Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 14
fcREDÍT uScEwll ‘cífmOj „Þegar Jim og Debbie Dil- more giftu sig fóru þau i brúð- kaupsferð til tunglsins og dvöldust þar i sex vikur, en þaðan fóru þau til neðan- sjávarsumarleyfisstaðar, sem er rétt sunnan við Bermuda úti á miðjum Atlantshafs- hryggnum. Báðir staðimir voru stór- kostlegir, og svo ólikir, að það eitt er gaman að tala um og bera staðhætti saman, sögðu þau á segulbandsspólunni, sem þau sendu heim til vina sinna á meðan þau voru i burtu. Siðar sagði Debbie við móð- ur sina, að þau hefðu ekki viljað vera lengur i brúð- kaupsferðinni, svo þau ættu eftir eitthvað af leyfistima sinum, til þess að nota siðar á árinu”. Finnst ykkur þetta hljóma heldur furöulega? Gæti þetta veriö úr Stjörnu- striöi, eöa öðrum álika kvikmyndum, aö ykkar dómi? Svo er þó ekki, heldur er þetta nokkuð, sem Bandarikjamaöurinn Herman Khan hefur látiö hafa eftir sér, aö veröi hversdagslegir hlutir I augum fólks eftir svo sem fimmtiu ár. Hver veit nema barnabörnin okkar eigi eftir aö gera eitthvaö þessu likt. Travel Trade magazine. feröatimarit. sem stofnaö var fyrir fimmtlu árum, gaf nýlega út blaö I tilefni afmælis sins. Þar er fjallaö um feröamálin, eins og þau hafa veriö frá árinu 1929og til dagsins idag.og slöan fjallar dr. Khan, sem starfar hjá Hudson Institute, fyrirtæki, sem gerir alls konar spár um framtiöina, um þaö, hvernig feröamálin eiga eftir aö breytast ánæstuöOárum, eöa fram til ársins 2029. 14 Brúð- kaups ferð til tunglsins eftir fimmtíu ár Þótt ekki sé nema helmingur rétt ai þvi, sem dr. Khan segir, þá er framtiöin björt i ferðamálunum og svo sannarlega spenn- andi. Látum okkur dreyma um eftirfarandi ferö : Þú feröupp I lest I New York City á hádegi, og 54 minútum siöar ertu kominn til Los Angeles.og þá er klukkan ekki orö- in 10 aö morgni aö staöartima þar. Mestan hluta feröarinnar myndir þú feröast neöanjaröar. Taliö er Uklegt aö ferö sem þessi veröi daglegt brauö áriö 2029. Ef þessir feröahættir verða komnir á, þarf fólk litiö aö byggja á flugvélum I innanlandsflugi i Bandarikjunum. Þá er lika búizt viö, aö flugvélar, sem fljúga meö 6000 mllna hraöa á klukkustund fari frá New York tii Sydney i Astraliu, og ferðin taki ekki nema um þrjár klukku- stu ndir. Feröaiönaöur er þriöji I rööinni I Bandarikjunum, þegar litiö er á starfs- greinar og fjölda fólks, sem viö þær vinnur. Nú vinna um 4.4 milljónir manna á einhvern hátt i tengslum viö feröamál og afraksturinn nam um 130 milljöröum króna eöa um 7% af þjóðarframleiöslunni á siöasta ári. Búizt er viö, aö ferða- iönaöurinn eigi jafnvel eftir aö veröa númer eittiframtíöinni um allanheim, og llklega ekki siöar en um næstu aldamót. Dr. Khan byggir spár sinar á því, aö kostnaöur viö feröalög fer stööugt lækk- andi og frístundir fólks lengjast aö sama skapi. Hann heldur því einnig fram aö vinnuvikan veröi komin niöur I fimmtán klukkustundir eftir hálfa öld. Varöandi flug i heiminum segir dr. Khan, aö á næstu 10 til 15 árum muni veröa um 8% aukning i flugi aö meöaltali á ári. Hann spáir þvi einnig aö eyösla feröamanna i heiminum eigi eftir aö komast upp I 142 milljaröa dollara og er þá miðað viö dollaragildiö áriö 1976, en þaö ár var eyösla þessi talin 40 milljaröar. Ariö 1929 skýröi Travel magazine frá þvi, aö járnbrautarferö frá New York til San Francisco kostaöi 28 cent á mllu. I dag er flugkostnaöurinn 5 cent á milu og gæti verið kominn niöur i 1 cent á milu i byrjun næstu aldar. 1 byrjun voru flugvélar 21 1/2 klukku- stund á leiöinni milli stranda I Bandarikj- unum, ogsjaldan voruþær á réttum tlma samkvæmt áætluninni. I dag tekur sama ferö ekki nema 5 klukkustundir og þaö þarf ekki aö veröa örari þróun á þessu sviöi næstu 50 árin en verið hefur siöustu ár til þess aö feröatiminn komist niöur i 54 minútur. Feröamálafrömuöir 1 Bandarikjunum hafa svo sannarlega rætt um aö koma upp neöanjaröarhraölest, sem llktist einna mest nokkurs konar geimfari, sem færi milli staöa I Bandarikjunum og gæti hún veriöoröin aöraunveruleika innan 30 ára, ánþess aö nokkur sérstök bylting þurfi aö eiga sér staö i feröamálunum. Menn telja liklegt, aö einkabillinn eigi eftir aö halda velli, en þó I breyttu formi frá þvi, sem nú er. Bilar munu fara eftir sjálfvirkum vegum, sem stjórna munu umferöinni, og flytja bilana áfram meö miklum hraöa. Ibúatala jaröarinnar á eftir aö aukast mjög á næstu fimmtiu árum, svo feröa- mannastaöir veröa ásetnir, og nauösyn bertil þess aöfinna aöra nýja. Þess vegna er llklegt aö leita veröi fanga úti i geimn- um, eöa á hafsbotni, eins og sagöi i upp- hafi, um Jim og Debbie, sem fóru til tunglsins og siðan niöur á botn Atlants- hafsins. En vel getur veriö, aö einhverjir leggi þó leiö sina inn I Sahara eyöimörk- ina eöa upp á Everest-tindinn. —-Þfb 4 ]

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.