Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 36
BOTA Heklað gólfteppi * HÆGT er að hekla gott og niðsterkt gólfteppi, og auk þess fallegt úr eintómum ferning- um, fáum eða mörgum, allt eftir stærð teppisins. Teppiö hér á myndinni er heklað úr ólituðu og mosagrænu grófu bómullargarni, sem fæst i verzlunum, sem selja vörur til skipa. Heklunálin er nr. 3 1/2. Hver ferningur er um það bil 14 sinnum 14 sentimetrar og er heklaður þannig: Fitjið upp 24 loftlykkjur með tvöföldu garni snúið við með tveimur siðustu lykkjunum og heklið 22 stuöla til baka. Hekliö beint áfram með stuðláhekli og takið alltaf niður undir bæði bönd og fitjið upp 211 við hvorn enda. begar hæðin er jöfn breiddinni, er slitið frá. Raðið ferningunum þannig, aö þeir liggi andstæðir, annar liturinn þvers, en hinn langs (sjá mynd). Saumið saman með einföldu garni frá röngunni. begar teppið er komið á gólfið, er þjóðráð að úða það með vatni, þá liggur það slétt. KOMMÓÐA er alltaf góð hirzla, og ef þið eigið einhvers staöar gamla kommóðu, er bara að hressa svolítið upp á útlitið á henni. Hér er ein gömul, sem lifgar vel upp á um- hverfið. Hún er gulbrún og beinhvit, og þeir litir eru einmitt rikjandi i stofunni. betta mynztur er einfaldlega gert með þvi aö gera nokkrar lykkjur á spotta, festa annan endann á horn kommóðunnar og stinga siðan blýanti i lykkjurnar og færa hann til og gæta þess, að hafa alltaf strengt á spottan- um meðan teiknað er. Svo er bara að mála rendurnar. t Hrirtga- kommóða » 36

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.