Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 3
S U N N U D A €r S BLA0IÐ 163 Og án þess að mæla fleiri orð, tókust þátttakendurnir á þessum trúnaðarfundi í hendur. Síðan gerði Miehael konungur boð eftir Antonescu til viðræðna í höllinni. Ilaim kom þangað ak- andi í jeppa — og eins og venju- lega mörgum tímum eftir áætlun. „Rússarnii- náigast,“ Jióf Miclia- cl mál sitt. „Við vcrjumst til síðasta manns,“ svaraði Antonescu. „Væri það eldci farsælla fvrir þjóð vora, að við kæmurn í veg fyrir slika slátrun ?“ -,Ég er ckki feigur, og menn mínir eru óttalausir.“ „Er það ekki ábyrgðarleysi, að lata heiit þjóðfélag hrynja til grunna ?“ „Við berjumst áfram.“ „Antonescu! Ef þér breytið ekki um skoðun, vcrðið þér að draga -yður í hlé.“ „Mvað sögðuð þér, piltur minn ? Hvað leyfið þér yður. Ég dreg mig aldrei í hlé. Þá set ég yður heldur frá.“ Antonescu stóð frami fyrir kon- unginum titrandi af bræði, cn Michael ba?íðist ekki. Nú var stundin komin. „Fyrirgefið andartak,“ sagði hann, „það er svo lieitt hér inni. Eg verð að fá.mér eitthvað að drekka. Gjörið svo vel að bíða stundar korn.“ Hann gekk út úr herberginp. Hti fyrir biðu vinir haus, tilbún- ir til aðgerða, þegar konungurinn gæfi þeim merki. Antonescu trúði ekki sínum eig- in augum, Jægar liðsforingjarnlr gengu inn, afvopnuðu liaim, og lokuðu hann inni í herberginu, þar sem Carol hafði geymt hið dýrmæta frímerkj asafn. ..Á morgun skulið þíð allir verða hengdir,“ Jirópaði Antonescu. A meðan á þessu gekk höfðu aðrir farið út til bifreiðarstjórans, er beið Antonecu, og buðu honum inn upp á kaffisopa. Þremur mín- utum síðar sat liann innilokaður hjá húsbónda sínmn í frímerkja- lierberginu. Nú skipaði Micliael nýja ríkis- stjórn. Enguin tíma mátti spilla, hvert augnablik var dýrmætt. Fregnir bárust um að fylgismenn Antonecu, sem ekki voru þegar Michad f.vrrverandi koniuiKur, Anna prinsessa og dætur þeirra skoða blómaframlciðslu sína, áður en blómin cru scnd á markaðinn. Iiandteknir, myndu ætia að um- kvingja hölUha. Sá íyrsti setn mótmælti aðföruninni við Anton- escu kröftulBga var Killinger, útsendari Hitlers. Hann krafðisl þess, að konungurinn segði af sér, og léti Antescu lausan. En hann vrar ekki látinn komast nærri Michael konúngi, og fulltrúi frá hinni nýju ríkisstjórn ílutti hon- um fyrirtnæli um að snauta þegar heint á leið með her sinn. Killinger aðvaraði þá. llann skyldi konta aftur, og heftia þess- ara aðferða grimmilega, sagði hann. Hann yfirgaf höllina, en heyrði svo boðskap konungsins í útvarpmu: „Við semjum frið \'ið Rússa. Þeir ltafa lofað okkur að vóö skul- um fá aftur Transilv'aniu. og þar að auki íullt sjálfstæði. Eittræð- inu er lokið. Sá sem berst áfrarn, gerir það sem fjandmaður föður- landsins.“ Það voru engin takmörk f.yrir fögnuði fólksins. Og svo komu Rússarnir — hin- ir sigrandi herrar. Killinger framtli sjájfsmorð, og þýzku herjirnir hurfu út úr land- inu. En ógnanir Þ.jóðverja hófust þegar í stað, Nazistar gerðu loft- árásir á Bukarest í þrjá daga og þrjár nætur. Eldsprengja hæfði höRina, og allt starfsliðið fórst. Fullkomið öngþveiti og ringulreið ríkti í landinu og hinir rússnesku erindrckar og verndarar voru þess ekki megnugir að koma á ró og reglu. í stað Antonescus kom nú Andrei Visjinski, útsendari Moskvu. Hann notfærði sér út í æsar upplausnarástandið í land- inu, og byrjaði að setja fram kröf- ur og fyrirmæli. Hann krafðíst þcss að hin frjálslynda ríkisstjórn segði af sér, og að koinmunistinn Graza skyldi verða forsætisráð- herra. Ámeríka og England ínót- mæltu þessum aögerðum, en þá liöfðu Russar í hótunum og kváð- ust mundu setja konunginn frá vöÍdunV Og að síðústu varð ekki hjá því komist að láta undan áróðrinum frá austri. » Michael konungur varðíst eins lengi og hann gat. Hann neitaði að láta sjá sig við hersýningar og annað slíkt og sleit allri samvinnu við forsætisráðherrann. Að lokum var ekki annað fyrir hann að gera, en einmitt það sama, sem faðir hans hafði áður gert — það er að

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.