Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 01.12.1977, Blaðsíða 16
Utsaumaðar jólagardínur í eldhúsið Nú mun oftast vera hægt aö kaupa sérstakar jóla-eldhús- gardínur. Þær eru eflaust ekki ódýrari en aðrar gardínur, og nýtingin ekki mikil. Þess vegna datt okkur í hug aö sýna ykkur, hvernig þið getið sjálfar saumað ykkur einfaldar og ódýrar jóla- gardínur. Þessar gardínur eru svo f Ijótgerðar, að þótt stutt sé til jóla, hafið þið enn tíma til þess að sauma þær. Fáið ykkur hvltt efni, léreft, etamin eða eitthvaö annað, sem þið sjálfar viljið hafa i gardinurnar. Gangiö frá þeim að ofan, eins og þið viljið, þ.e. i samræmi við uppsetningarnar hjá ykkur i eldhúsinu. A6 neðan er saumað á rauð blúnda, kögur eöa eitthvaö þvi um likt. Svo getiö þiö tekið til við munstrið sjálft: geithafra og hjörtu og siöan jóla- bjöllur allt I kring, eða aö minnsta kosti að ofan og neðan, og svo litlu stjörnurnar til hliðanna. Þetta einfalda munstur er lika hægt að nota i jóladúka, undirleggsserviettur og hvað annað, sem ykkur dettur i hug. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.