Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 3
hans fór til Hesteyrar og keypti Góöa stofna eftir Jón Trausta, sem hann las á hestbaki á heimleiöinni. ÞaB veganesti, sem sambUBin viB náttúruna og mannlifiB á Hornströndum veitti Þórleifi, dugBi honum vel, er hann lag&i frá landi, frá afa og ömmu i Hæla- vfk. Hann haföi næga undirstööumenntun aö heiman til þess aöfara i Kennaraskólann og þaöan lauk hann kennaraprófi. Siöan aflaöi hann sér framhaldsmenntunar i Danmörku.Hann var lengi kennari á Isa- firöi, en siöan geröist hann námsstjóri á Vesturlandi meö búsetu á Akranesi. Þórleifur var kvæntur Sigriöi Hjartar, dótturÞóru Jónsdóttur og Friöriks Hjart- ar, sem lengi var skólastjóri Barnaskól- ans á Akranesi. Sigriöur var af vestfirsku bergi brotin eins og Þórleifur. Meö þeim hjónum var mikiö jafnræöi og oftast nefnum við vinir þeirra þau saman. Þórleif og Siggu. Sigríöur var glæsileg kona, gáfuö, skemmtileg og svo gestrisin, góö viö alla aö heimili þeirra stóö jafnan sem I þjóð- braut. Sigriöur var ein sú ágætasta mann- eskja sem ég hef kynnst. HUn lést áriö 1972, langt um aldur fram, eftir langa og þunga sjúkdómsþraut, sem Þórleifur bar meö henni. Umhyggja hans og barátta fyrir lifi hennar, sýndu best manndóm hans og þrek. Sigrlður var öllum mikill harmdauöi og vinirþeirra ætluöu seint aö sætta sig viö þessi málalok. Þótt Þórleifur væri Hornstrendingur i húö oghár, og öll gerö hans bæri þess merki, festi hann ótnilega miklar rætur hér á Akranesi. Hér dvaldi hann hluta af sinum manndómsárum. Hér héldu þau áfram aö byggja upp heimili sitt. Börnin uxu úr grasi, fkigu burt út i veröldina. Börn þeirra eru fjögur: Þóra, bókasafnsfræöingur, búsett i Noregi, gift norskum lækni, Kristjáni Mötes. Þau eiga fimm börn. Höröur tannlæknir á Akureyri. Hans kona er Svanfriöur Larsen, kennari. Þeirra börn eru fjögur. Friðrik Guöni, tónlistarkennari og söng- stjóri áHvolsvelli, giftur Sigriöi Siguröar- dóttur, söngkennara. Þau eiga eina dóttur. Björn, skólastjóri HUsabakkaskóla i Svarfaðardal, giftur Júliönnu Lárus- dóttur. Júlianna á eina dóttur, sem Björn gengur i fööurstaö, auk þess á Björn tvo drengi meö fyrri konu sinni Sigrúnu Stefánsdóttur, fréttamanni. ÖD eru börn þeirra Þórleifs og Siggu vel menntuð og gjörfuleg á allan hátt. Barna- börnin, sem eru komin misjafnlega á legg eru öll hin mannvænlegustu. Þórleifur og Sigga voru miklir aflgjafar I menningarlifi okkar Akurnesinga. Sigriður Ikirkjukómum, þau bæöi félagar ^slendingaþættir i I stúkunni Akurblóm og einnig i Odd- fellowstúku. Þórleifur var auk þess frá- bær leikari, svo aö öllum þeim er til muna, veröur persónusköpun hans ógleymanleg. Hann lék með leikfélagi Akraness um árabil, fyrst lék hann séra Sigvalda iManni og konu,þá nýkominn á Akranes.siðan þá Jónana iGullna hliöinu og Islandsklukkunni. Túlkun hans á þess- um persónum var slik aöég hygg aö fáir eöa engir hafi gert þeim betri skil. Þaö var mikil gróska f leiklistarstarf- semi á Akranesi á þessum árum og þar átti Þórleifur stóran hlut aö máli, bæöi meö leik sinum og uppsetningu á leikrit- um. A þjóöhátiöarárinu 1974 samdi Þórleif- ur leikrit, um landnám Akraness, sem sýnt var á hátíöahöldunum hér. Þar kom söguþekking hansvel fram, einnig hugur hans til byggöarinnar, sem hann hafði valiö sér til búsetu um tima, og hann vildi sýna sóma. Hann nefndi leikritið „Ljós I Holti”. Garöar er landnámsjöröin, Land- námsmennimir þeir Bresasynir voru kristnir, komnir frá Irlandi. Jörundur hinn hristni sá ljósið i Holtinu, hann var friðarins maöur.ljósberinn. Þetta var þaö sem Þórleifur vildi flytja með leikriti þess u. H onum þótti væ nt u m G aröa og þaö erekki að ófyrirsynju aö hann hefurkosiö sér legstaö einmitt þar. Þórleifur var frábær kennari, vel