Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 47

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 47
0 Að skreppa sett ' til að vernda eyjarnar gegn leiðin- legri hliðinni á ferðamannaiðnaðinum. Til dæmis er bannað að reisa risahótel við sjóinn, þau þykja breyta mjúkri strand- linunni i hálfgert klettalandslag. Á Sey- chelles-eyjum má ekkert hús, hvorki hótel né annað, vera hærra en hæsti pálminn i grenndinni. Ekki er hægt að segja annað en sjávar- klúbburinn fyrirhugaði fullnægi öllum skilyrðum, og ekki þurfa fiskarnir, sem synda við gluggana þar, að kviða þvi að verða skutlaðir, þvi sú iþrótt er bönnuð þarna. Uppi ú þurru landi fá risaskjald- bökurnar og svörtu páfagaukarnir að una ifriði og ró, og svo vel vill lika til, að sjón- varp er óþekkt fyrirbæri á eyjunum. Nú, og ef allt gengur vel, verður sjávar- klúbburinn opnaður almenningi á næsta ári. Þangað til verðum við að láta okkur nægja að imynda okkur, hvernig útsýnið er úr veitingasalnum þarna niðri, en áreiðanlega verður myndum af þvi dreift um heiminn jafnskjótt og það kemur fyrir linsur manra. Saltið andi og þekkir, að það er einn af plönkum þeim, sem hann kastaði fyrir borð, þegar hann tók saltfarminn. Hann flaut nú á þessum planka yfir hafið og kom loks að landi á óþekktri eyju. Hann fór i land og gekk um á ströndinni. Þar i flæðarmálinu mætti hann risa einum með feikna sitt skegg, en i skegg sitt hafði hann hengt vettlinga sina til þerris, þvi að þarna hafði verið rigning um daginn. „Hvað ert þú að vilja hingað , sagði risinn. Ivan sagði honum alla söguna. ,,Ég skal bera þig á bakinu heim til þin, ef þú kærir þig um”, sagði risinn, og er ekki seinna vænna, vegna þess, að á morgun ætlar elzti bróðir þinn að giftast prinsessunni”. „Settu þig upp á öxlina á mér”, sagði risinn. Risinnþreif svo Ivan upp og setti hann á öxl sér og óð svo út i hafiö. Ivan missti húfuna sina. „Æ, æ, hrópaði hann”, ég tapaði húfunni minni. „Það gerir nú ekki mikið, bróðir sæll, húfan þin er langt að baki okkar nú, sjálf- sagt einar 500 milur og látum við hana vera”, sagði risinn. Risinn flutti nú fvan heim i land sitt, setti hann niður á jörðina og sagði: „Nú verður þú að lofa mér einu, þú mátt aldrei grobba af þvi, að þú hafir komið riðandi á baki mér yfir hafið, þvi að ef þú grobbar af þessu, þá kem ég aftur og krem þig eins og flugu.” Ivan lofaði að grobba ekki neitt, kvaddi risann og þakkaði honum og fór heim. Þegar hann kom heim var giftingar- veizlan að byrja og það átti að fara að leiða brúðina i kirkjuna. En strax, þegar að hin fagra prinsessa sá Ivan, hljóp hún upp af brúðarbekknum og upp um hálsinn á honum og hrópaði: „Þetta er brúðgumi minn, en ekki sá, sem sat hér við hliðina á mér.” „Hvað gengur nú á?” sagði gamli kaupmaðurinn. Ivan sagði nú alla söguna, hvernig hann seldi saltið og hvernig hann tók prinsess- una burt og eins hvernig eldri bræður hans höfðu kastað honum fyrir borð. Þeg- ar kaupmaðurinn heyrði þetta varð hann fokreiður við eldri bræðurna og rak þá burt frá sér. Svo hélt hann stórkostlega giftingarveizlu fyrir Ivan og prinsessuna. Nú byrjaöi glaumur og gleði, margir urðu vel kenndir og fóru að grobba. Sumir grobbuðu af kröftum sinum, sumir af auði og aðrir af fegurð kvenna sinna. tvan sat þegjandi og hlustaði á grobbið i gestum sinum, þar til hann segir: „Þetta er nú ekki mikiðaf að láta, en ég hef virki- lega reynslu til að grobba af.” „Ég kom riðandi á risa yfir hafið”. En i sama andartaki og hann sagði þetta kom risinn að garðshliðinu. „Jæja, fvan kaupmannssonur, ég sagði þér að grobba ekki af neinu