Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 15
Guðrún Rögnvaldsdóttir, kaupkona Siglufirði Fadd 11. júlí 1911 Dáin 24. janúar 1984 Pann 3. febr. s.l. var útför Guðrúnar Rögn- valdsdóttur, húsmóður og kaupkonu, gerð frá Siglufjarðarkirkju. Sjúkdómsstríði hennar, sem staðið hafði mánuðum saman, var lokið. Enda þótt lífsviljinn væri mikill, var henni fyrir nokkru orðið Ijóst hvern endi baráttan myndi hafa. Því var henni hvíldin kærkomin. Guðrún var fædd að Minni-Ökrum í Akra- hreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Rögn- valdur Jónsson bóndi og síðar vegaverkstjóri og Sigríður Árnadóttir kona hans. Var Guðrún fyrsta barn þeirra hjóna, en yngri systkini átti hún tvö, Ingu húsmóður og Árna bifreiðastjóra, bæði nú búsett a Saúðárkróki. Guðrún ölst upp með foreldrum sínum á nokkrum bæjum öðrum í Akrahreppi: Þorleifsstöðum, Tyrfingsstöðurri og síðast á Ytri-Kotum, enárið 1929brugðuforeldrar hennar búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem þau áttu heimili upp frá því. Litlu fyrr hafði faðir Itennar hafið störf hjá Vegagerð ríkisins sem verkstjóri, sem hann síðar varð kunnur af. í uppvexti sínum í Akrahreppi var Guðrún samvistum við föðurömmu sína Guðrúnu Þorkelsdóttur ljósmóður, naifnkennda konu í Skagafirði og víðar. Merkur Skagfirðingur skrif- aði svo um hana: „Guðrún var stórbrotin í lund, skörungur í sjón og raun og sást ekki alltaf fyrir, hetja til líkama og sálar, hjartaprúð og öllum sem móðir, fór líknandi höndum um mein rnanna og málleysingja,einstök manneskja urn margahluti." Frá þessari ömmu sinni og nöfnu tók Guðrún Rögnvaldsdóttir margar eigindir að erfðum, enda dáði hún hana mikið og minntist hennar oft. Einnig minntist hún oft uppvaxtarins í Akrahreppi og gamalla vina foreldra sinna þar. Þær rætur. sem þar höfðu náð að festast, slitnuðu seint. í fæðingarsveit sinni naut hún hefðbundinnar skóla- göngu þess tíma, og síðar stundaði hún nám við Húsmæðraskól^nn Ósk á ísafirði. Einnig nam hún 1969 flytst hann suður og vánn ýmsa vinnu bæði til sjós og lands, vann meðal annars á skipum Eimskipafélagsins í millilandasiglingum. En aftur lá leiðin í sveitina. 1972 keypti hann jörðina Staðarhús í Borgarfirði og hóf þar búskap, með dugnaði og hagsýni kom hann þar upp góðu búi þó margt væri þar annað en á æskustöðvunum fyrirvestan. , Það var ánægjulegt að fara uppeftir og heim- sækja hann á Stað1 og vera með honum í. hejgarfríum, setjast niður og tala um löngu liðna tíma. Núna síðustu 4 árin þegar heilsan fór að bila átti Siggi heima á Akranesi og gat þar haft nokkrar kindur og hesta til að hugsa um sér til ánægju. Hann andaðist á Landakotsspítalanum 9. febrúar síðastliðinn. Blessuð sé minning hans. Bæring Jóhannsson hattasaum í Reykjavík. Hugðist hún gera þá iðn að starfi sínu, sem og varð með öðrum störfum, en mikil eðlislæg smekkvísi og handlagni var henni í blóð borin. Þann 3. maí 1935 gekk hún í hjónaband með jafnaldrasínum, Ragnari Jóhann- essyni frá Glæsibæ í Staðarhreppi, en hann hafði þá átta árum fyrr flust með foreldrum sínum til Siglufjarðar og var búsettur þar. Þau,Ragnar og Guðrún settu saman bú sitt á Sigiufirði og áttu heimili þar til æviloka. Ragnár gegndi lengsturp starfsævi sinnar annasömum störfum, einnig lét hann sig félagsmál miklu skipta. Átti þar einkum við allt, sem á einhvern hátt hné að viðgangi og heill fyrir Siglufjörð. Við hlið hans á þessu sviði stóð Guðrún ætíð traust, enda mæddi það umstang, sem ætíð fylgir slíku, ekki hvað minnst á heimili þeirra hjóna. Ekki fór Guðrún heldur varhluta af starfi að félagsmálum. Tímanlega á dvaiarárum sínum á Siglufirði gekk hún í Kvenna- deild Slysavarnarfélagsins þar í bæ, Kvennadeild- ina Vörn. í þeim félagsskap starfaði hún heilshug- ar og af mikilli atorku. Fljótlega var hún kjörin til trúnaðarstarfa, var varaformaðuf um árabil og formaður um 18 ára skeið. Sótti hún á því tímabili flest landsþing