Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 6
þær „bullsögur“, af því að hann býr þær til um leið og hann segir þær. Mér þykir þetta gaman. Og ég vil alltaf heyra meira og meira. Stundum kalla ég á afa og segi: „Afi, viltu segja mér eina sögu til viðbótar?" Þetta þykir afa skrýtilega orðað. En hann segir mér alltaf nýjar og nýjar „bull- sögur“ til viðbótar. Svona er ein dýrasagan hans afa: N ashy rningurinn. Einu sinni var gíraffinn að éta lauf af trjám úti 1 skógi. Þá sá hann nashyrning. Hann var búinn að festa hornið á nefinu sínu í stóru tré, og gat ómögulega losað sig. Gíraffinn er ekki sterkur. En hann er með langan háls og langa fætur. Gíraffinn hljóp á harða spretti til að sækja fílinn. Fíllinn var að þamba vatn með zebradýr- unum, úr stóru tjörninni í skóginum. Fíllinn er voða sterkur. Gíraffinn bað hann því að koma undir eins til að hjálpa nashym- ingnum. Fíllinn ætlaði varla að nenna. Hann var búinn að drekka svo mikið vatn. Samt kom hann og var fljótur á fæti. Nashyrningurinn var farinn að gráta. Þá kom fíllinn, vafði rananum utan um stóra tréð og kippti því upp með rótum. Nashyrningurinn tókst á háa loft, og nefið hans losnaði. Hann var rétt að segja dottinn ofan á ósköp kjánalegt dýr, sem heitir hýena. Hýenan hafði verið að hlæja að nashyrningn- um. En nú varð hún dauðhrædd og flýtti sér inn í skóginn. Nashyrningurinn varð ákaflegafeginn, þegar hann losnaði. Hann kyssti bæði gíraffann og fílinn - og dansaði svo fyrir þá af mikilli list. Önnur saga afa * Ljónið. Ljónið er fallegt. Það er vinur lítillar stúlku, sem kölluð er Úlla. Einu sinni lá það í háu grasi og var að gefa hvolpunum sínum að sjúga. Þá kom hún Úlla litla og starði með undrun á Ijónamömmu. Úlla vissi það ekki, að ljónamamma hefur marga spena á kviðnum. Og þeir eru fullir af mjólk. „Komdu nú sæl, Úlla mín“, sagði ljóna- mamma. „Þú mátt drekka úr einum spenanum mínum, því að ég á nóga mjólk“. ' Úlla var ekkert hrædd. Hún fékk sér góðan sopa. Svo fór hún að strjúka ljónshvolpana. Þeir voru eins og litlir kettir og fóru undir eins að mala. Loks sofnuðu þeir allir í einu. Og Úlla fór líka að sofa við mjúkan belginn á ljónamömmu. Allt í einu var Úlla komin heim til mömmu sinnar. Hún glaðvaknaði, með gula ljónið sitt í fanginu. Það er úr f laueli, og hefur enga spena og enga mjólk. 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.