Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 07.03.1984, Blaðsíða 13
3SEEE Halldór Guðmundsson, frá Klúku Fæddur 15. nóvember 1910 Dáinn 18. maí 1983 Dey fé deyja frœndr deyr sjálfr et sama. En orðstírr deyr aldrigi hveim es sér góðan getr. “ Mig setti hljóða þegar ég heyrði andlátsfregn frænda míns Halldórs í Klúku. Gat það verið að við ættum ekki eftir að heyra glaðværu röddina hans, eða finna hlýja og trausta handtakið hans oftar? Það var erfitt að sætta sig við að hann væri allur. En hann hefur verið kallaður til æðri staða, þar hafa verkefnin beðið hans. Bæði honum og okkur hefur vafalaust fundist að hann ætti eftir margt óunnið, en kallinu verður að hlýða hvenær sem það kemur og hvernig sem á stendur. Halldór var fæddur að Unaósi í Hjaltastáða- þinghá þann 15. nóvember 1910, sonur hjónanna Guðrunar Sigmundsdóttur frá Gunnhildargerði í Hróarstungu og Guðmundar Halldórssonar frá Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. Halldór var elstur sex systkina. Þau voru auk hans Sigmundur. Ingibjörg, Sigfríð, Kristbjörg og Stefán. Nú eru aðeins tvö þeirra á lífi. Halldór er á þriðja ári þegar foreldrar hans flytja í Dratthalastaði í sömu sveit. Þar búa þau allan sinn búskap. meðan heilsa og kraftar leyfa. Þegar heilsu Guðmundar fer að hraka og hann missir sjónina, kemur það í hlut eldri bræðranna Halldórs og Sigmundar að taka við búinu mcð móður sinni. Þá voru erfiðir tímar til að framfleyta stóru heimili, en fjölskyldan var samhent og dugnaðurinn mikill og heimilið var reglulegt fyrirmyndarheimili í alla staði. Guðrún var ein- stök húsmóðir. allir hlutir áttu sinn vissa stað, fljót var hún að búa út veisluborð, er gest bar að garði. Hvergi funnst mér eins gott súkkulaði og kökur og hjá henni. Margir eru þeir sem eiga bjartar og hugljúfar minningar urn Dratthalastaðaheimilið frá þessum árum, er liinn fríði og föngulegi systkinahópur var að alast upp til fullörðinsára. Þar ríkti gleði og góðvild. Mér er ennþá í minni fyrsta skiptið, þegar ég kom í Dratthalastaöi. hefi þá líklega verið fjögurra til fimm ára gömul, hvað mér þóttu þau systkinin glæsileg og svo voru þau líka skemmtileg. Varð mér líka hugsað til þess hvort allt mitt frændfólk væri þeim líkt. Þeir bræðurnir gáfu mér menn og hesta, sem þeir liöfðu tálgað úr tré því þeir voru mjög listfengir. Ég geymdi þessa muni lengi scm dýrgripi. En það dró ský fyrir sólu. Guömundur dó árið 1942 og Kristbjörg lést ári seinna í blóma lífsins. Það var mikið og þungt áfall fyrir þessa samrýndu fjölskyldu. Þeir bræður voru stórhuga og þegar tímar liðu batnaði hagur þeirra og þeim fannst þröngt um sig og jörðin of lítil því búið var orðið stórt. Um þær mundir var jörðin Klúka í sömu sveit til sölu og kaupa þeir hana. í nokkur ár hafa þeir Klúku undir, þ.e.a.s. heyja þar á sumrin, og flytja heyið á vetrum á milli með hcsti og sleða. Það voru oft erfiðar ferðir. Eitt sumarið sem þau systkinin hcvjuðu í Klúku, var ég fengin til að vera' hjá Guðrúnu frænku minni, svo hún yrði ekki ein alla virku dagana því legið var við meðan á þessum heyskap stóð og ckkj kornið heim nema um hclgar. Þá var líka glatt á hjalla og alltaf var Dóri hrókur alls fagnaðar. Þegar heyskapnum var lokið og ég er að fara heirn segir Dóri: „Þá er nú að borga kaupakonunni." Þaðhafðiméraldrei komiðíhug að ég gerði nokkurt gagn og það, sem mér fannst meira um