Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 24
Jón gamli kinkaði kolli en sagði ekkert frek- ar. Augun hans glöggu horfðu ákveðið i áttina að Blátindi. ,,Já, þarna eru þau,” sagði hann eftir stutta stund o£ benti i áttina þangað. ,,Við riðum i hálfhring, svo að við höfum vindinn á móti okkur þá finna þau ekki þefinn af okkur.” Þeir gerðu það, sem hann mælti fyrir um, riðu i töluverðum boga og voru brátt komnir svo nærri hreindýrahópnum, að þeir gátu greint allvel hvert einstakt dýr. Tóti starði ákaft i áttina til þeirra. Þessi stóra hjörð fylgdist að, furðu litið dreifð, og hafði ekki einn veitt hinum óvæntu aðkomugestum neina athygli. Dýrin voru öll hin rólegustu og nutu þarna góðra daga. En skyldi Þytur vera i þessum stóra hópi?” Já, i útjaðri hjarðarinnar sá hann greinilega dýr nokkurt, sem hljóp órólega fram og aftur. Hann kippti í annan handlegg pabba og benti. ,,Ég sé hann lika,” sagði pabbi. Þeir færðu sig nokkru nær. ,,Hér nemum við staðar,” sagði Jón gamli. ,,Ef við riðum nær, kemur styggð að þein , og þau tvistrast i allar áttir. Þvi næst stigu þeir af baki og bundu hestana við runna. Jón gamli hafði með sér langt reipi. Hann hnýtti lykkju á annan endann og virti svo hjörðina nánar fyrir sér. ,,Ég geng hér beint áfram, og drengirnir koma á eftir mér. En þið megið ekki láta dýrin sjá ykkur,” sagði hann stuttaraiega. ,,Já, við skulum gæta þess,” sögðu drengirn- ir samtimis. ,,Ég fer til vinstri með liundinn,” sagði pabbi. ,,Já, gerðu það,” sagði Jón gamli, kinkaði kolli og hélt af stað. Og eftir örskamma stund var hann horfinn, milli hæða og steina. ,,Nú verðið þið að vera fjarska varkárir,” hvislaði pabbi til drengjanna. Og komi hrein- dýrahjörðin þessa leið, verðið þið að reyna að stöðva hana. Finnið einhvern stein, þar sem þið getið falið ykkur.” Síðan tók hann Pilu með sér i bandi og laumaðist áleiðis, ineð mikiili varfærni, eftir dýraslóð nokkurri. Tóti og Jón litli voru rólegir stundarkorn, en læddust siðan álútir af stað, Tóti á undan, en Jón litli fylgdi honum fast eftir. Þeir þorðu ekki að lita upp, en fóru nærri um áttina, vegna ýmissa hljóða, sem þeir heyrðu, að dýrin gáfu 24 frá sér. Þannig skriðu þeir töluvert langa stund. Að lokum rákust þeir á stóran stein og námu þar staðar. Þeir hölluðu sér báðir með- fram honum, sinn hvorum megin, og gægðust i áttina til dýranna. ,,Sérðu afa þinn?” hvislaði Tóti ,,Nei, og ég sé ekki heldur pabba minn,” hvislaði Jón á móti, — en ég sé Þyt.” Tóti sá hann lika. Hann hljóp fram og aftur, eins og fyrr, og rumdi hátt. Röddin var hás og reiðileg. Aldrei fyrr hafði Tóti séð hreindýrið sitt þannig. Það var alveg eins og það hefði haft hamaskipti. Hann þekkti hvorki hátterni þess né rödd. Hvað var hér eiginiega að gerast? Jón litli sló i bak Tóta. „Sérðu tarfinn, sem er þarna skammt fyrir ofan?” hvislaði hann. Já, Tóti sá hann. Þetta var fullorðinn, gild- vaxinn tarfur, með stór horn. Það var vist hann sem Þytur átti i baráttu við.” En hann sá lika annað, sem vakti strax at- hygli hans. Það var litil hreinkýr, sem var yzt i hópnum. Honum fannst hann aldrei hafa séð eins fallegt hreindýr. Hún var næstum þvi al- veg hvit a litinn, kviðurinn var aðeins litið eitt brúnn, og svo hafði hún brúna rák i enni. Hún var einstaklega fingerð og fallega vaxin og leit út fyrir að vera á sama aldri og Þytur. Og nú hljóp hún allt i einu létt og fjörlega nið- ur eftir til hans. Enísamabilihljóp stóri tarfur- inn til hennar og rak hana aftur inn i hópinn. Þvi næst hljóp hann i hendingskasti til Þyts og ætlaði að ráðast hann, en Þytur forðaði sér burt, eins og fætur toguðu. Hann þorði ekki að hefja á ný baráttuna við hinn sterka tarf. ,,Sástu þetta?” stamaði Jón. ,,Já, þetta er alveg eins og amma sagði. Þyt- ur vill eignast maka — hann eignast þessa litlu hreinkú,” svaraði Tóti. En það er til- gangslaust fyrir hann að hugsa um hana á meðan stóri tarfurinn gætir hennar.” ,,Það er vegna þess, að Þytur er taminn,” hvislaði Jón litli. ,,0, svei! Stóri tarfurinn gæti nú sem bezt lofað litlu kúnni að fara til Þyts, hann á hvort sem er svo margar aðrar kýr. Þær erú þarna, að minnsta kosti tiu, að snúast i kringum hann,” sagði Tóti reiður. ,,Og þú sást greini- lega, að hún vildi heldur vera hjá Þyt.” ,,Já, það leyndi sér ekki,” sagði Jón litli. Þeir sátu bak við steininn og biðu. Þeir þorðu ekki að fara nær. Hins vegar reyndu þeir að

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.