Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 2
• » £ ar nú, eru hvaö stoltastir af. Fulltrúi Al- þýöuflokksins féllst á tillöguna aö svo stöddu og var hún saipþykkt i bæjarráði meö 2:1. Þegar Þórleifur haföi spurnir af sam- þykkt þessari reis hann upp og geislaði af honum baráttugleöin. Þar fór saman harka og háö og beitti hvorutveggja óspart. Hann hélt fljótlega fund i stjórn bókasafnsins sem mótmælti þessum áformum eindregiö. Hann skrifaöi enn- fremur blaöagrein um máliö og segir þar á einum staö: ,,Þaö væri raunalegt og skoplegt f senn, ef bæjarstjórn hlypi i miðjum kllöum frá — aö mörgu leyti stórmannlegu framtaki til menningarmála bæjarins — og geröi húsiö aö umskiptingi... Bo'kasafnshúsiö gæti varla oröiö annaö en léleg bráöa- birgöarlausn á elliheimilisþörfinni. Og kaup á einhverju hifsnæöi handa bóka- safninu yrði enn verri bráðabirgöar- lausn”. Hér var ekki talaö neinni tæpitungu. Lyktir þessa máls uröu svo þær, aö á bæjarstjórnarfundi þann 12. des. 1969 var samþykkt með 5:3 atkv. eftir langar og itarlegar umræöur — aö engar breytingar skyldi gera á byggingaráætlun bóka- safnsins. Sjálfstæðismenn einir greiddu atkv. gegn þessu og einn þeirra sat hjá. Opnun bókasafnsins og reksturþess f nýj- um húsakynnum varð Þórleifi mikið gleöiefni, þótthann nyti þess ekki sjálfur. Einaröleg afstaöa Þórleifs i máli þessu — átti sinn þáttí þvi — aö hér varö ekki slys. Hún lýsir ennfremur vel dómgreind hans og baráttugleði, þegar honum fannst rangt aö málum staöiö. V. Mér er kunnugt um þaö, aö Þórleifur var á feröum sinum sem námsstjóri hinn mesti aufúsugestur. Hann var mildur og sanngjarn leiöbeinandi. Vel aö sér um alla hluti og haföi mikla reynslu af kennslustörfum. Hann var skemmtilegur iumgengni og haföi frá mörgu aö segja og frásagnarlistin brást ekki. Þegar hann lét af störfum námsstjóra upp úr 1970 var bú- iö aö útrýma farkennslunni á Vesturlandi og allsstaöar komnir fastir skólar. Þaö tók námsstjórana langan tima aö þoka málum þessum áfram, þvi viöa lá ekki ljóst fyrir, hvernig skipting ætti aö vera á skólahéruðunum og ekkialltaf auövelt aö sameina sveitafélögin um barnaskóla á stööum, sem voru i verulegri fjarlægö frá heimasveitinni.Þórleifur var mjög laginn aö vinna forustumenn skólahéraöanna til samstarfs i þessum efnum og átti traust þeirra. VI Þórleifur kvæntist þann 15. sept. 1935 — z Sigriöi Friöriksdóttur Hjartar — mikilli mannkosta og dugnaöarkonu — sem lést I febr. 1972 mjög um aldur fram og varö öll- um harmdauöi, sem hana þekktu. Börn þeirra eru fjögur og hafa öll stofnaö eigin heimili. Þau eru: Þóra bókasafnsfræöing- ur og læknisfrú i Jessheim I Noregi, Hörður tannlæknir á Akureyri, Friörik Guðni tónlistarmaður og kennari á Hvols- velliog Björn skólastjóri að Húsabakka i Svarfaöardal. Allt er þetta vel menntaö mannkostafólk. Heimiii Þórleifsog Sigriðar Hjartar var mikill rausnargarður, sem margir minn- ast meö sérstöku þakklæti. Gestrisnin var einlæg og sönn. Þjóðleg menning og heil- brigð lifsviðhorf sátu þar i öndvegi. Mér finnst að þaö hafi veriö mikill fengur fyrir Akranesbæ, að atvikin hög- uöu þvi svo aö þessi fjölhæfi Horn- strendingur skyldi eiga hér heimili um sinn. Spor hans hverfa ekki, þótt dauðinn hafi snögglega kippt honum úr hópnum. Endurminningar um góöa menn lifa — löngu eftir dauöann og fylgja kynslóöun- um.eins og sólskinsblettir horfinna daga. Minning Þórleifs ris hátt — traust og svip- mikil — eins og fjöllin vestra, sem stóðu vörö um hann ungan og hann hélt tryggö viö til æviloka. Dan. Agústinusson. