Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 13.06.1974, Blaðsíða 16
pér fyr/r gan Þakka að vera til ÞAÐ sérkennilegasta við ferðaskrifstof- una, sem ég starfaði á, var herra Wincott, sem rak fyrirtækið. Hann var eiginlega siðasti maður i heimi, sem hægt var að hugsa sér að útvegaði fina fólkinu þotu- ferðir. Hann var áreiðanlega orðinn fimmtugur og þar að auki piparsveinn. Hann var með gullspangagleraugu, sem alltaf héngu á nefbroddinum og hann var sistarfandi. Hann hélt áfram að kalla mig ungfrú Andersen, þó ég hefði verið hjá honum i heilt ár og hann gerði sér aldrei grein fyr- ir þvi, ef ég var ástfangin eða þess háttar. En ef ég segi eins og er, þá gerði ég mér heldur ekki alltaf grein fyrir þvi. En svo við höldum áfram með Wincott, þá var hann ekki likt þvi eins utan við sig, eins og maður gæti haldið. Þvert á móti. Hann kunni heimskortið utan að og vissi um brottfarartima flugvéla um allan heim. Og allt þetta þrátt fyrir það, að hann hafði aldrei komið út fyrir landstein- ana. Ollum leyfum sinum eyddi hann heima i litla húsinu sinu og garðinum, sem var næstum alþakinn rósarunnum. Það voru lika rósir á skrifstofunni. Friðarrósir á stærð við kálhöfuð voru á skrifborðinu hans og fallegar litlar terósir á minu. — Hafiö þér nokkurn tima séð „Madame Butterfly” nýútsprungna við sólarupprás, með daggardropa á krónu- blöðunum, ungfrú Anderson? spurði hann eitt sinn. — Nei, svaraði ég eins og satt var. — Synd. Þér ættuð að reyna að upnlifa það einhvern tima. Það er eitt af hinum sjaldgæfu furðuverkum náttúrunnar, bætti hann við alvarlegur á svip. Ég trúði þessu svo sem, þvi maður gerir ráö fyrir að fimmtugur maður viti um hvað hann er að tala. Svo var það dag einn, að viðskiptavinur kom inn á ferðaskrifstofuna. Ég var þá i 16 simanum, en hann beið þolinmóður þar til ég var búin. — Hvað get ég gert fyrir yður? spurði ég kurteislega, eins og ég var vön að gera samkvæmt fyrirmælum Wincotts. Þá mætti ég tilliti einkennilegra blárra augna með glettnisglampa. Hann var lika með fallegar hendur. Leiðinlegt, að þetta skyldi annars vera ósköp venjulegur maður. Meðalhár, venjuleg föt, skolleitt hár og andlit, sem maður gleymdi eins og skot. Segja mátti þó, að eitthvað væri við hann.. liklega augun. — Já, takk, mig langar i ferðalag, sagði hann með litið eitt dýpri rödd, en ég hafði búizt við. Ég stundi með sjálfri me'r, og brosti kurteislega. Fólk kemur ekki á ferða- skrifstofur, ef það hefur ekki hugsað sér að ferðazt. — Hvert þá? spurði ég. — Ja, það fer eftir.. Hann hallaði sér fram á borðið. — Hvað er fyrirliggjandi núna? Fyndinn? hugsaði ég og stundi aftur innra með mér. En á yfirborðinu var ég ekkert nema kurteisin. Ég hafði áður tal- að við fólk af þessari gerð. — Við höfum allt, sem þér kynnuð að vilja — Frakkland, Sviss, Italiu, Túnis — eina viku, tvær eða þrjár. Fjallgönguferð- ir i ölpunum — siglingu á Rin. Sem sagt, allt! — Ég var búinn að hugsa mér eitthvað alveg sérstakt, sagði hann hægt. — Það má ekki vera of heitt þar og heldur ekki of kalt. — Gibraltar, sagði ég snöggt. — Gibraltar er staðurinn fyrir yður. Ó, Gibraltar, sagði hann og röddin bar þess vott, að hann kannaðist við staðinn. — Já, þar liggur eitthvað af hermönnum Nelsons i gröfum sinum. — Einmitt sagði ég og velti fyrir méi hvað hann ætiaði að vera lengi að þessu. Það var föstudagur og þá venjulega mikið að gera. — Hvað með Marokko? — Athyglisverður staður, ég bjó þar fyrir nokkrum árum. — Viljið þér ekki líta á þessa bæklinga — Portugal, Spánn, Grikkland.... — Helzt af öllu langar mig að drekka kaffibolla með yður, sagði hann rólega. Getið þér ekki komið með á kaffistofuna hér við hliðina? — Þetta er vinnutíminnn minn, svaraði ég fremur kuldalega. — Jæja, þá en hérna er að minnsta kosti nafnspjaldið mitt, sagði hann og rétti mér kort, sem á stóð, að hann héti John Baringham. — Ég er arkitekt, upp- lýsti hann. — Það er að segja, ekki alveg ennþá, en eftir ár, býst ég við. Hvað með kaffið? Seinna kannski? — Ég þakka, herra Baringham, svaraði ég kurteislega, — en ég hætti ekki fyrr en klukkan fimm og eftir það er ég upptekin i dag. — Leiðinlegt, en það er vist ekkert við þvi að gera. Ég þakka aðstoðina, ungfrú...ah... Ég ætlaði mér alls ekki að láta hann vita, hvað ég hét, en i sama bili, heyrðist rödd Wincotts um alla skrifstofuna gegn um kailkerfið: — Ungfrú Anderson. Hafið þér séð heftarann? — Takk fyrir hjálpina, ungfrú Ander- son, sagði John Baringham og ég var viss um að hann brosti með sjálfum sér. Ég hafði á tilfinningunni, að hann kæmi aftur og þar skjátlaðist mér ekki. Hann kom aftur á þriðjudaginn.. og miðviku- daginn lika. Til að láta mig vita, að hann hefði skipt um skoðun. Hann langaði ekk- ert til Rómar eftir allt saman. Hann hafði verið þar áður — i námsferðalagi. A fimmtudaginn kom hann aftur til að segja mér, að Júgóslavia freistaði hans ekki lengur. — Hvað með Afghanistan? spurði ég á_ laugardeginum. Nú vorum við orðin dús, ég kallaði hann John og hann mig Lucy. Ekki af þvi við værum orðin sérstakir vin- ir, en þetta gerði það auðveldara, að draga svolitið dár hvort að öðru.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.