Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 3
ALvitur. , svararbréium Hæ Alvitur, Ég skrifa þér ekki út af neinu strákavandamáli, enda hlyti ég aö geta reddaö þvi sjálf. En mig langar aö spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Hvaö á ég aö gera viö nöglum, sem brotna? 2. Hvernig eiga hrútastelpa og vogarstrákur saman? En hrútur og fiskur eöa hrútur og steingeit. 3. Er eitthvaöaö marka þetta, og eru aldrei undantekningar I merkjunum? 4. Hvernig á aö losna viö keppi á hliöunum? 5. Hvenær byrja krakkar almennt aö lifa kynlffi? Ég veit alveg hvaö ég er gömul, svo ég spyr ekki um þaö. Ein vandalaus úr bænum. Liklega brotna neglurnar af efna- skorti, þá helzt kalkskorti, og geti þvi veriö gott aö taka inn vftamin og kalk. En sumir hafa taliö gottaö lakka negl- ur, sem eiga þaö til aö brotna. Þaö styrkir þær, á meöan lakkiö er á þeim. öörum finnst slikt ekki gera neitt gagn. Hrútur er ekki sagöur eiga vel viö neitt þeirra þriggja mericja sem þú neftiir. Hann hæfir bezt ljóni og tvi- bura. Sumir trúa I blindni á stjörnu- merki og stjörnuspár, og er þeim þaö heimilt. Svo eru aörir, sem efast um sannleiksgildi þessa, og er þeim þaö einnig 1 sjálfsvald sett. Þetta getur bæöi veriö rétt og rangt, og undan- tekningalaust eöa meö undantekning- um. Allt eftir þvi sem viö á hvern og einn. Ef þú er meökeppi á hliöunum ættir þú aöreyna einhverjar góöar æfingar. T.d. er gott aö velta sér af einni hliö íi aöra nokkrum sinnum á höröu gólfi dag hvern. Siöustu spurningunni er mjög erfitt að svara, þar sem þetta er mjög breytilegt. Sumirsegja aökrakkar séu farnir aö lifa kynlifi 13-14 ára, en þaö mun nú varla geta talizt almennt. Aörir byrja ekki fyrr en miklu seinna. Þroski ogaöstæður ráöa hverju sinni. HaDó kæri Alvitur, Ég les aUtaf dálkinn þinn, og mér finnst hann oftast góöur, nema þegar þú gefur snubbótt svör. Mér finnst Heimilis-Timinn gott biaö, og ég hlakka alltaf til, þegar hann kemur. Þib mættuö bara vera meö smásögur og stækka blaðiö. Nú ætla égaö spyrja þig um þaö, sem mig langartilaö vita. Ég hef aldrei skrifað þér áöur, og ég vona, aö þú svarir mér. 1. Ég er stelpa og ég er i Ijóninu, Hvaöa happadagur, litur og steinn á bezt viö mig? En úr hvaöa merki er bezt fyrir mig aö fá maka eöa vini? 2. Hvaö tekur lögfræöinám mörg ár? 3. Ég er 162 cm á hæö, hvaö er þá æskilegur þungi minn? Ég er auk þess meö mjög þurra húö á fótunum. Hvaö finnstþér, aö ég ætti aö gera, t.d. fara til húðsjúkdómalæknis, eöa hvaö? 4. A strákur úr krabbanum vel viö mig? Nú, þá er þessu lokið aö sinni, og ég kveö þig. Rósa Fyrst ætla ég aö svara þessu meö Heimilis-Tfmann Rósa min. Þaö má eiginlega segja, aö þaö hangi saman þetta meö smásöguna og stærö blaös- ins. Ef viö færum aö hafa smásögur i hverju blaði, sem venjulega eru ekki smærri en þaö, aö þær tækju nokkrar siöur, þú er ekki mikiö rúm eftir fyrir annaö, þar sem viö höfum nú þegar framhaldssögur bæöi fyrir börn og fulloröna auk myndasaganna. Ef blaö- iö stækkaöi væri hægt aö bæta úr þessu. Safir er happasteinn ljónsins, og lit- ur ljónsins er gulur eöa gyfltur litur. Miövikudagar og fimmtudagar' eru beztu dagarnir. Sporödreki og stein- geiteru einu aöilarnir, sem ljóniö ætti ekki aö velja sér aö mökum. Lögfræöinámiö tekur um 6 ár, aö jafnaöi. Ætli þér sé ekki nóg aö vera um 55 kiló aö þyngd, jafnvel minna, ef þú ert smábeinótt, og ung aö aldri. Ekki er auövelt aö segja til um þaö, hvort þú þarft aö fara til húösjúk- dómalæknis. Venjulegur læknir gæti litiö á fæturna á þér, og sagt til um þaö. Ef þú nærö ekki til hans, gætir þú reynt aöfá rakakrem til þess aö bera á fæturna. Þú gætir skrifaö ieinhverja lyfjabúð eöa snyrtivöruverzlun i Reykjavflc, og beöiö um aö láta senda slikt Ipóstkrafu til þin, þar sem ég sé, aö þú býrö úti á landi. Svo gætir þú lika byrjaö á þvi aö bera eitthvert mýkj- andi krem á fæturna, og séö hvernig þaö dugar, áöur en lengra er haldiö. Meðal efnís í þessu blaði: Bogart vissi að hún var Gyðingur . bls. 4 Viltu safna vigtum ?..........bls. 7 The Temptations...............bls.ll Hvernig finna kennarar þá gáfuðu? bls. 12 Brúðkaupsferð til tungslins...bls. 14 Húsfriður.....................bls. 15 Húfa —Hattur—Belti ...........bls. 16 Þrjú hjörtu...................bls. 18 Jamikapottréttur .............bls. 19 Ekki hægt að tala um trúmál...bls. 20 Sviffluga.....................bls. 36 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.