menntaöur og hafði vald á viðfangsefn- inu, enda naut hann viröingar nemenda sinna.Hann vareinnig farsæll istarfi sem námsstjóri, en þvi' starfi varö hann að hætta, fýrr en hann ætlaði, vegna þess aö hann þoldi ekki lengur hin erfiðu feröalög sem þvi fylgdu. En þaö hefi ég fyrir satt aö margir hafi saknað komu hans, þegar þessum þætti i' li'fsstarfi hans var lokiö. Viö vorum lengst af nágrannar meöan þau bjuggu á Akranesi, lóöir húsa okkar lágu saman. Þau höföu ræktaö upp fallegan trjá- og blómagarö fyrir utan húsiö.og þar undu þau mörgum stundum. Milli fjölskyldna okkar bundust vináttu- bönd, sem ekki hafa slitnaö. Við nutum þess i rikum mæli aö eiga svo góöa ná- granna. Allur heimilisbragur bar merki Islenskrar menningar eins og hún verður best. Þar voru sagöar sögur, talaö um bækur og lesiö upp úr þeim, kannski úr bók, sem ekki var komin út. Hversu gott var aö sitja inni á skrifstofu Þórleifs, sjá hann sýsla um bækur sinar, næstum tala viö þær eins og lifandi verur, en hjálpi þeim sem heföi fært þær úr staö. Oft komu skáld og rithöfundará heimili þeirra, og nutum viö þess oft, en alltaf fannst mér Þórleifur bera af i frásögn og sam ræöum. Einn var sá þáttur i menningarlifi þessa ttma, sem Þórleifur stóö aö. Hann stofn- aöi bókmenntaklúbb, ásamt fleira fólki, sem áhuga haföi á bókmenntum. Þessi starfsemi er ennþá viö liöi, án þess nokkur viröist st jórna henni, en allir hafa lagt sitt aö mörkum. Viö höldum þessa fundi inn á heimilum okkar, þeir eru skemmtilegir, og við höldum alltaf þeim siö, aö ekki mega vera aörar veitingar á boröum en kleinur og pönnukökur eöa vöflur. Þaö má meö sanni segja aö oft var góðra vina fundur á heimili þeirra. Þar voru fagrar veislur, eins og sagt var i fomsögunum, þó aldrei væri mjööur á boröum. En þá er þaö eftir sem mestu máli skiptir, og lengst mun halda nafni hans á lofti. Þaö eru ritstörf hans. Eftir Þórleif hafa komið út nlu bækur auk smásagna i timaritum og annarra greina ásamt kennslubók i Islandssögu. Hornstrendingabók kom út 1943, og er þaö fyrsta bók hans. Hún var þegar svo vinsæl . aö hún seldist upp á skömmum tima og var gefin út aftur 1976 i þrem bindum Mjög fallegri útgáfu. Ef til viD er hún bók bóka hans, skrifuö af mBdlli tryggö viö átthagana, og meö henni er bjargað til komandi kynslóöa sögu byggöar, sem komin er I eyöi. Bókin geymir minningar um lifsbaráttu fóDcsins, hvernig þaö Dföi og starfaöi Baráttan viö björgin, sagnir sem liföu á vörum fólksins, náttúrulýsingar og um staöhætti alla. Hann skráöi einnig sögu Grunnavikurhrepps, mjög nákvæmt verk sem hann lagöi mikla vinnu i. Bækur Þórleifs bera merki uppruna hans.Hann skrifarum þaö fólk sem hann þekkir, lif þess og starf. Svo kom Voriö, kom út 1946. H vaö sagði TrölDö 1948. Þrettán spor 1955. Tröllií sagöi 1958, en þaö er framhald af, Hvaö sagöi tröllið, en hann ætlaöi sér aö skrifa áframhald af þeirrisögu, en nú er hennai ekki lengur aö vænta, þvi miöur. Hjá afa og ömmukemurútl960.Hreinog tær frá- sögn frá sjónarhóli bernskunnar. Afi og amma eru hans lifsakkeri á þessum árum. Margar af smásögum Þórleifs eru méi eftirminnilegar, eins og Ósköp I Þrettár spor og Fylgdarmaöur i Hreggbarin fjöll sem var gefin út 1974. Þá kom lika út bók hans Aldahvörf, Land og saga, ellefta öld- in. Þórleifur var mikill sögumaöur. Hann bjó yfir leiftrandi frásagnargleöi, og þegar hann sagði sögu, þá fylgdi hann eftir með látbragöi. Hann hreif mann um- yröalaust inn i heim sögunnar og siöan þekkti maöur persónurnar og umhverfi þeirra eins og maöur heföi sjálfur verií þátttakandi I atburöinum. Þannig finnst mér ritverk hans vera. Hvort sem þaö er skáldsaga, Þjóðsögur. Sannir þættir, eöa endurminnhigar hans

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.