Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 16
176 SUNNUDAGSBLAÐIÐ '&$■ mb ALLT BREYTIST, NEMA . . . Nemendur í 9 ára bekk í barnaskóla einum í Par- ís áttu að semja stíl um árstíðirnar. Einn dreng- urinn valdi sér vorið sem verkefni, og skrifaði m.a.: „Vorið er fegursti tími ársins. Fuglarnir syngja í skóginum, trén laufgast og blómin springa út og breiða sig um allt. í stuttu máli sagt, allt klæðist nýjum búningi, nema kennarinn okkar, sem árið út og árið inn geng- ur í sömu gömlu, slitnu fötunum sínum“. □ □ n BETRA SEINT EN ALDREl. Hjón ein í Bozen, Josef og María Kirchentaler, giftust árið 1926. Fyrstu átta ár sín í hjónaband- inu eignuðust þau ekkert barn, en eftir. það kom hvert barnið á fætur öðru, og nýlega fæddi Maria, sem nú er 48 ára, 22. barnið í röðinni. □ □ n GÓÐ HUGMYND. í bæ nokkrum í Hol- landi hefur rakari einn fengið þá ágætu hugmynd að koma fyrir ljósmerki fyrir ofan dyrnar á rak- arastofu sinni. Rautt ljós táknar: „Löng bið“, gult: „aðeins nokkurra mín- útna bið“ og grænt: „stóll- inn er laus, gerið þér svo vel!“ □ □ □ DÓ EKKI RÁÐALAUS. Tíu ára drengur kom dag cftir dag i lyfjabúð- ina og bað um megrunar- pillur. Þegar hann kom í fjórða sinn voru engar megrunarpillur til, og fór drengurinn þá að gráta. Lyfsalinn spurði hann þá, hvað hann hefði að gera við svona mikið af megr- unarpillum; ekki var hann sjálfur svo feitur, að hann þyrfti að mogra sig. „P,g gcf kanínunum mín- um þær,“ sagði drcnpur- inn. „Pabbi hefur nefni- |cga sagt, að hann rctli að slátra þoim, þegar þær verði orðnar feitar.“ □'□■■□ MOZART MÆTTI SJÁLFUR. Aðgöngumiðastúlkan við óperuna í Stokkhólmi varð ekki lítið undrandi, er maður nokkur, Wolf- gang Amadeus Mozart, pantaði aðgöngumiða að frumsýningu á „Töfra- flautunni“ á dögunum: Hún áleit raunar að þetta væri einungis gamansemi, en svo var þó ekki. Mað- urinn, sem er 20 ára lög- fræðinemi, heitir réttu nafni Wolfgang Amadeus Mozart, og er auk þess frændi hins fræga aust- urríska tónskálds, sem fætt var fyrir 200 árum. Fyrir itm 150 árum flutti cin grcin Mozart-ættar- innar til Svíþjóðar, og tók þar upp nafnið Lundgren. En faðir unga mannsins, sem áður getur, er nú dómari í Chicago, og tók hann aftur upp hið gamla ættarnafn, og skýrði son sinn að fornafni í höfuðið á hinu fræga tónskáldi. □; •□ □ MITNKAR GRÍPA INN í VERKFALL. í prentaraverkfallinu í London á dögunum var blaðið „Economist1- um skeið prcntað í klaustri einu í Sviss. Nunnurnar önnuðust setninguna, en munkarnir prentunina. Fyrstu verkfallsvikuna, var „Economist11 prentað í Belgíu, þá næst í Vest- ur-Þýzkalandi og loks í klaustrinu í Sviss. Brezka útvarpsblaðið var prent- að í Frakldandi meðan á verkfallinu stóð. □ □ □ EKKI NÝZKUR. Englendingur, írlend- ingur og Skoti vildu heiðra látinn vin með bví að kasta peningum niður í gröf hans áður en mok- að var yfir. Englending- urinn fórnaði einu pnndi, írlendingurinn fimm chillingum, cn Skotinn vildi vcra ])cirra rausn- arlegastur og skrifaði ávísun upp á tvær milljónir! SUNNUDAGSBLADIÐ Ú.TGEFANDI: Simnudagsblaðið h.f. RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson, Stórholti 17. Simi 6151. Box 1127. AFGIiEIÐSLA: Ilverfisgötu 8—10. Sími 4905. Lausasöluverð kr-. 5,00. Ársfjórðungsgjald kr. 60. Alþýðuprentsmiðjan:

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.