Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 26

Heimilistíminn - 22.01.1978, Qupperneq 26
HOLL HEIMILIS- RÁÐ OG SNYRTING Eljtki er alltaf nauðsyn- legt að fara á snyrtistofu, ef ykkur langar til þess að hressa ofurlitið upp á út- litið. Hér er getið fáeinna atriða, sem vel má gripa til i heimahúsum, og ættu sannarlega að bæta útlit- ið. Ef þetta dugar ekki er kannski rétt að leita ráða sérfræðinganna. Hárðir og þurrir olnbogar Þaö er heldur leiöinlegt aö vera meö dökka, haröa húö á olnbogun- um. Hjá því má auöveldlega kom- ast. Einhvern tima þegar þú hefur hugsaö þér aö llta I bók, eöa lesa blaö skaltu ná þér i sitrónu, taka innan úr henni, eftir aö þú hefur skoriö hana I tvennt, og stinga oln- bogunum niöur I helmingana, eins og hér er sýnt. Þetta mýkir húöina, og á eftir má svo bera krem á oln- bogana. Andlitsgrima og augn- snyrting Þaö er gott fyrir þreytt augu aö þú leggist út af svolitla sund meö bómullarhnoöra eöa stykki, sem undiö hefur veriö upp úr köldu kamillute, á augnlokunum. Þaö hviliraugun ótrúlega mikið aö hafa á þeim þennan bakstur. Einnig er gott aö skera niður agúrku og leggja agúrkusneiöina á augnlokin, og sama gildir um sneiö af hrárri kartfölu. Slikt á aö draga úr, eöa koma i veg fyrir, aö pokar myndist undir augunum. A meöan þú liggur meö augn- baksturinn getur þú notaö tlmann til þess aö gera andlitshúöinni eitt- hvaö til góða. Þá er gott aö þeyta ofurlitla sleikju af rjóma, einnig má nota jó- gúrt eöa undanrennu, eöa mjólk. Bætiö út i nokkrum dropum af mat aroliu fyrir þurra húö en sitrónu- dropum fyrir feita húö. Beriö þenn- an jafning á andlitiö. Eggja- og hunangsgrlma er lika sögö góö. Þeytiö eina eggjahvltu og blandiö út I einni tesk. af hunangi. Sé húö- in þurr er rétt aö nota eggjarauö- una I staö hvítunnar, og auk hun- angsins eina teskeið af þurrmjólk. Eftir aö griman hefur legiö á andlitinu nokkurn tlma er hún þévegin af I ylvolgu vatni, og síöan er andlitiö baöaö I köldu vatni. Hressandi fyrir húðina Skeriö ykkur dálltinn bita af agúrku og strjúkiö honum um and- litiö, eins og sýnt er hér á meöfylgj- andi mynd. Hálsinn má fá sinn skammt af strokunum llka. A eftir er gott aö bera rakakrem á andlitiö og slöan má snyrta sig eins og hver vill. Andlitsbað Byrjaöu á því aö hreinsa andlitiö með rakakremi. Siðan skaltu halda andlitinu yfir potti eöa fati meö sjóöandi vatni, þannig aö guf- an stlgi upp. Haföu handklæöi yfir höföinu, svo aö ekkert af gufunni fari til spillis. Mörgum finnst gott aö hafa einhverjar kryddjurtir I heitu vatninu, til dæmis kamillu, rosmarin eöa mint.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.