viðkomandi mér”, sagði risinn ,,og hvað hefur þú nú gert?” „Fyrirgefðu mér”, sagði tvan. „Það var ekki ég, sem grobbaði, heldur var þetta af þvi að ég er kenndur, eða nánar sagt fullur”. „Jæja, sagði risinn”. „útskýrðu fyrir mér hvað er að vera kenndur eða fullur”. tvan lét færa sér 100 potta af sterku vini og aðra 100 potta tunnu af bjór og gaf risanum. Risinn drakk þetta allt upp og varð fullur. Hann öskraði upp og byrjaði að berja og brjóta alla hluti og fór svo út i garðinn og reif þar upp mörg stór tré og braut svo niður aðra vöruskemmu kaup- mannsins. Svo datt hann útaf og stein- sofnaði. Hann svaf i þrjá daga og þrjár nætur samfleytt. Þegar hann loksins vaknaði var honum sýnt hvað hann hafði skemmt og eyðilagt. Risinn varð alveg undrandi og sagði: „Jæja, tvan kaupmannssonur, nú veit ég hvað það er að vera kenndur, og fullur og héöani frá máttu grobba af ferð þinni yfir hafið á baki mér. Þú mátt grobba alveg eins og þú vilt.” Þorvarður Magnússon. Lausn á ,,Eru þær eins?" úr síðasta blaði: Það vantar nokkur tré i fjallið til vinstri. Rönd á skiðaskónum. Brúnin á stökkpallinum nær lengra fram. Annað tréð við miöhúsið vantar og fáninn, hangir niður. 0 Eina ósk hennar til að gripa i fót litla bróður og draga hann út af þeirri hættulegu leið, sem hann var á. Hann var þungur og veitti mótþróa, gat ekki skilið hvers vegna hún vildi ekki að hann skriði til Tritils. t sama bili sló höggormurinn til hausn- um og Gittu fannst hún finna andardrátt við vanga sinn, en með þvi að beita öllum kröftum tókst henni að kasta sér og litla bróður það langt frá, að höggormurinn náði ekki til þeirra. Þá sneri hann sér að Tritli, sem urraði illilega og stökk á höggorminn og læsti litlu, beittu tönnun- um sinum i haus honum. Að baki sér heyrði Gitta einhvern koma hlaupandi i grasinu. — Gitta, guð minn almáttugur, hrópaði móðir hennar skelf- ingu lostin, þegar hún sá, hvað um var að vera i friðsæla garðinum hennar. Hún faðmaði börnin að sér og kyssti þau ákaft. Litli bróðir kom skríðandi.. stamaði Gitta til skýringar, meðan tárin streymdu niður vanga hennar. — Tritill gelti og ég vaknaði....ég vissi ekki, að ég var sof- andi.... — Ég sá þetta allt úr glugganum uppi, sagði mamma og strauk henni róandi um hárið. — Tritill! hrópaði Gitta hrædd og starði á hvolpinn. Ormurinn hefur meitt hann. Mamma hristi höfuðið. — Það er engin hætta með Tritil, svaraði hún sleppti börnunum og lyfti hvolpinum upp. — Hann er bara uppgefinn eftir bardagann, og höggormurinn er dauður. Þetta er hug- rakkur, litill hundur, bætti hún hugsandi við og þurrkaði litið tár burtu með handarbakinu. — Ef Tritill væri ekki svona hugrakkur, þá er ekki gott að segja, hvernig þetta hefði farið.... — Þykir þér þá pinulitið vænt um Tritil? spurði Gitta glöð. Og þegar mamma kinkaði kolli, Ijómuðu augu hennar. — Fær þá Tritill að vera hjá okk- ur? — Já, áreiðanlega, svaraði mamma brosandi. — Tritill hefur liklega bjargað lifi ykkkar og á skilið, að við séum góð við hann. Gitta beygði sig niður og grúfði andlitið i mjúkum feld hvolpsins. — Þau ætla öll að vera góð við þig, Tritill, heyrirðu það? hvislaði hún bliðlega. — Þetta er bezti af- mælisdagurinn á ævi minni. Tritill gelti ánægjulega og sleikti hök- una á Gittu, svona rétt til að segja henni, að honum fyndist þetta lika góður af- mælisdagur. Dynamit-Villi kemur upp um sig uueq ippaj QBcj -JIÖl JIÖM Jba uejj^iniJinfnaiii qb ‘qqs pcj IHIA Jn9 giujaAR eajaui bjjjjiou jsiæs SUiaQB QB OAS QIJ0A IJBq UB5(0(j Qe Jigas jeuuueugespjj unfjXq j 47

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.