Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 7
framt þvl sem við óskum þess heils hugar, að allir afkomendur hjónanna i Skógum eigi jafnan — og mættu eiga eins ham- ingjusöm æskuár og við. Ágætu ættingjar og vinir!... Með þess- um fáu orðum hef ég rifjað upp tilefni þessarar minningastundar i dag og þá að sjálfsögðu einnig þeirrar, sem viö áttum flest saman fyrir tiu árum. Jafnframt hef ég skýrt frá þvi, hvar þeir afkomendur sem óska geta fundið glögga og sannoröa æviminningu um gömlu hjónin i Skógum. Og nil er þá framundan aö spjalla saman langa stund og kynnast, — þvi aö sumir ættingjarnir hafa sjaldan sést eöa aldrei, — syngja mikið og njóta góðra veitinga. Ég endurtek aö lokum þakkir okkar til ykkar allra fyrir það að koma svo mörg til þessarar minningastundar — og segi hana hér með setta. + Minningarorð séra Sveins yikings um Kristveigu er birt- ist árið, sem hún lést, 1945. Hinn 17. mars s.l. andaöist aö heimili ®inu, Steinnesi við Kópasker, Kristveig Hjörnsdóttir húsfreyja frá Skógum i Oxarfirði, aðeins tæpra 64 ára að aldri. Hún var fædd að Skógum 5. april 1881. Haðir hennar var Björn Gunnlaugsson böndi i Skógum, einn hinn glæsilegasti og v*nsælasti bændahöfðingi norður þar á ®lnni tiö. Foreldrar hans voru hjónin unnlaugur Sigvaldason frá Hafrafells- h^ugu og Sigurveig Sigurðardóttir i Skóg- um Þorgrimssonar og siðari konu hans, .^unveigar Gunnarsdóttur hkiöa-Gunnars) Þorsteinssonar prests Skinnastafl 0g er sli ætt ian(jskunn. öðir Kristveigar, en kona Björns i Skóg- m. var Arnþrúður Jónsdóttir frá Dal i ‘stilfiröi, hin mætasta kona. ^ þegar i æsku var Kristveig i Skógum af- ragð annarra kvenna þar i sveit að at- 6t®sileik, enda naut hún og titt^3 uppelclls °8 nnenntunar en þá var 189 ára ®ömul Siftist hún, þann 1. júli . 9. eftirlifandi manni sinum, Gunnari hvnaSynl frá Bakka hinum ytri I Keldu- u erfi> atorku- og drengskaparmanni hin- mesta. Is|endingaþættir Reistu þau bú að föðurleifö hennar, Skógum i öxarfirði, og bjuggu þar á hálfri jörðinni i full fjörutiu ár, rausnarbúi. Varð þeim 9 barna auðið og eru 7 þeirra á lifi, en tvo sonu uppkomna misstu þau fyrir nokkrum árum, báöa hina mann- vænlegustu menn. Börn þeirra, sem á lifi eru, eru þessi: 1. Rannveig, húsfreyja á Kópaskeri, gift Birni Kristjánssyni kaupfélagsstjóra og fyrrv. alþingismanni. 2. Björn, skrifstofumaður I Reykjavik, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Vikingavatni. 3. Sigurveig, gift séra Sveini Viking, skrifstofustjóra biskups. 4. Arnþrúöur, gift Baldri öxdal hrepp- stjóra aö Sigtúnum i öx'arfirði. 5. Sigurður, skólastjóri á Húsavik, kvæntur Guðrúnu Karlsdóttur Finnboga sonar, skólastjóra á Seyðisfirði. 6. Þórhalla, námsmey i Húsmæðraskól- anum i Reykjavik. 7. Óli, nemandi i Samvinnuskólanum. Skógaheimilið var um langt skeið eitt stærsta og glæsilegasta heimiliö i Noröur-Þingeyjarsýslu. Þaö stóö á hinum trausta grunni þjóölegs arfs og menningar, en bar þó jafnframt fram- takssemi og dugnaöi ljósan vott. Þar sameinaöist fortið og nútið á fagran og heilbrigöan hátt. Þar fór saman myndar- bragur innan húss og utan, greiðasemi og rausn og sú hlýja hugarfarsins, sem öllum veröur ógleymanleg, er þvi heimili kynnt- ust. Skógaheimiliö lá i raun og veru ekki I þjóðbraut. En þó fór svo snemma, að þangaö heim lágu vegir úr öllum áttum. Hiö stóra og reisulega heimili varð aö nokkurs konar miðstöö héraösins og þangað lágu gagnvegir vina og kunningja viðsvegar af landinu. Ekki var