Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 8
Einar Signrdsson bóndi í Varmahlíð F. 4. aprll 1894 D. 19. júli 1981 Einar Sigurðsson, bóndi i Varmahlið undir Eyjafjölíum, lést 19. júli sl. Hann var fæddur 4. april 1894. Mig langar til að minnast hans. Fyrsta bernskuminning min er tengd honum. Höfum við bæði æ siðan rækt vin- áttu og frændsemi til efri ára okkar beggja. Ég leyfi mér að tileinka honum þessihelguorð: „Ljúflyndi yðar sé öllum kunnugt”. En þannig var lifsmáti hans allur. Aldrei kstaði Einar köldu orði til nokk- urs manns og sá ætið hinar góðu hliðar lifsins. Var bjartsýnismaður, hlúði að þvi sem veikburða var, ræktaði það til þroska. Mætti þar nefna bæði menn og málleysingja. Einar bjó langa ævi i Varmahlið, unni sinu ættarsetri og brást þvi aldrei. Hann var einbirni velstæðra foreldra, skorti hann þvi ekki æskufarareyri til frekara náms og þroska, en heimahagar mega veita. Hann nam i Flensborg og var gagn- fræöingur þaðan. Um skóladvölina átti Einar ljúfar minningar, og hlaut andlega þroska. Á þessum árum lærði hann einnig á orgel, en hann hafði næmt söngeyra, og var unnandi fagurrar tónlistar. Ég hreifst af orgelspili hans, ekki sist er hann spilaði ikirkjunni að Ásólfsskála undir Eyjafjöll- um við guðsþjónustur hjá föður minum. Man ég sérstaklega eina messu þegar ég var barn. Það var bjartur vordagur að liðnum löngum vetri, þá spilaði frændi minn sálminn „Nýja skrúði nýfærð i náttúra sig gleður”. Kirkjukórinn söng, og flestir kirkjugesta tóku undir með honum, og um leið ómaðilitla kirkjan okkar af einlægum þakkar- og lofgjörðarsöng, þvi að nú var hin dimma nótt á brautu gengin en bjart- ar stundir framundan. Æskuminning min er tengd brúökaups- degi frænda mins, en þá gekk hann að eiga unga stúlku, Ingibjörgu Bjarnadótt- ur, Einarssonar, útgerðarmanns að Hlaö- bæ, Vestmannaeyjum. Hún var glæsileg brúður i sjón og raun, enda varð vegferð Einars með henni einstaklega hamingju- rik. Þau tóku við búsforráðum i Varmahlið, var þar allt i góðu ásigkomulagi hvað byggingar og túnin varðaði. Jörðina höföu ættmenn hans setið, sem leiguliðar, nú siðast Siguröur Tómasson, faðir Einars. Kona hans var Þóra Torfadóttir, Þor- grimssonar, prentara, i Reykjavik. Hún 8 var falleg og menntuð kona til munns og handa. Eftir aö hún settist að undir Eyja- fjöllum, var henni falið að sjá um allar meiriháttar veislur þar, og þótti öllum sómi að þvi aö hafa hana nærri sér. Þegar Einar hefur búið i Varmahlið i nokkur ár, ræðst hann i að kaupa jörðina. Var það á þeim timum mikið átak. Jörðin sjálf var erfið, túnin brött og meirihluti þeirra orfaslægja og engjavegur langur. Sækja varð heyskap á Holtsmýri. Sé ég enn i minningu liðins tima hina stóru og myndarlegu heybandslest Einars bónda, er setti fallegan svip á sólskins- og þurrk- daga okkar undir Eyjafjöllum, en þá var allur heyfengur fluttur heim á klökkum. 1 þá daga byggðist búskapurinn upp af hinu trúa vinnufólki. 