Slysavarnafélags íslands. Fyrir störf sín að þessum þýðingarmiklu málum var henni margháttaður sómi sýndur. Hún var heið- ursfélagi í Slysavarnafélaginu og ennfremur í félagsdeildinni á Siglufirði í tilefni 70 ára afmælis hennar, en þá hafði hún litlu fyrr látið af forystuhlutverkinu. Ekkert málefni itóð hjarta hennar nær en viðgangur slysavarnamála. Hér að framan er getið tveggja þátta, sem Guðrún helgaði sig, húsmóðurstarfinu og félags- málunum. Mundi það tvennt á stundum reynast meðalmanneskjunni nægilegt til starfa. Enn er þó hvað Guðrúnu varðar ógetið þriðja þáttarins, og Islendingaþættir þess ekki hins minnsta. Fáum dögum eftirstofnun hjúskaparins hóf hún verslunarrekstur á Siglu- firði. í fyrstu nær eingöngu með kvenhatta, sem hún framleiddi sjálf og naut þar þess undirbúnings sem áður er getið, en síðar varð um alhliða kvenfataverslun að ræða. Þessa verslun, sem bar nafn hennar, rak hún síðan af mikilli atorku og við vinsældir viðskiptavina sinna samfleytt í 48 og hálft ár. í gegnum tíðina hefir verið stofnað til margháttaðs atvinnureksturs, sem skammærri hef- ir orðið en hér um ræðir. Hafa þó aðstæður alloft vcrið betri. Hvað efnahagslegt árferði hérlendis snertir hafa tæpast oftar skipst á skin og skúrir en á Siglufirði. Segir sig því sjálft að nokkuð hefir sá orðið að hafa til brunns að bera, sem fleytti fyrirtæki sínu áfallalítið yfir þá boða, sem braut á, á nærfellt hálfri öld. Eiginmann sinn missti Guðrún snögglega 28. júlí 1980. Sem að líkum lætur varð henni það þungt áfall, kominni fast að sjötugsaldri og með nokkuð umleikis. Beinast hefði legið við að láta nú lokið atvinnurekstri sínum á Siglufirði og flytjast á einhvern þann stað sem lífið hefði orðið henni hægara og njóta þar cllinnar. Þetta var 1 Guðrúnu víðs fjarri hugar. Hún vildi standa meðan stætt var. Annað taldi hún ámælisverða uppgjöf. Hún hafði gegnum árin séð á eftir mörgum athafnamanninum burt frá Siglufirði, á annað landshorn, þar sem hann taldi sér betur borgið. Þetta ræddi hún á stundum og taldi í óefni stefna fyrir Siglufirði. Því taldi hún það nánast skyidu sína gagnvart bæjarfélaginu að halda áfram búsetu og rekstri á Siglufirði þar til yfir lyki. Hún fór í síðasta sinn á brottu frá Siglufirði í júlí sl., þá sjúk, til dvalar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Vinur hennar og samferðamaður á Siglufirði kvaddi hana með góðum óskum og von um skjóta endurkomu. Svar hennar var: „já, ég kem fljótt". Sú endurkoma dróst að vísu, en heim kom hún, í síðasta sinn, nú til að hvílast að loknu löngu dagsverki í siglfirskri moldu. Legstað hennar ber hátt í kirkjugarðinum á Siglufirði, ofan við byggðina. Þaðan sér vel yfir bæinn. Bæinn, sem hún heigaði krafta sína lengst ævi sinnar, og var þrátt fyrir uppruna sinn bundin órofa böndum. Þeim hjónunt, Guðrúnu og Ragnari, varð tveggja dætra auðið. Þær eru Jóhanna Sigríður, vefnaðar- kennari og húsmóðir, gift Magnúsi Guðmunds- syni, búsett í Hafnarfirði,, og Hekla, kaupkona og húsmóðir, gift undirrituðum, búsett á Akureyri. Ömmubörnin eru 6. Þeim gaf hún alla sína . umhyggju, þau hurfu henni ekki úr huga til þess síðasta. I gegnum árin hafði hún fylgst náið með vexti þeirra og þroska. Lét sig ógjarna vanta væri um merkisdaga þeirra að ræða, allt frá skírn til skólaútskriftar. Einn helsti gleðigjafi hennar var að fá þau til dvalar hjá sér og geta sýnt þeim elsku sína. Fyrir það er henni nú þakkað að leiðarlok- um. Dætur hennar þakka henni móðurumhyggj- una og allt það, er hún var þeirn til síðustu stundar. Tengdasynir hennar þakka henni með hverri góðvild og hlýju hún tók þeim, er þeir tengdust henni. Persónulega er mér ekki auðið að draga saman í styttra mál lýsingu á Guðrúnu Rögnvaldsdóttur en með orðunum: Hún var kona mikillar gerðar. Sent slík mun hún ætíð lifa í minningunni. Akureyri, 5. febrúar 1984 ,1 Þórgnýr Þórhallsson '' 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.