Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 3
Hæ Alvitur, Mig iangar tii þess að fá svör við þessum spurningum: 1. Hvað er ijósmæðranám langt? 2. Hvaða menntun þarf maður að hafa til þess að komast i Ljósmæðraskól- ann. 3. Er eitthvert aldurstakmark varð- andi inntöku i skólann? 4. Og að lokum, hvar er skólinn til hiisa? Með fyrirfram þökk St. Rána 1. Ljósmæðranám tekur tvö ár. 2. Samkvæmt lögum þarf gagnfræöa- próf, til þess aö fá inngöngu i Ljós- mæðraskólann, en þvi meira nám, sem umsækjandi hefur að baki þeim mun betra er það talið. 3. Aldurstakmark er 20 ár. 4. Ljósmæðraskólinn er til húsa i Landspitalanum. Elsku Alvitur! Fáeinar spurningar: 1. Hvernig eiga saman vog og hrút- ur? 2. Hvaða merki á bezt viö vogina? 3. Hver er happadagur, -mánuöur vogarinnar? 4. Hver er happaiitur og steinn vogarinnar? 5. Hver ert þú? Þakkir 3174-7678 1.-2. Það er erfitt um þaö að segja, hvernig vogur og hrútur eiga saman, en voginni hæfir bezt tvtburi eða vatnsberi. - 3. Happadagurinn eða dagárnir eru miðvikudagar og laugardagar, en föstudagar eru heldur slæmir fyrir vogina. Agúst er happamánuðurinn. 4. Happalitirnir eru grænn, blár og brúnn. Opalinn er happasteinninn. Og hver er ég? Hvernig spyrðu? Ég er Alvitur, og enginn annar. llalló Alvitur! Ég skrifa þér i þeirri veiku von, að þú birtir þetta klór. Má maður fara i Samvinnuskólann, þegar inaður er búinn i 8. bekk. Ég er svo agalega loðin á handleggj- unum. Ilvað get ég gert við þvi? Gróa götin i eyrunum, ef maður hef- ur ekki eyrnalokka? Hvaða merki á best viö tvibura- stelpu? Fólk verður að hafa lokið prófi úr ni- unda bekk til þess að komast i Sam- vinnuskólann. Þú getur reynt að bera ,,brint overilte” á hárin á handleggjunum, þá lýsast þau, að minnsta kosti, og eyðast vist smátt og smátt lika. Háreyðingar- krem er hægt að fá i snyrtivöruverzl- unum, og svo gætir þú reynt að fara á snyrtistofu til þess að láta eyða hárun- um. Götin i eyrunum gróa nokkuð fljótt, ef ekki eru hafðir hringir i þeim. Vatnsberi og ljón hæfa tviburum vel. Elsku Alvitur, Við vonum, að ruslafatan sé full. 1. Hvaða merki á bezt viö vogina? 2. Þannig er aö við erum hrifnar af strákum, en þeir eru báðir meö öörum steipum. H vernig eigum við aö krækja i þá? 3. Hvað lestu úr skriftinni? Meö fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Bæ, J.ó.ogl.N. Ruslafatan er galtóm þessa stund- ina,vegnaþessað þaðhafa svo fá bréf borizt að undanförnu út af BSRB-verk- fallinu, sem samt ætla ég aö svara ykkur, og vera ekkert að reyna aö fylla körfuna i bili. 1. Vatnsberi og tviburi hæfa voginni bezt. 2. Hvaö eruð þið aö reyna aö eltast við stráka, sem eru með öörum stelp- um? Hvernig væri bara að reyna aö finna sér einhverja aðra, sem ekki eru búnir aö vera lengi með einhverjum öðrum stelpum? Það hlýtur að vera miklu skemmtilegra þegar til lengdar lætur. Munið að það eru fleiri fiskar i sjónum en þessir tveir. Skriftin er bara nokkuö skýr og skemmtileg. Þú ert trúlega fremur ákveðin og hrein og bein. Meöal efnis í þessu blaði: Hún var drykkjusjúklingur i6 ár.....bls. 4 Jólastjarna á dyrnar................ bls. 7 Anna Bergmann og enski lögregluþjónn- inn................................. bls, 8 McCloud syngur inn á plötur......... bls. 13 Jólaengill...........................bls. 14 Jólagardinur í eldhúsið..............bls. 16 Jólakökur frá Mið-Evrópu.............bls. 18 islenzkar konur i Philadelphia ___ bls. 20 Japönsk skólabörn fremja sjálfsmorð. bls. 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.