Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 8
75 ára Haraldur Jakobsson 25. aprll sl. varö Haraldur Jakobsson, bóndi I Hólum i Reykjadal i S-Þingeyjar- sýslu sjötiu og fimm ára. — Og kirkju- bækur segja vlst alltaf satt. Fyrir þremur árum er ég var gestur Haraldar I dalnum hans noröan viö fjöll datt mér raunar ekki I hug, aö hann væri kominn á áttræöisaldur. Hann var svo broshýr þessi vöxtulegi maöur meö skoll litaö háriö, alveg eins og i gamla daga, þegar viö vorum nágrannar i tuttugu og fjögur ár i þessum sólfagra dal, sem Pétur Sigfússon fyrrum sveitungi Harald- ar lýsir svo — I „Endurminningum” sin- um m.a. — „Fjalldrapi um allt. Beitilyng og humlar um hliö og mó, meira aö segja skógur — i fjallshliöinni — Áin liöur fram og liöast i ljúfum bygöum milli bakka — og eyra. Holtasóley og steinbrjótur um mel og barö —Þannig farast Pétri Sig- fússyni orö um dalinn. En nefnd á, sem heitir Reykjadalsá fellur út i Vestmanns- vatn, sem er viö skógivaxna hlíö sem heit- ir Vatnshliö. En um hliö þessa orti einn nágranni og vinur Haraldar I Hólum, Sigurjón Friöjónsson á Laugum m.a. „Og Vatnshliö brosir blitt og rótt i breyttu aftanskrúöi. Nú man ég glöggt eitt haustkvöld hljótt, er hinsta dagsbrún flúöi. I himinskýjum hálftungl óö og hlýir vindar sungu viö birkigrein og ljúflingsljóö var lagt á Goöa tungu”. Og I þessum dal, hefur Haraldur lifaö og starfaö i öll þessi ár og notiö feguröar hans og gróöurs og lengst af unniö höröum höndum. Hann hefur aldrei gefiö sér tima til aö lyfta sér upp eins og þaö er kallaö og fara til suörænna landa — til aö baöa sig I sól kóralstranda. Haraldur bóndi i Hólum hefur látiö sér nægja veöurfar dalsins sins — sólskiniö og landáttina sem gerir hann næstum suörænan, þegar best lætur. En þaö er vist best, aö byrja á byrjuninni eins og karl einn sagöi. Sá atburöur geröist 1 Hólum I Reykjadal i S-Þing. aö þeim ábú- endum þar, hjónunum Jakobi Sigurjóns- syni og Hólmfrlöi Helgadóttur fæddist sonur þann 25. april voriö 1906. Ekki hef ég heyrt þess getiö aö drengurinn hafi sungiö viö raust er hann leit ljós heimsins en hann þótti vöxtulegur og svipur hans afgerandi. Og haft var eftir konu einni er sá drenginn, aö þessi myndi standa fyrir sinu. En hvort konan hefur séö — aö þarna var félagshyggjumaöur fæddur og siöar kallaöur „kommúnisti” af einum helsta forustumanni „Framsóknarflokksins” — veit ég ekki. En drengur þessi hlaut nafniö Haraldur og dafnaöi vel i skjóli for- 8 eldra sinna sem þurftu þó aö metta fleiri börn. Jakob var tvikvæntur og átti átta börn alls. Þrjú meö sinni fyrri konu sem hann missti frá börnunum i ómegö. Hiö elsta þeirra var Arni bóndi i Skógarseli er varö kunnur á sinum tlma fyrir ritdeilur viö Sigurö Einarsson, siöar klerk. — En lifiö hélt áfram I Hólabænum og þó aö væri unniö mikiö var glaöværöin þar ætiö til staöar. Og fljótt kom i ljós að hann Haraldur Jakobsson stóö fyrir sinu sem og konan haföi sagt um hann i vöggunni forðum. Haraldur var ekki tvitugur aö aldri þeg- ar faöir hans varö fyrir heilsutjóni og mátti ekki vinna erfiöisvinnu upp frá þvi. Þaö kom þvi I hlut Haraldar að taka á sig aukna ábyrgö viö búskapinn þvi eldri bræöur hans tveir voru aö mestu farnir aö heiman. An efa jók þetta á ábyrgöartil- finningu og