Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 22.04.1956, Blaðsíða 6
SUNNUDAQ S B L A'ð I Ð ]fífi . . . Jim greip hönd hans, og var utan við sig af undrun. Godliman liíti hönd sinni aðvar- andi og sagði: — En munið að ég er kaupsýslumaður. — Ég vil fá verðmæti fyrir peninga mína. Og verði myndin ekki lík mér-. . . já, J>á er okkur Gyp að mæta. Láttið yður ekki sjást yfir það. Ef það er ekki nákvæmlega eins og ég, vil ég ekki málverkið, og þá verðið þér að leggja peningana á borðið eða flytja. — Það skil ég mæta vel, svar- aði Jim brosandi, en Marta bætti við: — Ég ímynda mér að herra Godliman sé nvjög góð fyrirsæta. Hann hefur svo svipmikið og sterkt andlit. •— Barnard má }>aklca yður fyr- ír, að ég skuli semja upp á }>etta . . . Godliman tók um hönd Mörtu — Við viljum allt gera fyrir Mörtu, er það ekki rétt, Gyp ? Ifundurinn rak upp boffs, og Jdví næst var ákveðinn tími, þegar Godlimann skyldi koma og sitja fyrir. Það liðu rúmar þrjár vikur þar til myndin var fullgerð. Jim var ánægður með hana. Honum þótti, sem þetta væri ein af beztu mynd- unum, sem hann hafði málað. Það átti hún líka að vera. Marta var sannfærð um að húseigandinn myndi verðá hrif- inn af myndinni. Þess vegna kom }mð henni mjög á óvart, kvöld nokkurt, þegar hún kom upp í vinnustofuna til Jim, að hann sat dapur í bragði og starði niður á gólfið. — Þetta fór bölvanlega, sagði hann. — Godliman bölvar sér upp á það að málverkið líkist honum ekkert. — En það er þó nauðalíkt hon- um, svaraði Marta. — Ég get ekki komið honum til þess að trúa því. Hann segir, að ef það líktist sér muni Gyp þekkja sig. Iíann ætlar að koma hingað upp með hundinn, og láta hann líta á málverkið. — Af hverju lét hann hundinn ekki skoða málverkið, meðan hann var hér ? — Aldrei þessu vant, var hund- urinn ekki með honunv. Hann var hjá dýralækni. Hann var vist með tannpínu. Karlinn er vitlaus. Aldrei hef ég orðið að þola aðra eins niðurlægingu, og þá, að hund- ur skuli eiga að dæma um list mína. Jitn andvarpaði og gekk óróleg- ur um gólf. — Hvenær ætlar hann að koma með hundinn ? spurði Marta. — Á morgun. Og veiztu hverju hann hefur fundið upp á ? Hann krefst þess nð ég láti myndina af sér standa meðal fjölda annarra rhálverka, sem ég á að raða upp hlið við hlið hér í vinnustofunni. Og aðeins ef Gyp þekkir mynd húsbónda síns, er allt í lagi. ITann er bandvitlaus karlinn. — Og þú átt áreiðanlega eftir að hitta marga skrýtna fugla, ef þú ætlar að leggja það fyrir þig að mála andlitsmyndir, sagði Marta. — En nú skulum við ekki hugsa Pólarrefur gæist í tunmir við bú- stað danskra manna í Meistaravík. meira um þetta. Við skulum fá okkur eitthvað að borða. Daginn eftir kom Godliman í heimsókn til listmálarans ásamt hundi sínum. Marta hafði lokið við að raða myndunum upp áður en húseigandinn kom móður og másandi upp stigann. — Þetta er gott, allt eins og það á að vera, sagði Godliman og néri hendurnar. Svo leysti liann hálsbandið af hundinum og sleppti honum. — Nú skulum við sjá hvort þú þekkir mig, karlinn ! Takið nú eftir honum. Hundurinn snuðraði meðfram málverkunum, og nam staðar frami fyrir mynd Thomasar Godli- matís og sleikti málverkið. — Það verð ég að segja, Gyp er skynsamur hundur. Hann hefur bókstaflega vit á öllu. Það má treysta honum! sagöi Godlimann og Ijómaði at' ánægju. Jim Barnard þurrkaði svitann af enni sér með titrandi hendi. — Þér verðið að fyrirgefa, að mér skyldi ekki strax lítast vel á málverkið, Barnard, sagði Godli- man og þrysti hönd lians innilega, — og að því búnu fór hann. Þegar hann var rétt kominn út fyrir dyrnar, hristi Jim höfuðið, og mælti: — Tími kraftaverkarma er ekki liðinn. — Þetta getur að minnsta kosti ekki annað kallast en krafta- verk. — Ekki svo stórfenglegt lcrafta- verk, sem þú álítur, sagði Marta hlæjandi. — Þefaðu af myndinni! Ifún bar myndina af Godliman upp að nefinu á Jim. — Það er lifi'arlykt af því, sagði hann. — Hefurðu núlð lifur um myndina ? Já, það gerði ég raunar, því að ég vissi að Gyp heldur álílca mikið upp á lifur og þú. — Þú ert sú fullkomnasta fyrir- sæta, sem um getur, sagði Jim og faðmaði hana að sér. i

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.