Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 6
******* Eggert Oddsson, bóndi að Hraungerði Matthias Eggert var hans fulla skirn- arnafn. Hann var fæddur a& Þykkvabæjar- klaustri 21.05. 1905 dáinn 27.06. 1981. For- eldrar hans voru þau hjónin Hallfriöur Oddsdóttir og Oddur Brynjólfsson. Ljúfthef&i mér veriö aö fylgja þessum frænda mfnum til grafar, en vi&bur&arrás daganna varö þvi valdandi, aö ég haf&i ekki möguleika til þess. Jarösettur var hann fráÞykkvabæjarklausturskirkjuog i gar&inn þar sem a& forfe&ur mínir hvfla langt í ættir fram og eru þar því okkar beggja vébönd. Foreldrar Eggerts bjuggu á parti lir Klaustrinu var biiiB þvi lítiö til fram- færslu stóru heimili. Barnahópurinn or&- inn stór, og þvi fátækt þar mikil sem og vföar annarsstaöar. Um þær mundir hef- ur almenn fátækt rikt í flestum sveitum þessa lands. Háar kröfur voru þá óþekkt- ar. Fólkiö reyndi a& una vi& sitt, þótt oft værisetiövi&þröngvan kost,en þá var hi& daglega brauö metiö a& ver&leiíum. Sem tökubarn fór Eggert til frænda og vina, er bjuggu á stærri hluta Klausturs- ins, og var hann þar til fullor&insára. Fer hann sí&an sem vinnumaöur til Brynjólfs bróöur síns, og dvaldi hjá honum um 19 ára skeiö. Brynjólfur haföi þá tekiö vi& þeim parti Klaustrursins er Oddur fa&ir þeirra haföi á&ur seti&. Á þessu timabilibætti Brynólf- ur bújörð sina af stórhug og dugnaði. Þakklátur er hann bró&ur sínum, fyrir þá aöstoö er Eggert veitti til þeirra fram- kvæmda. Fyrr á árum var það almennt aö menn (ir V-Skaftafellssýslu færu tii verti&ar að afla sér einhverra tekna. Var þetta oft har&sótt fer&alag um hávetur, þvf að vanalega gengu þessir menn alla leið til í Suðurnesja me& allstóra byröi á baki sér. Ekki var þetta framkvæmanlegt nema fyrir unga og hrausta menn. Eggert tók þátt i svona ævintýri 19 ára gamall. Ekki eru allar fer&ir til fjár, segir gamalt spekiorö. Sannaöist þaö nú hva& Eggert snertir. Þegar kom fram á vertföina veiktist hann, fékk vonda lungnabólgur og upp úr þvi brjósthimnubólgu og var flutt- ur til Reykjavíkur mikið veikur. Hann fékk inni á Landakotsspitala og lá þar í 3 mánuði. Matthfas Einarsson var þá yfir- læknir spilalans og dá&ist Eggert mjög a& framkomu hans og nærgætpi vi& sig. Fyrir þa& taldi hann aö hann heföi fengiö þá heilsu er raun varð á. Af spitalanum beint, lagöi hann svo á' staö heim, las- bur&a og félaus. Seinna fór hann margar 6 vertiðir til Vestmannaeyja. Hann haföi þar með gengiö í gegnum okkar har&a vinnuskóla bæöi til sjós og lands. Eggert fór nú a& huga að framtföar Iffs- starfi. Sveitin hans kæra Alftaveriö, átti gró&urmold, sem nú kallaði til hans. Hann var& viö því kalli. Já bóndi skyldi hann þar ver&a. Ari& 1942 byrjar hann búskap i Hraun- gerði. Þar var rýrt kot, autt og yfirgefiö er iey&i hafði sta&iö í 4 ár. Sú var aökom- an þar, a& fbúöarhús var ekkertog lftil og léleg útihús. Gefur það þvi augaleið a& fljótt og rösklega þurfti a& taka þar til hendi. Nú getur maðurinn einsamall ekki ver- iö, og undir heillastjörnu hefur Eggert veriö þegaraöhann valdi sér lifsförunaut. Pálina Pálsdóttir frá Seljalandi f Fljótshverfi, komin. af traustum og gó&- um ættlegg, geröist bústýra Eggerts um eins árs skeið, en aö þeim tima li&num, gengu þau i hjónaband f