Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 7
Hallgrímur Vilhjálmsson tryggingafulltrúi Fæddur Xl.des. 1915 Dáinn 14. sept. 1981 Lygn streymir Don og lygnt rann ævi- fljót Hallgrims Vilhjálmssonar trygg- ingafulltrúa Akureyri að ósinum eilifa, en enginn sem til þekkti efaðist um að það fljót væri bæöi þungt og vatnsmikið. Við héldum hjónin, siðast þegar leiðir okkar lágu saman að enn ætti þar eftir að renna mikið vatn til sjávar, og urðum ekki siður en aðrir undrandi á hverfulleik lifsins. Þvi þessar linur, — með kveðju frá okk- ur hjónum og Birni litla. Fundum okkar bar fyrst saman i óktó- ber 1975 er Hallgrimur, likt og svo oft sið- ar með einurð.drenglund og hollráðum greiddi götu okkar á Akureyri. Hallgrimurhafði sérstakt lag á að birt- ast þegar ráöa var þörf og þegar hann fór var likt og aldrei hefði verið þar vanda- mál. Urðu nú tiðir fundir okkar hjóna meö Hallgrimi og hans ágætu konu, Ásgeröi Guömundsdóttur og löngum setið fram eftir við rabb og spil. Var aldrei að finna að aldursmunur væri þar á, þótt yfirburða , þeirra gætti strax i umræðu og vallar- sýn. Vorum við tekin allt i senn, sem fé- lagar, vinir og börn þessara ágætu hjóna sem svo vel sameinuðu bestu eiginleika þingeysks stórhöfðingja og húnvetnskrar sómakonu. Er við 1978 héldum frá Akureyri á ný fýlgdu okkur góðar kveðjur og óskir um gðða endurfundi. bótt heimsóknir strjáluðust héldust fengslin með bréfaskriftum og ekki hvaö sist er við héldum til Sviþjóðar — og hall- aði þá heldur á okkur ef eitthvað var. Alltaf var unun af bréfum Hallgrims, og sem voru allt i senn, fræðandi, uppörv- andi og drjúg af hollum ráðum. Oft furðuðum við okkur á hve timi hans varð drjúgur — þvi áhugamál átti hann fjölmörg þó útivera, félags- og stjórnmál ®ttu hug hans mestan. Hallgrimur tók yirka afstöðu til flestra mála og ætiö drengilega og aldrei heyrðum við hann halla máli. Hann vann og langan vinnu- dag sem tryggingafulltrúi og forstöðu- 'haður Tryggingastofnunar rikisins á Ak- 'siendingaþættir ureyri og taldi þar mikilvægust mál kjör aldraðra og einn lifeyrissjóð fyrir alla landsmenn, þvi jarnaðarmaður var hann ekki aðeins i orði heldur á borði. Óhætt er að fullyrða aö fáir hafi verið svo gjörkunnugir tryggingamálum og löggjöfum almannatrygginga sem Hall- grimur. Við áttum aðeins skamma stund með Hallgrimi og þvi margir aðrir sem betur kunna að segja sögu hans — en af þeim þunga sem á okkur lagðist við þá váfrétt að Hallgrimur væri allur, skiljum við að mikill er harmur þeirra sem áttu hann allan og betur þekktu. Við sjálf rifjum upp stutt kynni og sein- ustu fundi i ágúst siðastliðnum er viö Elínborg kynntum Björn litla Hallgrimi og konu hans Ásgerði að Viðivöllum Akur- eyri og var það honum vel að skapi. er biðu eftir komu fiskimannanna stund- um nokkuð óþreyjufullir. Er að landi kom skipti Einar aflanum, og gaf af hlut sin-. um þeim er ekki áttu þess kost að afla* með honum, og var þá venjulega ekki smátt skammtað. Þegar vora tók, fór for- maður með hásetana til skips, drógu það i naust til geymslu og bikunar. 1 tilefni af þvi var svokölluð uppdráttarveisla setin, til skiptis á bæjunum. Er mér þaö ljúf bernskuminning þegar bændurnir riöu hver til sins heima, að enduðum fangaði. Nóttin var björt, þeir ofurlitið hýrir og sungu I næturkyrröinni ,,Þú vorgyðjan svlfur úr suðrænum geim”. Það voru friðsæl ár, sem við áttum saman undir Eyjafjöllum, og þó fátæktin sæti viða i öndvegi var hugsunarháttur fólksins sá að miðla til þeirra sem erfitt áttu. Hjónin I Varmahlið voru engir eftir- bátar I þeim efnum. Þau gengu um og glöddu aöra, allt til hinstu stundar. Þeirra munu allir Eyfellingar sakna heilshugar. Að enduðum starfsdegi kvöddu þau gamla óðalið og hinn góða skyldurækna son, sátt við allt og alla. Þau hugðust eyöa sinum hinstu stundum, hjá dóttur sinni, Sigriöi, og manni hennar, Asmundi Guðmundssyni, skipstjóra I Reykjavik. Bæði þurftu þau að vera undir læknis- Við þökkum af alhug góð en þvi miður stutt kynni. Við sendum Asgerði, börnum, tengda- og barnabörnum samúðarkveðjur og ósk- um Hallgrimi vini okkar góðrar heim- komu og guðsblessunar. Arnar, Elinborg og Björn. hendi. Dóttirin hugði fagnandi til sam- verustundanna, og annaðist foreldra sina af óeigingirni og ástúö. Sama má segja um mann hennar, Asmund, er sýndi gömlu hjónunum virðingu og kærleika. Ég veitti þvi athygli, hve fallega Asmundur kom fram við tengdaföður sinn. Það má segja að gagnkvæm var vinátta þeirra allra. Þvi miður var dagur að kvöldi kominn. Ingibjörg varð bráðkvödd eftir styttri dvöl hjá dóttur sinni, en vonast hafði veriö eftir. Einar andaðist nú ári siðar. Hann var andlega hress allt til hinstu stundar. Góðvildin skær skein af hans brá. Hann fól sig og sina þeim Guði er gaf honum hamingju lifsins. Afkomendur allir sakna þeirra sárt, þvi gaman var að koma heim — heim að Varmahliö. Gömlu hjónin hvila hlið við hlið i Asólfs- skálakirkjugarði. Siðustu blessun lifsins hlutu þau af sóknarprestinum, Halldóri Gunnarssyni, Holti, er kvaddi þau með virðingu. Blessi þau allt, sem gott er. Sjálf kveð ég frænda minn með sálmi þeim er hann svo oft spilaði á útfarardegi sveitunga okkar: „Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, haföu þökk fyrir allt og allt.” Guörún Jakobsdóttir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.