Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 4
sjálfs, ég heyri hann sjálfan segja fram söguna. Si'ðustu æviárin stóö heimili hans á Akureyri, f skjóli Harðar sonar hans og Svanfriðar. Þarliföi hann ifriðiog ró með bókunum si'num, en farinn að heilsu. Það var gaman að koma til hans i sumar og horfa á hann eins og fyrr taka á bókunum sinum, sýna mér bækur sem voru hans stolt, hans heimur. Ég held að þrátt fyrir þverrandi þróttog önnur áföll, hafi þetta siðasta sumar fært honum þó nokkra gleði. Dóttir hans Þóra og tengdasonur, ásamt dótturdóttur komu frá Noregi, og hann gat komist hingað suður á Akranes og hitt venslafólk sitt og vini. Og þegar hannkom aftur noröur, var stutt i það að Sigga litla,yndiafa og eftirlætihlypi aftur um létt og kát eins og áður. Þórleifur, vinur minn. NU er þessu lokið, eða hvað? Ég held um minningarbandið, sem er eins og talnaband, með perlum sem ég tek fram eina eftir aðra, hverja með sina merkingu. Hafðu þökk fyrir þær allar. Fjölskylda min færir þér hjartans þakkir fyrir alltsem þú og þitt heimili var okkur. Þér og ástvinum þi'num öllum biöjum við blessunar guðs og manna. Reyniviöurinn sem þú gróðursettir á lóðarmörkunum okkar, skartar nú sinu fegursta með rauðum berjaklösum, einmitt rétt áður en hann fellur fyrir haustvindunum. Ég minnist þess, að þú sagðir mér þá sögu eitt sinn, að forðum hefði verið átrúnaðurá reynivið. Ég horfi út um gluggann á reyniviðinn, og trúi þvi að eins og hann hefur laufgast hvert vor, siðan þú gróðursettir hann, haldi það annaö sem þú hefur gróðursett áfram að laufgast, þótt haustvindar næði nú um. „Oröstirr deyr aldregi, hvem sér góðan getur” Bjarnfriður Leósdóttir, Akranesi. Hinn 7. september s.l. skrifar Þórleifur Bjarnason mér, og hefstbref hans á þess- um orðum: ,,Ég á þér skuld að gjalda, og trúlega meiri og hærri en ég geri mér grein fyrir. En ég þakka þér gömlu og góðu kynnin. Þau verða manni æ hug- þekkari og verðmætari eftir þvi sem nær dregur vistaskiptunum.” Þessi bréf voru reyndar aöeins kvabb. Arin 1944-48 var ég forstöðumaður Reykjanesskóla, en Þórleifur var þá námssljóri á Vestfjörðum.Ermér ljúft að viðurkenna, að samstarf okkar var hið bezta að öllu leyti. Hann var jafnan hinn besti gestur, sem kom i Reykjanes, enda hið mesta ljúfmenni i hvfvetna, gaman- samur og skemmtinn. Þá voru viðtök- umar heldur ekki amalegar, þá er við 4 brugðum okkur út á ísafjörð úr Reykja- nesi. Eitt sinn kom ég um óttuleytið. Bátnum hafði seinkað. En húsbóndinn beið eftir mér, glaðvakandi. ööru sinni urðum við samnátta inn á Laugabóli. Ég var að „húsvitja”, hann á eftirlitsferð. Húsbóndinn, Sigurður Þórðarson, var heima.Hann lék við hvern sinn fingur að vanda. Seinasta sumarið, sem ég var i Reykjanesi, hélt Þórleifur þar kennaranámskeið fyrir Vestfirði. 011- um fékk hann eitthvað að starfa við sitt hæfi. Ólafur á Þingeyri hafði móðurmáls- kennslu i kvæðakunnáttu, Sveinn á Flat- eyriannaðistibundnu málidagskrá nám- skeiðsins, Aðalsteinn Hallsáon kenndi sund, ég hafði með höndum jurtasöfnun og kennslu 1 grasafræði. Námskeiðið var hið mesta fagnaðarefni öllum.Farið var til messu yfir i Vatnsfjörö til séra Þor- steins Jóhannessonar, öllum til óbland- innar gleði. Þegar ég bjóst að fara úr Reykjanesi eftir fjögurra ára vist þar, mættu þeir Páll hreppsstjóri i Þúfum og Þórleifur á staðnum og árnuðu mér heilla, svo og skólanum með framtiðina. Mér fannst Þórleifúr alltaf vita, hvað gera þyrfti — og gera það á réttum tima. Þetta er aö- eins sá þáttur i starfi hans, er varðar námsstjórnina. Honum sé þökk fyrir hana. Ég læt öðrum og mér færari mönnum eftirað segja frá öðrum störfum Þórleifs. Er þá átt við fræðistörf