Heimilistíminn - 22.01.1978, Síða 16

Heimilistíminn - 22.01.1978, Síða 16
Prjónað og Þetta hlýja og notalega sjal ættuð þið að geta prjónað svo að segja á einni kvöldstund. I það er notað gróft garn# og prjónað er á prjóna númer 6. Prjónafestan er 14 lykkjur garðaprjón á hverja 10 cm. Fitjiö upp 262 lykkjur = 180 cm, prjóniö svo átta gar&aprjónsumferð- ir. Haldið siðan áfram og prjónið slétt- prjón, nema hvaö sjö fyrstu lykkjurnar eru prjónaðar áfram sem garðaprjón. Fellið úr eina lykkju innan við kant- lykkjurnar sjö i hverri umferö. Farið svo aö taka úr garðaprjónslykkjunum þar til þær eru orðnar fimm. Fellið af. Lengdin er ca. 70 cm. Strekkið sjalið milli tveggja rakra stykkja, og látið það liggja þar, þar til stykkin eru oröin þurr. Saumiö tvær raðir af krosssaum meðfram kanti sjalsins. Sauma skal yfir tvær lykkjur og tvær um- feröir. A sama hátt er svo munstriö, sem hér fylgir meö saumaö I hornið. Kögrið: Takið fjóra þræði, 24 cm langa. Brjótið þá til helminga og dragið lykkjuna i gegn um eina lykkju I kantinum. Dragið endana i gegnum lykkjuna og kippið i. Hnýtið svo hnút á endann 2 1/2 cm frá kantinum. Sjaliö sjálft er á þessari mynd dökk- grænt. Siðan eru i kögrinu og munstrinu bláir, lilla, dökkrauðir og ljósrauðir litir. Kögrið er haft lilla, rautt, grænt, dökk- rautt, blátt, og endurtekið aftur og aftur frá X-inu. Útsaumsmunstrið A rautt X lilla • blátt — dökkrautt saumað sjal

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.