Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 19.04.1979, Blaðsíða 5
sem ég lék i Applause og einnig haföi ég unniö þar viö gerö kvikmyndarinnar Murder on the Orient Express, og um stund h aföi ég ekkert sérs takt fyrir stafni. Ég haföi nokkrum sinnum veriö beöin um aö skrifa um llf mitt meö Bogie, en enginn haföi áöur beöiö mig um aö skrifa alla söguna um mitt eigiö lif, bæöi áöur en ég kynntist honum, og eftir aö hann dð. — Hvernig fórstu aö þessu? — A hverjum einasta degi I þrjú ár fér ég kl. 1 til skrifstofu Knopfs i New York og dvaldist þar aö minnsta kosti i fjdra klukkutima. Þar skrifaöi ég stanzlaust á gula miöa meöfiltpenna, en samt veit ég aö alltaf veröa einhverjir, sem trúa þvi ekki, aö ég hafi gert þetta sjálf. Þeir geta þá bara fariö á skrifstofuna til Knopfs og fengiö aö li'ta á þaö, sem ég skrifaöi. — Hvers vegna mun f ólk efas t um, aö þú hafir skrifaö þetta sjálf? — Fólk heldur aö leikarar séu skelfilegt fólk, drykkjumenn og aumingjar, sem ekkert gera nema stunda skemmtana- lifiö, og geti ekkert unniö. Þiö megiö vita aö ég hef alltaf unniö baki brotnu. Þú varst alin upp i þeim anda, að þú ættir aö veröa „litil og falleg Gyöinga- stúlka”, eins og þú hefur sjálf oröað þaö, en þegar til Hollywood kom, leyndir þú þessari staöreynd. Hvers vegna geröir þú þaö? — Þaö var mikiö gert úr þvl, aö ég reyndi aö leyna uppruna mfnum, vegna þess aö ég leit ekki út eins og Gyðingur. Gyöingahatur var rikjandi I Hollywood og ég var skelfilega hrædd. Minnizt þess, aö ég var 19 ára og sjálfsöryggiö var ekkert allt of mikiö I þá daga. Ég er ekkert sér- lega stolt af þessu tlmabili í lifi mlnu. — Sagöir þú Bogie frá þvl, aö þú værir Gyöingur, þegar þiö fóruö aö vera saman? — Já. Eitt sinn bauö mér út liösfor- ingjaefni frá West Point. Trúmál bar á góma. Hann kom ekki aftur, og ég var viss um, aö þaö var vegna þess, aö ég var Gyöingur. Þegar ég varö ástfangin af Bogie vissi ég, aö ég varö aö fá þetta á hreint. Auövitaö var hann sá, sem slöast af öllum heföi látiö þetta á sig fá. — Varst þú hrifin af Bogie, áöur en þú hittir hann? — Howard Hawks sagöist vilja láta mig leika i mynd meö Cary Grant eöa þá Humprey Bogart Ég hugsaöi meö mér: Cary Grant — stórkostlegt! Humphrey Bogart — púh! — Atti Howard Hawks ekki einhvern hlut ab máli varöandi rödd þina og hvernig hún varö? — Þaö er ekki hægt aö búa til rödd fyrir fólk. Annaö hvort hefur þú röddina, eöa ekki. Howard vildi aö ég væri kuldaleg viö karlmenn á hvita tjaldinu, og þess vegna varb ég aö þjáifa mig i aö tala lágt. Ég var vön aö leggja bllnum mfnum á Mulholl- and Drivetil þess aö trufla ekki nágrann- ana, og þar las ég The Robe upphátt I lág- um hljóöum. Ég var ekki vön aö tala hátt Hér cr Lanren BacaB meö vinl sfnum FrankSinatra. Ekkert varö úr þvf, aö þau giftu sig. Sem betur fer, segir hún. Steve Bogart, þritugur sonur Bettyar og Bogie. Hann vinnur viö sjónvarpsþátta- gerö og er talinn mjög efnilegur. Systir hans Leslie Bogart, 26 ára, er hjúkrunar- kona i Boston. eöa skrækt hvort eö var. — Hvernig fékkstu svo þettá Bacall út- Ut? — Ég var svo taugaóstyrk aö eina leiö- in, til þess aö halda höföinu kyrru, var aö stinga hökunni næstum niður I bringu. Og svo leit ég upp til Bogie. Þannig byrjaöi þetta. Ég verö stundum taugaóstyrk enn þann dag i dag. — Ert þú eins hörö i horn aö taka og sumir halda aö þú sért? — Ég hef aldrei haldiö sjálf, aö ég væri hörö 1 horn ab taka. Þegar ég var aö leika I myndinni To Have and Have Not vildi Hawks aö ég Uti út fyrir aö vera veraldar- vön. Þá reyndi ég aö gera mér i hugar- lund, hvernig 19 ára krakki, sem enga kynferöisreynslu haföi, gæti sýnzt veraldarvanur. Mesti misskilningurinn Uggur f því, aö fólk heldur alltaf, ab ég geti ráölö fram úr hvaöa vanda, sem aö höndum ber og hvenær sem er. Þaö er nú eitthvaö annab. —-Hvers vegna erub þiö Katharine Hep- burn svona góöir vinir? — Ég hef alltaf veriö þeirrar skoöunar. aö Katie, sem ég kynntist, þegar hún og . Bogie voru aö leika i The African Queen, væri kvenleg andstæöa Bogies. Hann var mjög tryggur, og sama er aö segja um hana. Ég tel hverjar tiu minútur, sem ég nýt meö Katie vera mikinn plús fyrir mig og allt mitt líf. — Heföi Bogie skiliö frelsisumbrot kvenna i dag? — Bogie var gamaldags. Hann sagöi stundum, aö konan ætti aö halda sig innan veggja heimiUsins, og þetta sagöi hann bæöi i grini og alvöru. Hann haföi veriö kvæntur þremur leikkonum og var hand- viss um aö leiklistin og hjónabandib áttu ekki samleiö. — Hvort kyniö er sterkara? — Konan er sterkari. Viö höfum miklu sterkari skapgerb, sterkari sannfæringu og ábyrgöartilfinningu. Karlmenn haga sér alltaf eins og væru þeir þriggja ára gamlir. Drottinn mlnn dýri, mig langar ekki til þess aö vera nokkurs manns móö- ir. — Heldur þú, aö þiö Bogart væruö enn gift, ef hann væri á lifi? — Þaögætivel veriö, en þá heföillf mitt llka orðiö allt annaö en þaö varö. Ég heföi aldrei fariö aö leika I leikhúsum, vegna þessaöþaöheföi komiöuþpá milli okkar. Ég geri þó ráö fyrir þvl, aö heföi mig langaö nógu mikiö til einhvers, þá heföi hann leyft mér ab gera þaö um sinn. — Eru gamlir menn hræddari viö Bogie heldur en ungir menn? — Ungirmennhugsa um mig sem konu, Oi eldri menn eins og nokkurs konar minnismerki. En hafi maöur ekki áhuga á mér eins og ég er þá er þab miöur. Hver svo sem lendir meb mér má prisa sig sælan. — > 5 /

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.