sjálfsbjargarviöleitni Har- aldar, þó systkini hans sem þá voru heima kæmu þar einnig aö. Þaö kom fljótt, i ljós hve Haraldur var fylginn sér og góöur bóndi. Enda veitti ekki af sliku i þann tiö þó að i gróöursælum dal væri. Haraldur var af þekktum ættum norður þar. Móöurættin „Skútustaöaætt” og föðurætt- in „Mýrarætt”. — Og þó aö lifsbaráttan hafi i þann tlð veriö hörö fór þó Haraldur einn vetur i skóla aö Breiöamýri. Þegar skólagöngu lauk tók Haraldur til viö búskapinn af fullum krafti og tók aö rækta tún, þó viö erfiðar aöstæöur væri. Hann var fljótur aö tileinka sér nýjungar i ræktun, þó til verulegrar vélvæöingar kæmi ekki, fyrr en á dögum „Ný- sköpunarstjórnarinnar”. Ég kynntist Haraldi Jakobssyni fyrst á félagsmálasviðinu i ungmennafélaginu I sveitinni. Hann var búinn aö vera i þvi all- mörg ár, þegar ég gerðist félagsmaöur. Og vissulega varö ég þess fljótt var, hversu traustur og ákvarðanagóður félagi hann var og vildi umfram allt halda lög félagsins. Og ef einhver miskllö kom upp, var Haraldur manna öruggastur að ráöa á þvi bót. Haraldur hefur aldrei veriö framgjarn maöur, þó alltaf væri á hann hlustaðiþað gerir hans mikla félagslega og meöfædda sanngirni sem hann á i rlk- um mæli. Hann starfaði lika allmikiö i nefndum I ungmennafélaginu, m.a. i leik- listarnefnd enda mikill listunnandi og lét sig almennt allt varöa I þeim efnum, sem og mannlifiö yfirleitt. Og vitanlega kom Haraldur vlðar viö I félagsmálum en i ungmennasamtökunum. Hann geröist ungur aö árum bolsjeviki, einn af þeim fyrstu i Þingeyjarsýslum. Og vissulega þóttu þaö fréttir i þann tiö, aö upprenn- andi bóndasonur gerðist bolsjeviki! Enda trúlega fáir á þeim árum, sem lesiö höfðu kenningar Karls Marx og Friöriks Engels um sósialismann, þó hins vegar svalaöi Sýslubókasafn Þingeyinga undir stjórn Benedikts Jónssonar, hinni bókþyrstu al- þýöu sveitanna. Annars þarf engan aö undra sem þekkir Harald, aö hann hallaðist aö sósialisma. Hann hefur hann i brjósti sinu. Slikir menn bregðast heldur aldrei fólki sinu og stétt. Og slikir menn gefa llka sér og öörum lifsfyllingu sem er samfara almennri þátttöku fólks i menningar- og félagsmálastörfum. En slikt krefst mikillar vinnu og fórnfýsi af mannsins hálfu. Og af öllu sliku hefur Haraldur Jakobsson átt nóg af. Ég minn- ist þess, að um þær mundir sem sameina átti Islenska alþýöu I einn flokk og stofnaö var sósialistafélag I Reykjadai aö oftast voru fundir haldnir heima hjá Haraldi sem lika var einn af aðalstofnendum félagsins og siöar formaöur. Þó Haraldur i Hólum sé vinsæll, vildi hann aldrei i hreppsnefnd fara. Hann tét aöra flokksfélaga sina um þaö eftir aö listakosningar voru uppteknar I Reýk' dælahreppi, sem og viöar. En ekki meira um félagsmál aö sinni. En vissulega væn hægt að minnast margs frá þessum ná- grannaárum okkar Haraldar þar Reykjadalnum og smáferöalaga á hest- um. Eitt sinn slösumars fórum viö sJ° saman um kvöld suöur heiöar meö Har- aldi. Hann var aö heimsækja fyrrum skólabróöur sinn úr Breiöamýrarskóla, Kára Tryggvason skáld og rithöfund Viöikeri. Og þvi feröalagi munum v‘& sem fórum, seint gleyma. Hvaö þá þelíX] stórkostlegu viötökum sem viö fengum Framhald á bls. 4 islendingaþ®ttif

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.