Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 22

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 22
11 FRAMHALDSSAGAN Leyndarmál Helenu eftir Jan Roffman bakkann á litið borð og lokaði dyrunum á eftir Madeleini. Sigrid heyrði einhvern smell. Hann hafði læst að þeim. Eins og ósjálfrátt einbeitti hún sérnú að þvi að reyna að halda höndum sinum kyrrum á meðan hún drakk teið. Það var ekki sem auð- veldast, þær titruðu svo mikið. Hann hrærði hægt i bollanum og sagði i létt- um tón: — Ég gerði ráð fyrir, að þér hafið þekkt stúlkuna, sem hvarf, Helenu Lind, eins og hún kallaði sig? Sigrid fékk nýjan styrk við það að þurfa nú ekki lengur að látast, og hún fór að hugsa skýr- ar: — Hún bjó hjá mér, sagði hún. — Þér vitið það reyndar mæta vel, þar sem konan yðar fór i skoðunarferð um húsið hjá mér, kvöldið sem hún kom þangað á fundinn. Og sjálfir hafið þér vist komið þangað lika, eftir að þér stáluð lykl- um Helenu. Þeir leituðuð i eigum hennar, vor- uð vist að leita að fæðingarvottorði sonar henn- ar, eða hvað. Þér komuð vist heldur seint i það skiptið, þvi ég var nýbúin að fara með öll bréf hennar til lögreglunnar. — Ég get vel imyndað mér, að hún hafi gert yður að trúnaðarmanni sinum, og þér eruð i vitorði með henni sagði hann köldum rómi. — í vitorði...? sagði Sigrid, — við hvað eigið þér? Allt i enu breyttist góðlegur svipurinn á and- litinu og reiðin og óánægjan náðu þar yfirhönd- inni. — Helena var vond manneskja, frú Broman. Hún hafði alltaf eitthvað illt i huga, hvað svo 22 sem hún tók sér fyrir hendur. — Hafði hún ekki rétt á að vilja fá barnið sitt aftur? Það lá við, að Sigrid æpti. Hún var búin að gleyma allri hræðslu og reiðin hafði náð yfirhöndinni. — Hún var léleg móðir, sagði Lindberg. Hún var ekki fær um að hugsa um barnið. Við björguðum þvi. —Þér ljúgiðheldurótrúlega, sagði Sigrid, is- köldum rómi. Þér ættuð þó að vera i töluverðri þjálfun, hvað það snertir. Það er annað mál. Það eina, sem ég hef áhuga á, er að ná Helenu aftur og fá henni barnið hennar aftur. — Þessiheimska stúlkukind, sagði Lindberg, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. Hún hélt að hárkolla og fölsk augnahár nægðu til þess að gera hana óþekkjanlega. Við fylgdumst með henni frá þvi hún fór að læðast um hér i kringum húsið og njósna um okkur. Það þurfti ekki annað en slökkva ljósin eitt kvöldið, og opna svalahurðina, og þá kom hún bara beint inn, eins og henni væri ekki sjálfrátt. FVrsta hugsunin hjá Sigrid var að kasta sér yfir hann og kyrkja hann, til þess að losna við að horfa á þetta ógeðslega bros á andlitinu.... en henni tókst að jafna sig. — Hvar er hún? spurði hún ákveðin. — Er hún uppi á lofti, bak við lokaða gluggann? — Þér fáið fljótlega að komast að raun um það, sagði Lindberg. — Fyrst skulið þér þó koma með mér og sjá dálitið annað. Hann dró hana með sér út að glugganum, og hún veitti engan mótþróa. — Litið nú á, sagði hann og benti yfir að sundlaugunni. — Er þetta ekki dæmalaust góð- ur staður til þess að grafa konulik, já, og frekar

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.