Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 20
Ekki hægt að tala um trúmál við sveltandi fólk segir faðir Grol, sem reynir að bjarga unglingum i Kenya frá ömurlegum örlögum fátæktar og glæpa — Ég er kaþólskur, en ekki sérstaklega rómversk-kaþólskur. Mundu aö nefna þaö i greininni þinni, segir Pater Grol, þegar hann tekur á móti norskum blaöamanni i æskulýösmiöstööinni, sem hann hefur by-ggt upp i fátækrahverfinu i Mathare- dalnum. Stööina nefnir hann Undugu Youth Center, og þarna býöst æskufólki fátækrahverfisins aö ganga I skóla og læra sitt af hverju, t.d. vélvirkjun, smiöar, múrverk og tónlist, já og meira aö segja aö baka. Þegar náminu lýkur reynir faöir Grol aö útvega fólkinu einhverja vinnu, svo þaö geti staöiö á eigin fótum i framttöinni. — Viöhögum kennslunni aöallega þann- ig, aö unga fólkiö skiptist á aö starfa á verkstæöunum. Hér hjá okkur lærir þaö lika sitthvaö varöandi rekstur verkstæöis eöa annars smáfyrirtækis, svo aö þaö geti sinnt þessu öllu, þegar út i llfiö kemur. Fram til þessa hefur okkur gengiö vel, og ekki einn einasti piltur, sem frá okkur hefur fariö, hefur lent á villigötum aftur. Flúði að heiman Sagan byrjar aö sjálfsögöu ekki á þessu æskulýösheimili fööur Grols. Hún hefst meö þvi aö segja frá óbliöum örlögum, sem biöa margra ungra Kenyabúa. John Ngare er 15 ára, og dæmigeröur ungur Kenyabúi, sem komiö hefur til fööur Grols og notiö hjálpar hans. John kom upprunalega frá þorpi, sem er um 30 km fyrir noröan Nairobi. Fyrir tveim eöa þremur árum flúöi hann aö heiman. — Faöir minn drakk upp allt, sem hann sjálfur og móöir min unnu sér inn. Viö systkinin vorum sex, og viö þau eldri urö- um aö útvega okkur mat eftir eigin leiö- um. Mamma haföi nóg meö aö afla matar fyrir yngri systkinin. Þegar pabbi haföi ekkert áfengi var hann óskaplega skap- vondur. Hann baröi okkur börnin, og mömmu lika, hvenær sem færi gafst. Aö lokum var þetta oröiö svo óbærilegt, aö ég ákvaö aö stinga af til Nairobi, þar sem ég haföi heyrt aö vel gæti veriö, aö ég gæti fengiö vinnu. Ég slóst i för meö nokkrum félögum minum, sem segja má, aö llka hafi neyözt til þess aö flýja aö heiman. — Til aö byrja meö, eftir aö viö komum til Nairobi, sváfum viö á götum úti, seg- irJohn. — Siöar fengum viö ofurlitiö af- drep i Mathare-dalnum. Viö uröum aö berjast viö rotturnar um plássiö, en svo tókst okkur nokkurn veginn aö þétta veggina og halda þeim fyrir utan. Faöir Grol er sannkallaöur þúsund þjala- smiður. Hann kennir körlunurn jafnt að hræra sement sem lesa af bók.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.