ótitt, að þar væru 10-20 næturgestir i senn, og var aldrei aö sjá eða finna, aö á þvi væru nokkrir öröugleikar aö húsa slikt fjölmenni, og sannaöist þar, aö þar sem rausn og góðvild ráða húsum, er aldrei þröng. Viö þetta gestrisna, glaðværa og glæsilega heimili eru þvi að vonum tengd- ar þúsundir minninga, bjartar, hugljúfar og hlýjar. Arið 1940 brugöu Skógahjónin búi og fluttust til Kópaskers. Var hvortveggja, að heilsa þeirra var þá tekin nokkuð að bila, og að sviplegur missir sona þeirra tveggja uppkominna og með stuttu milli- bili, gerði þeim örðugt að halda áfram umfangsmiklu búi, enda eldri börnin þá gift og flutt úr foreldrahúsum. En meö starfi sinu i Skógum um meira en 40 ára skeiö, hafa þau reist sér þann minnis- varða, er seint mun fyrnast. Rausn þeirra og dugnaöur, hjálpfýsi þeirra og góðvild, gleymist ekki. Með þeim Skógahjónum, Gunnari og Kristveigu var að mörgu leyti alveg sér- stakt jafnræöi. Þau voru ekki aöeins sam- hent i starfi. Þau voru með einum huga og einni sál. Þess vegna varð þeim léttara að lyfta sameiginlega stórum átökum. Þess vegna var þeim og einnig auöveldara að bera þungar byrðar sárra harma. Um þau mátti segja likt og Einar Benediktsson segir einhvers staðar, að þau voru „sam- hljóma sálir” ekki aöeins i meðlæti og hamingju, heldur einnig „I böli og nauð- um”. Þaö var þeirra mikla gæfa. Kristveig I Skógum, eins og hún var jafnan nefnd, einnig eftir að hún fluttist þaðan, er ein þeirra kvenna, sem ekki gleymist. Höfðingleg i sjón, glæsileg i framgöngu, hlý og alúðleg i viðmóti, ráð- snjöll og ráöholl, vör i dómum, en þó hispurslaus, vinföst og trygglynd, stillt vel en þó stórlynd og föst fyrir, ef þvi var að skipta. Hún var ljóðelsk og sönghneigð og spilaði sjálf á hljóðfæri, þó fáar gæfust henni stundir til þess hin siöari ár. Hún las jafnan mikið, bæði innlendar bækur og erlendar og var þaö mörgum ráðgáta hvernig henni vannst timi til að fylgjast svo vel með á þvi sviði, sem raun var á. Yfirleitt virtist hún aldrei vera í önnum og hafa tima til ótrúlega margs. Var það þó sist af þvl, að hún hliðraöi sér hjá verkum eöa vanrækti i nokkru hin umfangsmiklu störf á þessu stóra heimili, heldur olli hér um hagsýni hennar og verkhyggni og það, aö hvert starf lék henni svo i hendi, aö un- un var á að sjá. Viö heimili sitt kom hún upp myndarlegum blóma og trjágaröi, og var ekki óalgengt á fögrum sumarkvöld- um, þegar aðrir voru gengnir til hvildar, að húsfreyjan væri þá ein úti i garðinum sinum að hlúa aö vaxandi blómi. Hún var tryggur vinur vors og blóma, unni hvers konar fegurö og átti þá mildu, mjúku hönd, sem jafnan hlúir aö veikum gróðri, og fús var að hjálpa hverjum þeim, sem átti bágt, hvort heldur var maður eða málleysingi. Hún var móöir og kona I sönnustu og bestu merkingu þeirra orða. Slika konu er sárt að kveðja, en sælt aö muna — og þakka. Við burtför hennar er sár harmur kveð- inn að eiginmanni hennar og börnum, vin- um og vandamönnum, bæöi nær og fjær. En „þar sem góöir menn fara, eru Guös vegir”, og einnig og ekki slöur, þó þeir fari yfir landamærin miklu, sem skilur þetta jarðlif frá hinu tilkomanda. Kristveig Björnsdóttir var jarösungin að Skinnastað þann 28. mars að viðstöddu miklu fjölmenni. Hennar sakna ekki að- eins eiginmaður og börn, ættingjar og venslamenn. Hennar saknar heilt hérað og finnur, að það sæti, sem hún skipaöi og nú er autt, verður seint eða aldrei fyllt. S.V. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.