Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 3
» Heiðraði Alvitur! Við erum hérna tveir öidungar og köllum okkurEogB. Okkur datt i hug að leita ráða hjá þér. Við erum ekki sammála um tvær ljóðlinur i kvæðinu „Fjallið Skjaldbreiður”, þar sem listaskáldið góða kemst svo að orði: Vötnin ÖLL er áður FÉLLU undan hárri FJALLAþröng Deilan er ekki um hljóðstafi eða rim, heldur sjálft orðavalið, sem félagi minn B. telur fráleitt og hreinan og beinan hortitt, eins og hann kemst að orði. Ég er á öðru máli, tel orðin mjög vel valin. Það eru feitletruðu orðin, sem honum er svona illa við: ÖLL, FÉLLU, FJALL. Nú leyfi ég mér að leita til þin, ágæti alvitur, til þess að heyra skoðun þina á málinu JEG Svar: Ég þakka ágætis bréf þitt, sem ég hef að visu stytt nokkuð hér, en vona að það komi ekki að sök. Það vill verða svo, að þegar við höfum farið mjög oft með sömu visuna, fer okkur að finnast hún leiðinleg, hvort sem hún er vel eða illa gerð frá hendi höfundar sins. Það er þvi ráð að ofnota ekki sömu ljóðin, þótt góð séu. Um þessar hendingar eftir Jónas Hallgrimsson er það að segja, að ekkert er út á þær að setja, hvorki frá efnislegu né bragfræðilegu sjónar- miði. Hér er ekki um neina hringhendu að ræða og engan veginn vist, að Jónas hafi ætlað honum öll, féllu og fjalla að vera rim, þótt vel sé það hugsanlegt. Segja má, að hér sé um nokkurn „ofhljóm” að ræða, en sé vísan lesin þannig, að lögð sé aðal- áherzla á hrynjandina i heild sinni, fremur en hljóm einstakra orða, kemur i ljós, að hér er i raun og veru allt eins og það á að vera. Vona að þetta nægi og bið kærlega að heilsa B. Alvitur Þú þarna Alvitur! Ég er alveg að gefast upp á hárinu á mér. Það er fint og sitt, en er orðið feitt cftir tvo daga og eins og það sé steindautt. Hvað á ég að gera. Ekki ráðleggja mér að klippa mig, þvi með stutt hár er ég eins og geit i framan. Hundleið. Svar: Þvoðu hárið upp úr jurta- eða sitrónusjampói og forðastu að nudda hársvörðinn. Hafðu siðasta skolvatnið kalt. Það gerir hárinu ekki hið minnsta til, þó að það sé þvegið tvisvar, þrisvar i viku. Ef þú notar hárnæringu til lyftingar, þá veit ég um annað, sem er ennþá betra: Dún, eða eitthvað af þeim efnum, sem notuð eru til að gera þvott m júkan. Það er notað á sama hátt og hárnæring og hárið virðist miklu þykkra og fitnar seinna. En þab verður að skola það vel úr. Alvitur. .......... " ....................................... \ Meðal efnis í þessu blciði: Forsiöumyndin er af úlfhildi Dagsdóttur, sem meira er um á bls. 4-6. Ljósm. Hallgrimur Tryggvason. Úlla horf ir á heiminn.................bls. 4 29 ára köttur.............................bls. 7 Það er gull í Hjátrúarf jöllum.............bls. 8 Aðskreppa í matniður á hatsbotn...........bls. 10 Brúður í þjóðbúningum, Kína..............bls. 12 Getur vaggan verið hættuleg barninu ...bls. 12 Það getur verið dýrt að spara..............bls. 13 Tvær mataruppskriftir.....................bls. 13 Pop-Sweet.................................bls. 14 Leynilögregluþraut.....................bls. 15 Þakka þér f yrir að vera til, smásaga..bls. 16 Klukkan, Ijóð.............................bls. 19 Hérinn og broddgölturinn, barnasaga .... bls. 20 Prjónakjóll á minnstu heimasætuna......bls. 23 Prjónajakki handa HONUM....................bls. 25 Eldhúskrókurinn bls. 27 Hjálp! Ég er með dúf u á höfðinu...........bls. 29 Hún missti tvö ár úr líf i sínu...........bls. 30 Hvers vegna vilja allir, að ég giftist?.bls. 33 Garðstóll í stof unni.....................bls. 35 Hraðþurrkun...............................bls. 35 Heklað gólfteppi ......................bls. 36 Eina ósk hennar, smásaga.................bls. 37 Þrautir...................................bls. 39 Saltið, gamalt, rússneskt ævintýri . ..bls. 40 Framhaldssögurnar........................bls. 41 Ennfremur skrýtlur, Spé-speki, húsráð o.fl. Vi

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.