Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 6
A brúökaupsdaginn. Bogie bltur I brúöar- tertuna hjá konu sinni. — Eftir að Bogie dó varst þú um stund trúlofuð Frank Sinatra, en það endaði skyndilega. Hvaða skoðun hefur þú á Frank Sinatra i dag? — Frank gerði mér stórangreiða. Hann bjargaði mér frá þeirri algjöru eyðilegg- ingu, sem hjónaband okkar hlyti að hafa orðið. Sannleikurinn er sá, að hann var hreinn og beinn aumingi. En þetta gerðist fyrir 20 árum. Þegar ég hitti hann I- dag, heilsumst við fallega. — Hvert var erfiöasta augnablikið I hónabandi þínu og Jasons Robards? — Það var þegar ég bauð nokkrum vin- um okkar í fertugsafmæli hans. Jason kom klukkan tvö um nóttina, v dauða- drukkinn. Ég tók vodkaflösku og braut hana á afmæliskökunni og æpti: — Hér er bölvuð kakan þín! Hjónabandinu lauk, þegar ég rakst á bréf, sem ein af vinkon- um hans hafði skrifað honum. — Hittizt þið oft? — Við dáumst hvort að öðru. Eitthvað gerðist innra meö honum, og hann ákvaö að ætta að drekka. Þegar ég lit til baka sé ég, að ég gerði rétt, þegar ég varð ásta- fangin af honum, vegna þess aö Jason er stórkostlegur maður. Það er erfitt áö skilja að stundum verður maður aö gera eitthvað geðveikislegt. — Hvernig stendur á því, að þú hefur laðazt að giftum mönnum eins og Bogart og Robards? — Ég get ekki útskýrt þaö. Það veit sá, sem allt veit, að ég hef einmitt alltaf reynt að sneiöa hjá sliku. Min aöalllfsregla er, að lenda ekki f slagtogi viö giftan mann — að gera ekki svo mikiö sem lita Ut undan mér i átt til gifts manns. Ég hef vist ekki 6 fariö allt og nákvæmlega eftir þessari reglu, þegar allt kemur til alls: þaö veit Guð! — Hvað eiga svo þessir karlmenn sameiginlegt? — Þeir eru allir á einhvern hátt ööru vísi en gerist og gengur, vandræöamenn og i vandræðum. Þeir voru allir miklum hæfileikum búnir, höfðu mikla kimnigáfu og voru fullir af alls konar flækjum. Ég held mér hafi fallið vel við þá alla. Engum þeirra fannst ég neitt stórkostleg. — Hefúr þér nokkurn tima dottið f hug að láta gera aögerð á andliti þinu til þess aö gera þig unglegri? — Nei, ég er svo hrædd um, að þeim myndi mistakast, og endirinn yröi sá, að ég yrði lömuö öðrum megin eöa eitthvað álika. Égheld ég haldi mig bara við and- litiðeins ogþaðerogá eftír að verða. Ég ætla að sýna hugrekki. — Hvað er framundan? — t næstu mynd Robert Aitmans, Health, á ég að leika 83 ára gamla mey- kerlingu. Hvernig lizt ykkur á þaö? — Hvað gerir þig ráða? — Þessi bandariska alhæfing. Æskan. Ef þú ert ekki ungur, þá ert þú einskis virði. Allt i þessulandi verður aö lfta vel út.falleg andlit, grannir llkamar og kven- fólkið hlaupandi um I pilsum, sem eru skorin sundur upp undir rass. Hugsunin og manngildið skipta engumáli. Fulloröið fólk er llka til. Það er ekki öllu lokið, þegar þú ert 24 og hálfs árs. —■ Þykir þér erfitt að vera ein? — Ég veit ekkert dásamlegra en aö æpa á þessa veggi I kringum mig. Þeir svara ekki, og þeir segja heldur ekki frá neinu. Ég hefði ekkert á móti þvl að eignast nýjan vin, en mér þætti ekkert verra, þótt ég ætti ekki eftir aö giftast aftur. Það er margt, sem mig langar til að gera, og ég ætla að gera, og byrja strax á þvi. Þfb "'i ’ ’ \ ° ” t C\ a v y'n x y' \ A 1 v o & oyK ?. 'X ■®X-V 1 f'íArV’* M®9 o. -,o-° o,: st °e C* o ‘ 0 e> o ., o o «; ° 0 ■£, o 0 o o o b6 tc«>2L:c 6". \c DC. : v\» '■'oj'C', ' J ° V0 V'° '-v o b ° \ V' v-j O . .0 „ . ” .0 0» ,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.