Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 5
var hann jaf nan þátttakandi i önn og átök- um liðandi stundar. Hann skrifaði fjölda greina um ýmiskonar efni. Hann var á- gætur ræöumaður og nægir það a ð vitna til erindisins Manndómur eða mannfórn- ir,sem vel mættivera fleirum kunnugt en er. Það erindi sýnir vel að Þórleifur var rökfimur svo að frábært má kalla en kunni jafnframtað tala til tilfinninganna. Skyldi og jafnan fara saman skynsamleg rökhyggja og tilfinning mannúðar og góö- vildar. Atvik réðu þvl að Þórleifur Bjarnason hóf kennslustörf I minni sveithaustið 1929. Þennan vetur hafði skólabróðir hans og góðvinur, Böðvar Guðjónsson frá Hnífs- dal, skólastjórn á Flateyri fyrir Snorra Sigfússon, sem þá var að hverfa til Akureyrar. Þessir ungu kennarar tengdust báðir önundarfirði svo að lengi gætti. En auk þess var Þórleifur heima- maður inágrannabyggðum næstu 25 ár og sem námsstjóri kom hann á hverjum vetri i önundarfjörð eftir að hann fluttist á Akranes 1955. Þórleifur kvæntist 15. september 1935 Sigrlði dóttur Friðriks Hjartar skóla- stjóra. Var oft gestkvæmt á heimili þeirra, ekki sist vegna félagsstarfa þar sem það stóð jafnan opið samherjum og félögum. Var heimili þeirra á tsafirði þannig mikil menningarmiðstöð og þau hjónin samhent að leggja góðum málum lið. Mun svo og hafa verið eftir að þau fluttu á Akranes þó aðég þekkti það siður. Sigriðuráttivið erfiða vanheilsu aðstriða siðustu árin og andaðist 21. febrúar 1972. Þegar litið er yfir félagsmál Þórleifs Bjarnasonar eru þar bæði samtök sem helgast uppeldismálum beint svo sem barnaverndarfélag auk stéttarfélaga, og önnur sem eru að visu skyld uppeldismál- um þóað sviðþeirra sé rýmra. Hef ég þá I huga sóknarnefnd og áfengisvarnar- nefndir og hina almennu bindindishreyf- ingu. Allt er þetta starf þannig vaxið aö það miðar að mannlegri heill og farsæld. Þórleifur taldi það eðlilegt aö raunsær uppalandi styddi bindindisstarf. Merkur maður úr kennarastétt er kvaddur þarsem Þórleifur Bjarnason fer Dagleg önn eljumannsins fyrnist og gleymist meö nemendunum þó að vel sé unnið. En bækurnar um nyrstu byggð á Vestfjörðum ogmannllfog mannfólk þar munu iengi geymast og halda gildi sínu. ÞórleifurBjarnason var ógleymanlegur maður. Hann var jafnan léttur I máli og gat Htt um mótdrægan hlut svo sem heilsuleysi og ekki aðfyrra bragöi. Hann var frábær sögumaður, kunni margar og góðar og fór vel með þær. Honum var mikið yndi að fást við leikstarfsemi, fór með mörg hlutverk á sviði og annaðist stundum leikstjóm og sýndi oft leikræn tilþrif I einkaviðræðum. Hann var islendingaþættir skemmtilegur viðmælandi og fagnaðar- bót að hafa hann að gesti. Hagorður var hann þegar hann vildi það viðhafa þó að hann flikaði þvi ekki mikið. Þegar Þórleifur Bjarnason er nú kvaddur finst mér hann hafa verið i tölu svipmeiri manna sem ég hef áttsamfylgd með. Margar góðar minningar eru geymdarum hann en hæst ber þar yndis- stundir á heimili þeirra hjóna á Isafirði. Jóna Auður Guðmundsdóttir. F. 14. júll 1962. D. 5. september 1981. Viktor Sigurðsson. F. 19. mars 1980. D. 5. september 1981. Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Þann 5. september stðastliðinn barst okkur sú hræðilega fregn, að Auöur vin- kona okkar og Viktor litli, sonur hennar, hefðu látist I bilslysi á Grindavikurvegi. Það er erfitt að trúa, að endir sé bundinn á lif þessara ungu vina okkar, sem áttu alla framtiöina fyrir sér. Viö kynntumst Auði I barnaskóla og höfum verið vinkonur hennar siöan. Það er margs að minnast I gegnum árin þegar við sem unglingar pössuöum börn saman og skemmtum okkur saman. Auöur var einstaklega hress stelpa og full af llfsorku, og það var alltaf gaman aö skemmta sér meö henni. Auður skipti aldrei fólki I hópa, hún var vingjarnleg við alla og alltaf var maöur velkominn til hennar. Þann 19. mars 1980 eignaöist Auð- ur son, önnur okkar varð þeirrar ánægju aðnjótandi aö vera viðstödd fæðingu hans, og taka þátt I gleði hennar. Viktor litli varð fljótt stór og fallegur strákur, og hann ólst upp I ástrlki hjá afa sinum og ömmu I Grindavlk. Auður stundaði nám við Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar, en hún kom alltaf Þangað máttisækja þrek og þolgæði til að duga góðu máli. Slilíum heimilum er ekki hægt að gleyma. Þau Þórleifur og Sigrlður eignuðust fjögur börn sem öll eru á lifi. Þau eru Þóra læknisfrú í Noregi, Hörður tann- iæknir á Akureyri, Friðrik Guðni kennari á Hvolsvelli og Björn skólastjóri Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal. H.Kr. heim þegar hún átti frl til aö vera hjá Viktori litla, og þá gaf hún sér lika oft tima til að heimsækja okkur. Okkur er það einnig minnisstætt hvað Auja gat hlegiö innilega aö prakkarastrikum sonar slns, og þá gat maöur ekki annað en hlegiö með. Okkur langar að þakka Auöi og Vikt- ori fyrir samverustundirnar, sem hefðu getað oröið fleiri. En sorgin svlfur yfir og missir aldrei marks, þvl aö Guð gefur og Guö tekur. Viö munum ætið minnast mæöginanna með söknuöi, en viö vitum að þeim llður vel. Viö vottum foreldrum og systkinum, svo og öllum aðstandendum, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð aö styrkja þau I sorg sinni. Helga Kristjánsdóttir, Jóhanna Sævarsdóttir. J Jóna Auður Guðmundsdóttir o g Viktor Sigurðsson

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.