júlí 1943. Nú var þaö svo ótal margt sem kalla&i aö hjáþessum ungu hjónum og dagsorðið var vinná og aftur vinna. Þau áttu engva digra sjó&i til framkvæmda, en þau áttu annan sjó& gullinu betrj. Þaö var kærleik- ur og gu&strú. Me& þessum vopnum stó&u þau fast saman i önn dagsins með stál- vilja til sigurs. Þegar árangri er ná& og sigur fæst lyft- ist tilveran i æ&ra veldi og allt ver&ur svo bjart og ánægjulegt. Óöum fer nú fjölskyldan aö stækka hjá þeim hjónum og eignast þau 10 börn saman. Ég tel þau hér upp f aldursröð: Máffríöurf. 1943 þá Sigurjóna Svanhild- ur, Þórarinn og Halldór (tviburar) Þór- halla, Oddur, Páll, Hafdis, Gottsveinn og Jón f. 1956. 011 þessibörn erunii uppkóm- in vel gefin og dugandi fólk. Þa& er lögmál sveitabúskapar aö kalla unglinga til starfa, jöfnum höndum og þeir vaxa til nokkurs þroska. Hér ur&u þa& þvi elstu bræðurnir Þórarinn og Hall- dór.sem mikinn þátt tóku i þvi aö byggja upp jöröina me& fööur sinum. Bá&ir eru þeir bræ&ur duglegir og smi&ir góöir. Þegar Eggert byrjaöi búskap sinn i Hraungerði, gaf tUnið af sér eitt kýrfóöur. NU er túniö um 50 hektarar og 40 kýr i fjósi, fjárbú allstórt og hrossaeign nokk- ur. Sem mjólkurframleiöendur er þar ný- tisku fjós meö öllu þvi'besta er til heyrir. Onnur' peningshús uppbyggB og þau nýjustu svo vel gerö og stórbrotin, að varla hef&i ma&ur búist við aö sjá slfkar byggingar i sveit. Þá er nýbyggt ibú&ar- hús ásamt ö&ru eldra. Þegar litiö er nU til baka er augljóst a& hér hefur rittukoti veriö breytt i' stórbýli- Ekki hefst þetta með stuttum vinnu- degi, og ekki tekst þetta nema meö sam- eiginlegu átaki allrar fjölskyldunnar. Vi& fráfall Eggerts sjáum við a& hann hefur lifað til stórra hluta og lætur eftir sig mikiö dagsverk. Þegar aldur færöist yfir hann og þrekið fór a& minnka, hafði hann ávallt sama á- huga til framkvæmda ogeggja&i frekar til þeirra hluta en latti. Hann gladdist jafnan yfirhverjusporier stigið var i þá átt. Sjálfur átti hann haga hönd og vann öll sin verk me& ánægju og alú&. Hann var karlmenniog mikillaðvallarsýn samt fór hvergi mikiö fyrir honum. Hans sérstaka prU&mennska og dagfar var svo ljúft a& einstakt þótti. Skapsmuni sina lét hann aldrei öðrum koma til óþpginda. Um eins árs skeiö, mun Eggert hafa barist við sjúkdóm þann er leiddi hann til dauöa. Þvf ósýnilega ógnar afli er viö köllum dau&a veröum viö öll aö lUta fyrr e&ur si&ar. Á þessu timabili fór hann tvisvar til Reykjavikur tilaö reyna aö fá bótmeina sinna en meö litlum árangri, og tseinna skiptiö fluttur heim mikið sjúkur. ,,Já heima er best”. Skiljanlegt var aö hann kysi helst heima aö vera er hann fann a& hverju stefndi. I kærleika voru nú allar hendur fjöl- skyldunnar framréttar til þess aö létta honum sjúkdómsbyröina, en hjúkrun i heimahúsum er erfiö viö slfkar aöstæöur. Dóttir hans ein er lærður sjúkraliöi og kom hUn nú heim til aöstoðar, sem var vel þegin hjálp. 011 erum viö aö siöustu þakklát kær- leikshönd almættisins er leysti hann frá þjáningum þessa lífs, og felum hann guöi eflffðarinnar. Ég kveö þennan kæra frænda og heiö- ursmann og þakka honum gengin spor. Eiginkonu, börnum og öllum ástvinum Eggerts, óska ég guösblessunar. Vilhjálmur Bjarnason. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.