Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 7
Guðlaug Narfadóttir Faedd 8. oklóber 1897 Dáin 14. febrúar 1984 „Gömlum og þreyttum er gott að hvílast svefninn vœr eftir sólarlag." Merkiskonan Guðlaug Narfadóttir hefur lokið æviskeiði sínu og er horfin okkur samferðafólki sínu um tíma. En minningin um stórhuga baráttukonu mun lifa. Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður lét hún aldrei deigan síga í baráttunni fyrir betra mannlífi. Það má segja að hún hafi verið langt á undan sinni samtíð - hana skorti hvorki kjarkinn né áræðið við að hvetja aðrar konur til samstarfs við baráttumál sín. Þegar lífshlaup Guðlaugar er skoðað er ótrúlegt hvað hún gaf sér tíma til að vinna að félagsmálum. Hvar værum við staddar íslenskar konur í dag ef slíkir frumkvöðlar hefðu ekki verið til? Hvernig getum við nútímakonur sett okkur í spor hennar er hún ung að árum missti fyrri mann sinn. Þá átti hún ungan son og bar annað barn undir belti. Þá voru ekki neinar tryggingar, - enda fór svo að ekki var nóg að hún missti mann sinn á besta aldri - heldur missti hún hús sitt einnig. En kjarkinn missti hún ekki. Guðlaug var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að starfa að félagsmálum. Hún var aðeins tíu ára, þegar hún gerðist félagi barnastúkunnar „Vonar- Ijósið" í Hafnarfirði. Hún sá það snemma að til þess að eitthvað áynnist í baráttumálum sínum þyrfti að styrkja samtakamátt fjöldans. Þess vegna varð hún einnig snemma ötul framsóknar- kona. Já - hún trúði á samtakamátt fjöldans og var ótrauð að hvetja fólk til dáða, þannig ferðaðist sé kominn í forsal himnaríkis. Og ég efast um að englarnir þarna uppi séu elskulegri og betri en þeir sem þú hefur hér". Meö þessum orðum og öðrum álíka kveður Egill frændi minn á Króki samferðamenn sína hérna megin grafar. Við sem stöndum hnípin í norðan nepjunni í Bræðratungukirkjugarði laust fyrir þorrabyrjun á því herrans ári 1984, erum viss um að Egill á góða heimkomu í vændum. og þrátt fyrir allt erum við glöð í sinni yfir að hafa átt slíkan vin og •samferðamann, og hugsum gott til endurfunda síðar meir á landi lifenda. Að endingu færi ég Þórdísi á Króki mínar innilegustu samúðarkveðjur. fjölskyldu, minnar og móður, fyrir ómetanlega tryggð og vináttu. Börnum þeirra Egils og Þórdísar og aðstandend- um öllum.'færum við einnig samúðarkveðjur, og biðjum þeim guðsblessunar um ókomin ár. Hafsteinn Þorvaldsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR hún víða um landið og flutti erindi hjá kvenfé- lögum og hvatti konur til að leggja góðum málum lið. Guðlaugvareinn afstofnqndum vcrkakvenna- félagsins í Hafnarfirði og fyrsti formaður þess. Við undirritaðar þekkjum Guðlaugu best í gegnum hennar störf fyrir Framsóknarflokkinn, þar sem hún starfaði mikið fyrir Félag Framsókn- arkvenna í Reykjavík. Alveg fram í andlátið fannst henni það vera skylda sín að mæta á fundum og taka til máls. Hún var baráttuglöð í kosningum og vakandi fyrir þeim málum sem varðaði heill þjóðarinnar, vegna þess að hún trúði að „það verður sem þú vœntir það vex sem að er hlúð. “ Þegar Landssamband Framsóknarkvenna var stofnað gerðist hún strax aðili að því þótt öldruð væri. Þegar við fórum okkar árlegu vorferð í maí s.l. mætti Guðlaug þar kát og hress. Þegar fundargerðum Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík er flett sjáum við hversu yfirgripsmikil og margbreytileg störf hennar hafa verið í gegnum árin fyrir félagið og flokkinn. Enda var Guðlaug heiðursfélagi F.F.R. Jafnframt því að flytja at- hyglisverð erindi urn stjórnmál sem og önnur mál er efst voru á baugi hverju sinni var hún einnig ómissandi á skemmtikvöldum og kom þá oft með frumsamdar sögur og Ijóð. Guðlaug var ritari Félags Framsóknarkvenna í sjö ár og hún sat í Fulltrúaráði Framsóknarfélag- anna í Reykjavík um tuttugu ára skeið. Um hana má segja að hún þreyttist aldrei gott að gera. Engin kona hcfur setið lengur en hún í Áfengismálanefnd Bandalags kvenna í Reykjavík en þar var hún í 25 ár frá 1947-1972, einnig sat hún í Áfengisvarnarráði fyrir Framsóknarflokkinn frá 1954-1971. Þegar Guðlaug bjó með seinni manni sinum Hirti Níelssyni að Nesjavöllum í Grafningi og í Gaulverjabænum var hún virkur þátttakandi í störfum Góðtemplarareglunnar og um skeið var hún þingtemplar í Árnessýslu. Guðlaug þurfti einnig að horfa á eftir seinni manni sínum á besta aldri. En eins og Davíð Stefánsson segir í Ijóði sínu: „Þtí áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Pú vaktir yfir velferð barna þinna Pú vildir rœkta þeirra cettar jörð. Frá æsku varst þú gædd þeim góða attda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra ajl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. “ Gjafir hennar og góðar óskir geymast í hugum okkar sem dýrmætur fjársjóður. Að kynnast góðu fólki er lífsfylling og lærdómur, sem ekki verður metinn til fulls. Við biðjum henni guðs blessunar. Fyrir hönd Félags Framsóknarkvenna í Reykja- vík og Landssambands Framsóknarkvenna send- um við öllum vandamönnum hennar samúðar- kveðjur. Sigrún Magnúsdóttir Sigrún Sturludóttir t Mér er skylt að biðja Islendingaþætti Tímans fyrir nokkur orð í minningu Guðlaugar Narfadótt- ur. Hún var fædd í Hafnarfirði 8. október 1897. Þar ólst hún upp á heimili foreldra sinna en faðir hennar var sjómaður. Árið 1919 giftist hún Halldóri Bachmann sem var frá Bolungarvík. Hann var járnsmiður og heimili þeirra varð í Reykjavík. Þaueignuðust tvosyni en hjónabandið stóðekki lengi því að Halldórdó 1921 áðuren full tvö ár voru liðin frá giftingunni, og áður en yngri sonurinn fæddist. Guðlaug fluttist þá aftur til Hafnarfjarðar og átti þar heima næstu árin og sá fyrir sér og sonum sínum eftir því sem tækifæri buðust. Meðal annars brá hún á það ráð að fara í kaupavinnu í sveit og þannig kynntist hún seinni manni sínum. Hirti Níelssyni, breiðfirskum manni. Þau giftust 1927 og hófu búskap á Nesjavöllum í Grafningi en fluttu 1933 að Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi. Börn þeirra urðu 5. Árið 1947 brugðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Hjörtur lést árið 1970. Þannig var æviferill Guðlaugar en með þessu er þó harla lítið sagt um hana sjálfa. Ég sá Guðlaugu Narfadóttur fyrst í Hafnarfirði. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.