Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 14
POI SWEET BRIAN Connelly er söngvari i The Sweet og hann spilar á gitar og hörpu. Brian er Skoti, fæddur 5. október 1949 i Hamilton. Þessi ljóshærði og bláeygði söngvari hefur verið atvinnutónlistar- maður i fimm ár og verið i ýmsum hljómsveitum áður en hann komst i Sweet. Mick Tuckerslær trommurnar, spil- ar á gitar og syngur i „kórnum”. Hann fæddist i Middlesex 17. júni 1949 og er dökkhærður með blá augu. Hann hefur einnig verið i tónlistinni i mörg ár og veikleiki hans er framúrstefnutónlist. Hann hefur þó ekki mikla möguleika á að stunda hana sem meðlimur Sweet, en von hans er að þetta breytist i framtiðinni. Steve Priest er ærslabelgur hljóm- sveitarinnar, kannski er það vegna rauða lubbans. Hann kom i heiminn 23. febrúar 1950 i Hayes og hefur spilað lengst þeirra félaga. Hann hefur verið popp-tónlistarmaður alveg siðan hann var 13 ára. 1 Sweet spilar hann á gitar, bassa og er með i „kórnum” Raúðhausinn er sá eini þeirra félaga, sem vill helzt hlusta á sigilda tónlist, þegar hann er ekki að spila popp. Andy Scotter sá fjórði. Hann spilar lika á bassa, syngur i „kórnum”. Hann fæddist i Wrexham i Wales 30. júni 1951 og er þvi yngstur. Andy er ekki græn- jaxl i popp-tónlist fremur en hinir og hefur spilað með ýmsum hljómsveit- um i sex ár. Hann er hrifinn af jazzi og safnar auk þess giturum og á stórt safn hljóðfæra af ýmsum uppruna og á ýmsum aldri. Þegar fjórmenningarnir i Sweet komu með fyrstu plötu sina „Funny, funny” var vel spáð fyrir henni. Spáin rættist og „Funny, funny” varð feiki- vinsælt lag einnig hér heima. Þeir félagar hafa ekki uppi neinar áætlanir um að breyta stil sinum. Þeir vilja spila lög, sem laglina er i og gam- an að dansa eftir. Þeir telja að skortur sé að verða á slikri tónlist, þegar flest- ar hljómsveitir eru teknar til við að spila bara fyrir sig sjálfar. A eftir „Funny, funny” kom „Co-co”, sem ekki var eftirbátur hinn- ar plötunnar, þá „Alexander Graham Bell” og það lag, sem slöast hefur gert þá fræga, er „Ballroom Blitz”, sem hér komst i efsta sæti I „TIu á toppn- um”. Þrátt fyrir geysilegar vinsældir hljómsveitarinnar hefur hún ekki sent frá sér nema tvær stórar plötur ennþá: „Funny how sweet Co-co can be” og „The Sweet’s biggest hits”.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.