vert, var að vera kölluð kaupakona. Það var mikill heiður fyrir mig aðeins átta ára telpu. Mesta gæfuspor Halldórs var án efa þcgar hann Í3 Brynhildur Stefánsdóttir Framhald af bls. 16 fýrir um það bil 7 árum og byggir sér lítið snoturt hús á Egilsstöðum og vinnur þar, mest við hjúkrun, þar til hún veiktist sl. vor. Það var á Egilsslöðum árið 1956, sem fundum okkar Brynhildar bar fyrst saman, er ég var í orlofi hjá foreldrum mínum, Ara Jónssyni héraðslækni og konu hans Sigríði Soffíu Þórarinsdóttur. Brynhildur var ákaflega geðþekk og litrík persóna, sem laðaði að sér alla, jafnt unga sem aldna og hreif þá með, til þess að taka þátt í sínum áhugamálum, sem voru mörg og ólík, allt frá bóklestri og bókasöfnun til ferðalaga og fjall- gangna. Það var því nokurn veginn sjálfgefið að ég hændist að Brynhildi og bundumst við tryggðar- böndum til hinstu stundar. Brynhildur var tíður gestur hjá mér á Reykja- víkurárum hennar, og eins var hún oft til húsa á Wínu heimili þegar hún var á ferð hér syðra. Eins og ég sagði áður átti Brynhildur mörg og skemmtileg áhugamál, var það alltaf tilhlökkuna- refni að hitta hana. Hún vasaðist í mörgu og kom manni stöðugt á óvart, hvað henni hafði hug- kvæmst að gera og hvernig hún gat framkvæmt það. Hún var ýmist búin að sjá leiksýningu, fara á tónleika eða þá með fágætt eintak af bók, búin að kaupa snjósleða eða sauna-bað. Svo fátt eitt sé nefnt sem hún afrekaði. Það var ekki nóg með að Brynhildur væri ratktarkona, heldur var hún li'ka mikil ræktunar- kona, sem hvarvetna gerði garðinn frægan. Man ég fyrst eftir að hún ræktaði kartöflur, kál og blóm > spítalagarðinum á Egilsstöðum og hér syðra reisti hún sér gróðurhús og sama gerði hún við nýja húsið sitt á Egilsstöðum. Auk þess hafði hún brennandi áhuga á trjárækt. Mig langar að segja hér smásögu: Ég er ekki mikill fjallagarpur, en það var fyrir áeggjan íslendingaþættir Brynhildar að ég komst á Móskarðshnjúka og efst upp á Esju. Eins og þeir vita sem hafa klifið þessi fjöll er einstigi norðan í Esju, sem menn verða að fara og bjóst ég við að þar þyrfti að hjálpa Brynhildi, sem var elst okkar ferðaféiaga. en það snérist heldur en ekki við, það var hún sem hjálpaði okkur. í þessu ferðalagi kynntist ég því, hvað lítið getur farið fyrir nauðsynlegum hlutum sem menn þurfa að hafa méð sér í fjallgöngur, Brynhildur var með lítinn bakpoka með sér, en hann innihélt allar nauðsynjar, allt frá sáraböggli til sjónauka, auk næringa ríks nestis. Brynhildur spillti ekki tíma sínum í eltingarleik við Amor eða Bakkus, hún var sjálfri sér nóg. Félagi var hún í ferðafélagi Austurlands og fór í ferðalög á þeirra vegum um fjöli og firnindi. Brynhildur var af góðu bergi brotin. Faðir hennar Stefán Benediktsson yrkir: „Það vœri synd að hafa hátt við hinsta beðinn þinn, því hljóðlát var þín ástúð öll um æviferilinn. Hér mega aðeins ástartár um úrga falla kinn. “ Því verður Brynhildur ekki kvödd með bumbus- lætti, það er ábyggilega ekki hennar vilji, en grun hef ég um að það komi fram, þegar erfðaskrá hennar verður lokið upp, hve heilsteypt ræktar- manneskja hér er kvödd og þá mun vera gott að hafa í huga orð föður hennar: „Gott er að minnast góðra vina, gengnir þó að séu braut, gleðistunda geislar skína, sem gáfust meðan þeirra naut. Gott er að minnast góðra vina. “ Erna Aradóttir.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.