæn- legu börn sín vaxa og þroskast, og verða að traustum og nýtum borg- urum. Börnin launuðu þeim for- eldrum sínum einnig alla þeirra dýrmætu umhyggju með stakri og einlægri aðstoð og virðingu alla tíð. og voru öll sem ein hönd um að gleðja þau, og bera á höndum sér. Sjálfur þakka ég þeim alla þeirra óeigi'ngjörnu hjálp, fyrir- greiðslu og vináttu, ógleymanlega tryggð og traust, sem og börnum þeirra öllum frá fyrstu kynnum. Jens í Kaldalóni sviplegt fráfall Gunnars á FossvÖll um spurðist 30. sept. s.l. Gunnar var sonur hjénanna Ragnars Gunnarssonar og Önnu Einarsdóttur, var rúmiega þrítug- ur að aldri, þriðja yngsta barnið í röðinni af sex systkinum. Þótt Gunnar væri ungur að ár- um, hafði hann margt gott látið af sér leiða. Má nefna stórfram- kvæmd, sem hann lagði í á Foss- völlum. Hann lét virkja Laxána, sem rennur þar í gegnum túnið. Er þar mjög fullkomin vatnsafls- stöð fyrir heimilið, sem jafnframt hitar upp íbúðarhúsið. Mun þetta mikla framtak Gunnars gefa Foss- vallaheimili bæði Ijós- og ylgjafa um ókomin ár. Eins og allir vita, kostaði þessi myndarlega frám- kværnd offjár. En Gunnar trúði á framtíð landbúnaðarins og allt það holla og góða, sem fylgir þeirri at- vinnugrein. Hefur Gunnar reist sér þar minnisvarða, sem mun standa óbrotgjarn um langa fram- tíð. 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.