hans og listræn ritstörf, en fyrir þau er hann fleirum kunnur og á viðtækari sviðum. En þ^r á hann skilið mikið lof og heillarikt. Hafðu þökk fyrir kynninguna! Þóroddur Guðmundsson. Þórleifur Bjarnason rithöfundur og fyrrverandi námsstjóri varð bráðkvaddur á heimili siru á Akureyri 22. þ.m. Hann hafði verið veill fyrir hjarta siðustu árin og fengið þung áföll. Hann var fæddur i Hælavik á Horn- ströndum 30. janúar 1908. Móðir hans var Ingibjörg, dóttir Guðna Kjartanssonar bónda I Hælavik. Faðir hans var Bjarni Gislason húsmaður á Látrum I Aðalvik. Þórleifur ólst upp hjá afa sinum i Hæla- vik. Veturinn 1925-26 var hann viö nám i Unglingaskóla Asgrims Magnússonar i Reykjavik en siðan fór hann i Kennara- skólann og lauk námi vorið 1929. Þar með gerði hann kennslu að lifsstarfi sinu. Fyrsta veturinn var hann farkennari i Mosvallahreppi f önundarfirði en kennari á Suðureyri i Súgandafirði 1930-31. Þá varð hann kennari við barnaskólann á Isafirði i 12 ár, 1931-43 og stundakennari við gagnfræðaskólann þar siðari árin. Hann var i námi við kennaraháskólann i Kaupmannahöfn 1934-35. Þórleifur varðnámsstjóri á Vesturlandi 1943 og gegndi þvi starfi meðan kraftar entust. Hann fór námsför um Noröurlönd 1946 til að kynna sér námseftirlit. Þetta er i stuttu máli starfsferill Þór- leifs Bjarnasonar. Af námsferli hans er ljóst að hann hef ur viljað búa sig sem best undir skólastörfin. En þar fyrir utan tók hann mikinn þátt i félagsmálum ýmis konar, bæði stéttar sinnar og almennri málum. Þórleifur Bjarnason kenndi sögu i bamaskóla bafjarðar og lét það vel- Hann var vel að sér um islenska sögu og var yndi um hana að fjalla. Þvi varð hann góður og eftirminilegur sögukennari- Hann samdilika kennslubók um íslands- sögu. Starf námsstjóra er fjölþætt þvi að auk þess að vera til eftirlits og leiðbeiningar þurfti námsstjörinn stundum að vera sáttasemjari. Þórleifur var farsæll I starfi og hafði gott lag á að setja niður deilur og sætta menn. Hann fann alltaf hvar saga varaðgerast, var fljótur að átta sigá rök- semdum sögunnar og naut þess að eiga samskipti við menn sem mikið var niðri fyrir. Ekki brást námsstjóranum kimni- skyn til að njóta hins spaugilega I skiptum manna hvort sem var i striði eða friði. Var það honum eflauststundum léttir er á viðkvæmum málum var tekið. En þó að Þorleifur Bjamason væri mætur skólamaður munu þó ritstörf hans halda nafnihans lengst á lofti. Erþá fyrst að geta þess hve glæsilega hann gerði skil æskustöðvum sinum. Þar má nefna Horn- strendingabók, sem kom fyrst út 1943 en I endurskoðaðri og aukinni útgáfu i þremur bindum 1976. Þá eruskáldsögumar: Hvað sagði tröllið og Tröllið sagði. Þar er lýst fólki og lifskjörum á nyrstu ströndum og eru þar vissulega ísleningasögur sem vel myndu njóta sin I kvikmyndum. Ef til vill hefur Þórleifi þó aldrei tekist betur að geyma mynd æskustöðvanna i listrænni frásögn en i minningabókinni Hjá afa og ömmu. Sú bók er miklu meira en venjuleg minningabók. Þar eru sannar og réttar mannlýsingar gerðar af mikilli list og nærfærni. Auk þessa em ýmsar smásögur Þór- leifs sprottnar úr þessu sama umhverfi, og örlagasagan: Sú gmnna lukka, er lika Homstrandasaga. Þórleifur var fyrst og fremst skáld Hornstranda og vildi vera það. Hér er þó ekki allt talið sem Þórleifur vann i sambandi við sögu sveitar sinnar. Arið 1971 kom út mikið rit: Sléttuhreppur, áður Aðalvikursveit. Byggð og búendur. Það ritsömdu Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason, mikið mannfræðirit um þá sem i sveitinni hafa búið. En þó að Þórleifur helgaði þannig æsku- stöðvum sinum ritstörf sin að miklu leyti Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.