1 Varmahlið hafði æ- tið veriömargt vinnufólk, og hélst það enn i tið Einars og Ingibjargar. En þau voru mjög hjúasæl. Þar áttu einnig margir gleöistundir. Þangað lá leið fjölda gesta, var þeim fagnað með rausn og hlýju. Mun sjaldan i hinni löngu búskapartið hjón- anna hafa runnið upp gestalaus dagur. Ég hlýt aö vera ein þeirra sem þakka yndislegar stundir enda sá ég ekkert fall- egra en hvita burstabæinn undir hliðinni, ig kliðandi bæjarlækinn. Varmahlið var lika sérstaklega smekklegt heimili, bæði úti og inni. Húsfreyjurnar, hver eftir aöra gæddar meiri þokka en almennt gerðist á þeim tima. Já, bæjarlækurinn kliðaði og vaktiá sérathygli. 1 ljós kom, aðhann var möguleiki til bættrar lifsafkomu. Arið 1927 tekur Einar lækinn i sina þjón- ustu, lætur virkja hann, raflýsir bæ og úti- hús, en orkan nægði til alls er gera þurfti, svo sem eldunar og upphitunar. Segja má að þarna hefjist nýtt ævintýri i Varma- hlið. Ég hafði mikla unun að þvi að koma i Varmahlið. Barnsaugu min störðu hug- fangin á loftljósin, er skreytl voru litrik- um myndum um búnaðarhætti eriendra þjóða. En utan um kúpulinn var glitrandi perluskraut. Ekki heilluðu rafmagnsofn- arnir mig minna með glóandi virum og varma. Þó reis eldhúsið hæst með raf- magnstöflueldavél og kunnáttusamri hús- móður, er réð þar rikjum, falleg, hlý og farsæl. Já, það var myndarlegur búskap- ur i Varmahlið. Þeim hjónum var 6 barna auðið og lifa þau öll. Mannkostafólk eins og forfeðurnir voru. Einnig ólu þau upp dreng, er ein vinnukona þeirra fól þeim til forsjár. Dóttursynir þeirra 2 ólust þar upp aö mestu leyti. Fjöldibarna og unglinga dvaldi þar um * m lengri og skemmri tima, öllum þótti þar gott að vera. Arin liðu og börnin þroskuð- ust. Starfa nú hvert aö sinu hugðarefni- Sonur þeirra, Einar Ingi, yfirgaf aldrei foreldra sina og tók við búsforráðum með þeim. Einnig var elsta dóttirin, Þóra Dóra, þeim til hjálpar en vegna vanheilsu varð hún að fá sér önnur léttari störf. Nd hófst nýtt framfaraskeið i varmahlið. 1' búöarhús og peningshús risu af grunni, en allt var fært i nútimabúning. Vélarnar léttu heyöflun, lækurinn veitti áfram brautargengi , þurrkaði, heyið, knúði mjaltavélarnar og sá um frystiklefann. Starfsdagurinn var oft langur á þessu timabili. Ekki sat Einar bóndi alltaf með hendur i skauti. Þá var styrkur hans merk kona og skyldurækin börn. Um árabil var starfrækt landsimastöð i Varmahlið, og skiptu hjónin með sér störfum hennar. Húsfreyjan annaðist af- greiöslu alla og var virt fyrir hjálpsemi' Einar sá um bókhald simstöðvarinnar. Margs er að minnast frá fyrri dögum i heimabyggð minni undir Eyjafjöllum. Ein er sú minning er sjó lægði og leiöi var við sandinn. Ýttu þá litlu handknúnu fiski- bátarnir úr vör út á fengsæl miðin. Einar var formaður á einum slikum bát, honum fylgdu til skips góðir grannar, en Einar var gætinn stjórnari og aflasæll sækjari. Þakka bermarga nýja fiskmáltið, en hún var á þessum árum sjaldgæft góðmeti. Gaman var aö sjá sandhestana koma heim klyfjaða af seiluðum fiski, er vel gekk. Voru þá allir þakklátir og stoltir, þvJ heimastörfin, gegningarnar sáu húsfreyj' urnarum, en börnin gættu sandhestanna, framhald á siðu J islendingaþaettir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.