Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 13.05.1981, Blaðsíða 2
Marinó Bjarni Kristjánsson Efri-Tungn, Rauðasandshreppi F. 29. júnf 1930 D. lti.des. 1980 „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama, en orðstirr déyr aldrigi hveims sér góðan getr.” Aðkvöldi hins 16. des. s.l. barst sú voða- frétt um Rauðasandshrepp að banaslys hefði orðið að Efri-Tungu. Marinó bóndi þar var látinn. öll sveitin var harmi sleg- in en hér var sem svo oft áður, að maður- inn með ljáinn spyr hvorki þá nánustu, né aöra samferðamenn hvar hann heggur næst. Marinó Bjarni Kristjánsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur að Grundum i Kollsvik þann 29. júni 1930 og stóð þvi rétt á fimmtugu er hann lést. Foreldrar hans voru Kristján Július Kristjánsson bóndi þar og kona hans Dag- björt Torfadóttir frá Kollsvik. Marinó fluttist ungur að aldri að Efri-Tungu i ör- lygshöfn og átti þar heimili það sem eftir var æfi. Svo sem titt er um unglinga i sveit tók Marinó snemma þátt i öllum störfum heimilisins bæði á sjó og landi. Reyndi snemma á hann við þau, þar sem faðir hans stundaöi um áratugaskeið barna- kennslu hér i sveitinni á vetrum, og sem farkennari þurfti hann að vera langdvöl- um frá heimili sinu. Þá reyndi á útsjón og dugnað þeirra bræðra i Tungu. Um tveggja áratuga skeið vann Marinó á jarðýtu,að mestu hjá Vegagerð rikisins, en hafði fyrir nokkrum árum lagt þau störf á hilluna og stofnað ásamt nokkrum öðrum hlutafélag um rekstur trésmiða- verkstæðis. A vegum þess vann hann ásamt bústörfum seinustu árin. Marinó var einn af þessum afburða at- orkumönnum sem sjaldan sleppa verki úr höndum. Hann naut allsstaðar óskoraðs trausts meöal samferðamanna. Hin geislandi kimni og hlýja viðmót samfara hóflegri hlédrægni gerði hann með af- brigöum vinsælan félaga hvar sem hann fór. Þvi var hann eftirsóttur ekki aðeins til verka og vinnu heldur lika sem félagi. Hann var og jafnan, ef þess var nokkur kostur, boðinn og búinn ti) hjálpar ef til hans var leitaö og gerði i engu manna- mun. Þannig nutu sveitungarnir i rikum mæli mannkosta hans og dugnaðar. Marinó var meðal hinna hugdjörfustu Hann var óspar á að gefa úr garðinum sinum og með fylgdu góð ráð til unga fólksins, sem var að byrja i garöræktinni og hann fór siösumars i garöana til þess og gladdist þar sem vel tókst til. Hann var allsstaðar að reyna aö kveikja áhuga fyrir trjárækt. En garðræktin og ilmur af mold og gróðri var einn þáttur af mörgum sem hann hafði ánægju, gleði og lifsfy llingu af , þótt orðinn væri áttræöur. 1 rennibekknum sinum útbjó hann margskonar minjagripi af vandvirkni og list. Hann tók mikið af ljósmyndum og hafði næmt auga fyrir mótifum. Ljóö og stökur voru honum endalaust yndi, væri vel kveöiö, en sjálfur var hann vel hagmæltur og þótti gaman að dansa. Söngur og hljóðfæraleikur heillaði hann og hann rækti vináttu við vini sina nær og fjær. Hann var góður og greiövikinn ná- granni I sveit og bæ. Vinnufélögum hans þótti vænt um hann eins og öðrum og sýndu það I verki, það gladdi og yljaöi að hjartarótum. Hann hafði húmorinn uppi en gamansemi hans meiddi engan. Augun ljómuðu i vinahópnum á góöum stundum og þá var söngurinn sjálfsagöur. Slikir menn fagna hverjum nýjun degi, og lifa lifinu lifandi. Hann trúði á landiö og treysti skaþaranum. Hann sótti vel kirkj- 2 una sina og var lengi hringjari. Þaö er lifslán aö hafa átt samleið meö honum mörg góð ár. Predikarinn segir: „öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tima”. Handföngin á gömlu trjáklippunum eru orðin slitin og hendurnar sem beittu þeim á kalsprotana gera það ekki framan. isleifur Sveinsson lifði langa heiða daga og hann notaði þá og naut þeirra. Hann dó inn I vorbirtuna I satt við Guð og menn. Pálmi Eyjólfsson. t Kveðja Elsku afi! Þegar mér bárust þær sorgarfregnir aö þú væri farinn frá okkur, fannst mér sem hjartað ætlaöi aö bresta. — Þú varst svo hress og kátur um jólin þegar ég hitti þig og spilaðir fyrir mig á harmónikkuna þina, með mikilli snilli. En svona er gang- ur llfsins, menn koma og fara. — Þegar ég sit hér og skrifa þér þessi fá- tæklegu kveðjuorö, á ég hálferfitt með aö fá oröin fram. — Minningarnar bara streyma um mig sem hlýr vorvindur og margs er að minnast. — Allar þær yndis- legu stundir, sem ég átti meö ykkur ömmu heima i ömmubæ, eins og viö krakkarnir kölluðum húsið ykkar, verða aldrei frá mér teknar. Það voru ekki bara gleöistundir, heldur Hka svo gefandi. — Þú varst svo óspar aö miöla af gáfum, sem þér voru gefnar. — Já, oft var húsið ykkar fullt af fólki, en alltaf fannst pláss fyrir fleiri og voru það ekki fáir, sem lögöu leið sina til ykkar og fengu að njóta af hamingjunni og gleöinni, sem þar rikti. — 011 bréfin, elsku afi minn, sem ég hef fengið frá þér siðan ég flutti hingaö til Malmö voru alltaf jafnkærkomin og færðu mér mikla gleöi. Það var ekki hægt að hugsa sér að þau væru frá áttræöum manni. — Full af lifsgleöi, ánægju og heil- brigðri skynsemi, sem ég lærði mikiö af. 1 þessu minu slðasta bréfi til þin, ætla ég aö þakka þér fyrir allar þær yndislegu stund- ir, sem þú gafst mér og þótt missirinn sé mikill og sorgin stór hugga ég mig við, að ég veit að þér liður vel núna og að þú lagð- ir af staö I þessa löngu ferð meö gleði og þakklæti fyrir þá dvöl, er Guð gaf þ61- hérna megin. Góöa ferö i friðinn og sæluna afi minn, ÞlnHanna. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.