Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 10
I Eldhuginn með járn- 1 Jón Guömundsson stofnaði aldrei stjórn- málaflokk eins og þó var títt í þennan mund I stjórnmálum Norðurálfunnar. En hann vakti mikla hreyfingu i kringum sig, og nefndi hana gjarnan þjóðernisflokkinn eöa stjórnarandstöðuflokkinn. Þessi hreyfing mótaöi stefnu og skoöanir þjóðarinnar mest i þjóömálum um rúman áratug og jafnvel lengur. Jón Sigurösson var að visu hinn raunverulegi foringi þjóömálabaráttunnar og hann gaf henni kraft og þrótt, er var ómetanlegur. Boðskapur Jóns Guðmundssonar var i fullu samræmi við stefnu nafna hans I Kaupmannahöfn, þangað til fjárkláðinn kom til sögunnar. En þá skildu leiðir með þeim nöfnunum og varð þaö til mikillar raunar fyrir Jón Guðmundsson. En þar véluöu um nornir, sem æðri voru mann- legum sköpum. Jón Guðmundsson varð mikill braut- ryöjandi i íslenzkri blaðamennsku, og mótaði hana meira en nokkur annar maö- ur. Hann mótaði blað sitt, Þjóðólf, sterk- um persónuleik sinum, hugsjónum og bjartsýni. Hann var mikill málfærslu- maöur, sannur og heill i rökum og fram- setningu. Eftirtektarvert er, aö hann lenti aldrei I banni yfirvaldanna, þó hann gagnrýndi þau oft af fullu kappi og hik- laust og færi þar á fremstu nöf. En yfir- völdin vissu, að þaö borgaöi sig ekki fyrir þau, aþ espa alþýðulandsins á móti sér með þvi að banna Þjóðólf. Það hefði oröið þeim dýrt. Þegar Jón Guðmundsson kom heim til Islands vorið 1852, varð hann fljótlega var þess, að hann var.undir nistandi reiði dönsku stjórnarinnar. Hann vissi jafn- framt, aö þjóðin þarfnaöist krafta hans I 10 viljann Frásagnir af ævi Jóns Guðmunds- sonar alþing- ismanns og ritstjóra stjórnmálabaráttunni. Hann hlýddi kalli þjóöarinnar, og lét aldrei merkið falla, hvaö sem á bjátaði. Jón rifjar upp að nokkru frumbýlingsár Þjóðólfsog þjóðmálabaráttuna árið 1856. Hann leiðir þar athyglina sérstaklega aö afleiðingum þjóðfundarins, sem sé þær, að myndazt hafi sterk þjóömálahreyfing, stjórnarandstööuflokkur, sem hafði fljót- lega fullmótaða stefnuskrá og skipulag hennar var i góðu lagi. Hann bendir og á, aö það hafi verið stjórnarfrumvarpiö, er lagt var fyrir þjóðfundinn, og undirtektir konungs og dönsku stjórnarinnar við kröf- um Islendinga og atvinnubannið á þremur Islenzkum embættismönnum, er þar hafi haft mest áhrifin. 1 þessu yfirliti leggur Jón Guðmundsson mikla áherzlu á, að nauðsyn sé, að leggja einnig áherzlu á ýmis mál til framfara, svo sem póstmál, læknaskipun, vegabæt- ur, laganám, læknanám, búnaöarskóla og barnaskóla, sérstaklega i Reykjavik. Hér er Jón Guðmundsson greinilega að skil- greina frjálslyndan umbótaflokk, En stjórnmálaflokkur var aldrei stofnaður. Likur benda til þess, aö Jóni Sigurös- syni hafi dottið I hug að stofna stjórn- málaflokk árið 1851. En hann hvarf frá þvi ráði, og kom það aldrei til framkvæmda. En hins vegar er það augljóst, aö hann hefur litiö á Þingvallafundina og mið- nefnd þeirra sem nokkurs konar stjórn- málaafl. Hann segir svo I bréfi: „Mið- nefndin verður aö starfa, þó leynilega og meö gætni, skipta niður meö sér þing- mönnum, og skrifast á við þá, aftala plön- in, og skrifa okkur hingað, skora á en þó jafnframt ekki forvisa allt það sem snert- ir það daglega praktiska og framför i þvi, og þó einkum verzlunarmálið, þvi það er þaö fyrsta. Aldrei fáum viö pólitiskt frelsi fyrr en verzlunin hefur verið laus nokkur ár”. Jón Guðmundsson var einlægur I frelsisbaráttunni, þegar hann kom heim frá Kaupmannahöfn vorið 1852. Hann hafði heilan vetur v.erið undir handar- jarðri foringjans mikla, Jóns Sigurðsson- ar, og drukkið af lindum fróðleiks og frelsishugsjóna hans. Þegar hann kom heim til íslands, setti hann sig fljótlega I sannband við séra Hannes Stephensen prófast á Ytra Hólmi, og stóð ekki á hon- um til baráttu I sjálfstæðismálinu. 1 júnl 1852 kom Ut konungleg auglýsing til Islendinga, sem hafði veriö gefin Ut 12.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.