Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 24
Ekki gat hún óttazt eitthvert þeirra, sem hér voru? Skyndilega datt mér i hug, að það væru fleiri i húsinu. Frú Burlow, og svo voru það konurnar tvær, sem höfðu búið hér áður, Anna- belle Glysson, og móðir Jasons. Frænka hafði kannski viljað að ég segði ekki frá neinu til þess að Jason kjaftaði þvi ekki i Annabelle, og svo lét ég hugann reika til gestsins, sem ef til vill ætlaði að koma, John Solum, sem þekkt hafði Juliu um það leyti, sem hún dó.... Við biðum i stundarfjórðung, án þess að John Solum léti sjá sig, og svo fórum við inn i mat- salinn. Andrúmsloftið yfir matborðinu var heldur þrúgandi. Ef til vill höfðu hin orðið vör við óróleika minn, þrátt fyrir það, að ég hefði reynt af fremsta megni að halda honum leynd- um. Ég fann alla vega til vaxandi spennu við matborðið. Að lokum kom frú Burlow inn með tertuna. Ephraim kom með athugasemd i striðnisleg- um tón um það, að ekkert kerti væri á tertunni, og þá minntist ég þess, að frænka hafði hugsað sér að setja eitt kerti á tertuna. Hún hafði spurt Ruth, sem hjálpaði henni við að taka upp farangurinn eftir flutninginn, hvar kertin hefðu verið sett. Og Ruth hafði svarað, að hún hefði látið öskjuna með kertunum upp á hilluna i fataskáp frænku. Ég hafði gætt þess að láta ekki sjá brosið, sem kom fram á varir minar, þegar ég heyrði, að hin hagsýna frænka min hafði tekið með sér að heiman öskjuna með afmælistertukertunum, sem voru reyndar ekk- ert nema litlir stubbar, En frænka hafði sem sagt ekki komið niður með kertin. Við drukkum kaffið i stofunni. Klukkan niu bauð Paul góða nótt og ég fór strax á eftir. Ég hlýt að hafa verið þreyttari en ég sjálf gerði mér grein fyrir, vegna þess að ég sofnaði þegar i stað. Mig dreymdi að ég væri á gangi i sandinum við vikina. Ungfrú Haverle, sagði lág rödd fyrir aftan mig, ungfrú Haverley, ég verð að fá að tala við yður. Einhver ávarpaði mig, sem ekki vissi, að ég hafði skipt um nafn... Ég snéri mér við en sá engan, og var að velta þvi fyrir mér, hvort þetta hefði verið karlmanns- eða kvenmannsrödd. Hljóð heyrðist, utan úr ganginum. Ég settist snoggt upp i rúminu, og þarna heyrði ég það aftur. — Þetta liktist hálfkæfðu ópi — og það bérgmálaði fyrir eyrum mér. Hafði ekki eitt- hvert annað hljóð komið á eftir, likast þvi, sem einhver eða eitthvað hafði dottið. Ég fór fram úr rúminu og dynjandi hjartslátt og iskaldar hendur. Venjulega var logandi á lampa á nóttunni i ganginum, en nú hlaut ein- hver að hafa slökkt á honum, þar sem ekki sást ljósrönd inni i herberginu minu undan hurð- inni. Mér tókst að finna eldspýturnar, og svo þreifaði ég mig áfram að lampanum i gangin- um og kveikti. Svo hélt ég af stað niður stigann. Þegar ég var komin áleiðis niður stigann nam ég staðar og hallaði mér út yfir handriðið. Þarna niðri á gólfinu lá mannvera, ekki stærri en barn, og eins og liðið lik. Það var Elizabeth frænka. Hún var enn með lifsmarki, þegar ég kom til hennar. Þegar ég féll á kné við hlið hennar, isköld af skelfingu, fann ég hvernig hún starði á mig. —Dettu ekki sjálf, sagði hún þreytulega. - Mér var hrint.... —Hver var það? Ég helt i magra hönd hennar. —Hver var það? Það var auðséð á augnaráðinu, að hún barðist við að ná stjórn á hugsunum sinum og orðum. Hún dró djúpt að sér andann og sagði: —London. Henni tókst að rétta út höndina og gripa um handlegg mér. —Frá London. Um leið kom örvæntingarsvipur á andlitið, eins og hún hefði ekki sagt það, sem hún hefði viljað segja. Svo sleppti hún takinu, öll birta hvarf úr augunum og ég vissi, að nú var öllu lokið. Hús dauðans, hugsaði ég, og æði greip mig. Mér fannst ég finna illviljann streyma að mér úr öllum áttum. Hann þyrlaðist upp stigann og eins og vildi þrengja sér út um kúptan gluggann þarna uppi......Svo heyrði ég rödd æpa á hjálp og augnabliki siðar varð mér ljóst, að það hafði verið ég sjálf, sem æpti. Ég lá þó enn á hnjánum, og gerði mér varla grein fyrir þvi, að tárin streymdu niður kinnarnar. Allt i einu virtist allt verða fullt af fólki umhverfis mig. Ephraim og Ruth á náttslopp- unum, Jason fullklæddur, frú Burlow i brúnum baðslopp. —Hún var drepin, veinaði ég. —Einhver hefur drepið hana! —Irene, ristu á fætur. Ég heyrði rödd Jasons, og fann ég hann taka fast utan um mig og hjálpa mér á fætur. Ég leit á hann, og þrátt fyrir sorgina og skelfinguna hugsaði ég skýrt og iskalt: —Nú á hann þetta allt. Frá þessari stundu yrði fyrirtækið ekki lengur Fonsell og Haverly heldur bara Fonsell. Vel getur verið, að lesa hafi mátt úr svip minum, það sem ég var að hugsa, þar sem dökkur roði kom fram i andlit mannsins, sem hélt utan um mig. Hann tók undir hné min og lyfti mér upp. Um leið og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.