Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 13. mai 1981 18. tbl. TIMANS ísleifur Sveinsson trésmíðameistari, Hvolsvelli F. 18.6.1900 — d. 21.4.1981. Nú sefur jöröin sumargræn. Nvi sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumbláa júlinótt. Þetta fallega kvæbi Fagraskógar- skáldsins var uppáhalds ljó&iB hans Is- leifs Sveinssonar. Þaö var sama hvort hann söng þaö eöa lék þaö á litlu harmón- ikkuna áina. Þaö var likast og sljóöiö og lagiö leiddu hann á vængjum inn i löngu liöna kæra og kyrra tiö, þar sem bónda- bær svaf á túni og friöur drottins var yfir jörö. Isleifur Sveinsson var fæddur 18. júni 1900 aö Skiöabakka i Austur-Landeyjar- hreppi. Foreldrar hans voru Margrét Guöna- dóttir, ógleymanleg merkiskona frá Hall- geirseyjarhjáleigu I Austur-Landeyja- hreppi og Sveinn Jónsson frá Lambalæk i Pljótshliö, mikill hagleiksmaöur á málm °g tré. Eftir fárra ára búskap á Skiöbakka fluttu foreldrar tsleifs búferlum aö Miö- koti i Fljótshliö og bjuggu þar til ársins 1922. Ariö 1923 kvæntist Isleifur, Ingibjörgu Kristjánsdóttur dugmikilli myndarkonu °g tóku ungu hjonin viö búsforráöum i Miökoti, en sú jörö er landlitil, liggjandi i •niöri Fljótshliöinni á bökkum Þverár. Hagar jaröarinnar voru sunnan Þverár á svonefndum Aurum. Ekki var enn búiö aö veita Þverá i Markarfljót á búskapar- drum hans I Miðkoti. Áin var oft ill yfir- ferðar og vatnsmikil. Isleifur var góöur ''atnamaður og átti trausta og fallega hosta. Hann ar ekki hræddur viö kolmó- rauöa jökulálana og vissi hvar sandbleyt- an leyndist i eyraroddunum. Hann var þvi iðulega fenginn til aö vera fylgdarmaöur ‘eröamanna yfir Þverá. Hn Aurarnir voru honum mikill unaös- reitur. Þar vall spóinn angurvært i kyrrö- inni og krían lék listir sinar á vorin fyrir aödáanda sinn, meöan óöinshaninn synti i hringi i bláum lónum. Og útsýniö af Aur- um býr lika yfir seiömögnuöum töfrum. Vestmannaeyjar breiöa úr sér, bláar viö hafsbrún. Yfir byggöinni vakir sibreyti- legur jökullinn, Merkurnesiö, Þórsmörk og svo sjálf Fljótshlföin, friöa sveitin, sem hann unni. „Hvar sér augaö sviplikt sviö” sagöi séra Matthias fyrir meira en hundr- aö árum. Sex börn þeirra hjóna ólust upp I Miö- koti og dót.tir Ingibjargar, Lilja Arnadótt- ir, húsmóöir I Hvolsvelli, sem hún eignaö- istfyrir giftingu. Þá voru i heimilinu tvær aldnar konur, Margrét Guönadóttir móðir tsleifs og æskuvinkona hennar, Kristin Kristmundsdóttir. Hjónin I Miökoti bjuggu þannig aö þessum eftirminnilegu heiöurskonum aö eigi varö betur gert. Heimilið i Miökoti var þvi stórt en jöröin litil, en flest sveitafólk var á þessum ár- um fátækt, svolltiö misjafnlega fátækt. Kreppan svarf aö sveitafólkinu eins og öörum landsbúum. Hjónin 1 Miðkoti voru einstaklega samhent, kærleikurinn þeirra I milli var alla tiö aö dýpka rætur sinar. Börnin læröu aö veröa öörum til góðs og sjá þaö bjarta i tilverunni. Húsfreyjan var handtakagóö, hvort heldur var viö úti- verkin, prjóna og saumavélina. Fatnaö- urinn sem hún útbjó á börnin sin bar vott um smekk og vandaö handbragö. Hús- bóndinn var völundur i verkum sinum. Hann var ekki einungis snilldarsmiöur, heldur meö afbrigöum úrræöagóöur. Hann sá oft leiöir til aö leysa verkefni, þar sem öörum sýndust lokuö sund. Þar sem saman fór aö Miökotshjónin voru bæöi bóngóö og lagvirk lágu margra leiöir til þeirra. Hún settist þá viö sauma eöa prjónavélina, en hann fór i smiöjuna eöa hitaöi lóöboltann, ef tina þurfti i gat á kaffikönnu nágrannans. Á öllu sem hann smiöaöi eöa geröi viö var listrænn bragur. Hann var kominn yfir miöjan aldur þegar hann aflaöi sér réttinda sem húsasmiöur. Hann var sérlega góöur aö teikna og teiknaöi nokkur ibúöarhús. Siöla hausts áriö 1942 fluttust Miökots- hjónin meö fólk sitt út i Hvolsvöll, sem þá var svo litill aö hvorki var hann nefndur þorp eöa kauptún. Þá var talaö um aö fara út i félag, eöa Kaupfélag. Isleifur hóf byggingu á snotru Ibúöar- húsi og var húsiö aö nokkru leyti byggt upp úr bæjarhúsunum i Miðkoti. Húsinu var ekki gefiö nafn eins og þá var venja. Barnabörnin kölluöu nýja húsiö Ommubæ og viö þá nafngift situr enn I dag. Hjónin I ömmubæ byrjuöu á fyrstu vordögum sin- um I Hvolsvelli aö gróöursetja trjá- og blómagróöur og geröu viölendan skrúö- garö umhverfis nýja bústaöinn. Viö garöavinnuna voru þau einhuga og sam- hent eins og þau höföu veriö viö annaö og meira hlutverk, sem þau skiluöu þjóö sinni meö sæmd. Ingibjörg Kristjánsdótt- ir andaöist I októbermánuöi 1970. En á- fram hélt tsleifur viö garöræktina. Setti agnarlitla anga undir gler og sáöi. Siöast á skirdagsmorgun haföi hann orö á aö nú þyrfti aö fara aö klippa öspina, gömlu trjáklippurnar lágu á stéttinni. ^snnE

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.