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr it sama, en orstírr deyr aldreigi hveim sér góöan getur.” Rithöfundurinn og skáldiö Þórleifur Bjarnason, f yrrverandi námsstjóri er lát- inn. I dag veröur hann jarðsunginn frá Akraneskirkju, og jaröaöur viö hliö konu sinnar Sigriöar Hjartar i kirkjugaröinum á Göröum. Þórleifur var Hornstrendingur, fæddur i Hælavik á Hornströndum 30. janúar 1908. Eftir þvi sem hann sjálfur segir I bók sinni Hjá afa og ömmu, mun ekki hafa rikt mikill fögnuöur yfir komu hans I þennan heim. Móðir hans Ingibjörg Guönadóttir varö fyrir þvi óláni eins og þaö var nefnt, aö eiga hann meö kvæntum manni. Hún var þá i fööurgaröi aöeins tvi- tug aö aldri, og á þorranum i einangrun vetarins tók afi hans á móti honum. Hann var yfirsetumaöur, haföi hug til lækninga og las allt sem hann náöi i um þau fræði. Hjá afa sinum og ömmu, þeim Guöna Kjartanssyni og Hjálmfriöi Isleifsdóttur ólst hann svo upp. Fljótt hefur ólán dótturinnar vikiö fyrir gleöinni yfir nýrri manneskju i Hæla- vikurbaöstofu, og hjá afa og ömmu nýtur hann ástríkis bernskuáranna og veröur smám saman þátttakandi i lifi og starfi fólksins. LÍfsbaráttan er hörð og þaö er annaö hvort aö duga eöa drepast, baráttan er upp á lif og dauöa viö náttúruöflin, björg- in, hafið, hreggbarin fjöll. Þaö voraði oft seint á þessum árum I Hælavik, og stundum virtist aö ekkert sumar mundi veröa, eins og þegar fjórar vikur voru að sumri og ekki sást i dökkan dll, oftast blindbylur og snjótröppum upp frá bæjardyrunum fjölgaði dag frá degi, i bænum alltaf hálfrokkið og gaddurinn leitaði um hélaða veggi. Þaö gekk á heyjaforöann, svo draga varö úr gjöf handa fénu, sem bar auðsæ merki harö- indanna. Einhvern veginn er þraukaö af og svo skeður undrið. Vorið kemur. „Skin á himni skir og fagur hinn skæri hvita- sunnudagur” er sungið i baöstofunni. Jöröin bræöir af sér snjóinn og amma segir aö li'fsteinn sé kominn i jöröina. Grasiö kemur grænt undan fönninni og lækir spretta upp úr hjarnbreiöunni. Hrognkelsanetum er komiö i sjóinn og strax er góö veiöi og undir bjargi er kom- inn færafiskur og þaö er róiö nætur og daga. Þaö kveöa viö þungir dynkir, drunur og öhljóð, sveimur fugla er á lofti sem ský beri fyrir. Moldar og aurmökkur hylja bergstalla. Bjargið er að ryðja sig. Þaö ereins og dimmur rómur Hallvarö- ar Hallssonar á Horni kveði. „Hornbjarg undirharðast stynur, þá Hælavikurbjarg- iö hrynur. Nú munu mestu viöburðir vorsins ger- ast. Skarar karla og kvenna koma að austan og vestan og breyta hljóöum hús- um vorharðindanna i glaum annrikis og umsvifa. Timi eggsiga er kominn. Þannig iýsir Þórleifur lifi Hornstrend- inga. Annars vegar er hinn langi vetur, þegar þurfti ekki aðeins að þreyja þorr- ann og góuna, heldur lika einmánuö og jafnvel hörpu, en hins vegarhið yndislega stutta sumar, meö öllum sinum fjöl- breytileika. 1 Hælavik var talsverður bókakostur, þá fyrst og fremst Islendingasögurnar og sú bók sem Þórleifur nam sina lestrar- kunnáttu á var Njáia, enda kunni hann utanbókar mikið úr Njálu. A löngum vetrarkvoldum voru lesnar eöa sagöar sögur, kveönar rimur, og rætt um atburöi sögu eöa rimna. Fólkiö liföi sig inn I heim sagnanna „Þegar myrkriö hneig aö stafni og stéttum, stormur geig- vænn kvein” Lestrarfélag var i hreppnum og voru allflestar bækurnar lesnar. Lestrar og fróöleiksþrá fólksins var mikil. Sem dæmj um hana segir Þórleifur frá þvi er frændi islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.