Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 1
Risarnir í tónlistinni Ásgeir Tómasson lýsir gerð myndar um Hljóma Menning Toppliðin á Englandi leika öll á úti- velli  Þórir Hergeirsson Evrópu- meistari með norska landsliðinu STOFNAÐ 1913 353. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SOMJAI Sirimekha, verkefnisstjóri þýð- ingar- og túlkaþjónustu í Alþjóðahúsinu, náði loks símasambandi við frænku sína á Phuket-eyju á Taílandi í fyrrinótt og fékk upplýsingar um afdrif fjölskyldunnar þar í landi eftir náttúruhamfarirnar á sunnudag. Henni létti mjög þegar hún heyrði að allir voru á lífi en frænkan og bróðir hennar höfðu slasast lítillega. Somjai óttast hins vegar um fjölmarga vini sína á eyjunni sem ekkert hefur spurst til enn þá. Somjai hefur verið búsett hér á landi í tíu ár og kom til Íslands 21 árs að aldri. Nán- asta fjölskylda hennar býr skammt frá Bangkok á Taílandi og varð því ekki vör við hamfarirnar. Einnig á hún bróður sem er búsettur í Singapúr. Somjai á svo níu ætt- ingja á eyjunni Phuket, sem varð illa úti í hamförunum, og sluppu þeir sumir naum- lega frá flóðbylgjunni. Hins vegar hefur hún ekkert heyrt af mörgum vinum sínum á eyjunni, m.a. frá þeim sem reka veit- ingastað niðri við strönd. Hún var farin að hafa verulegar áhyggjur af sínu fólki, loksins þegar símasamband náðist út í fyrrinótt og einhverjar fréttir var að hafa. „Það er hrikalegt að horfa á fréttamyndir frá þessum svæðum og allar hamfarirnar, ekki síst þegar ég þekki marga þarna og veit ekkert um afdrif þeirra. Tilfinningin er mjög skrýtin,“ segir Somjai. Somjai Sirimekha frá Taílandi beið lengi frétta af ættingjunum Óttast um marga vini sína á Phuket-eyju Morgunblaðið/Kristinn Somjai Sirimehka frá Taílandi bíður fregna af vinum sínum á Phuket-eyju. VARFÆRNI einkenndi í gær viðbrögð stjórnmálaleiðtoga í Evrópu við úrslitum for- setakosninganna sem fram fóru í Úkraínu á sunnudag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Víktor Jústsjenko, lýsti í gær yfir sigri en úr herbúðum mótframbjóðanda hans, Víktors Janúkóvítsj, bárust þær fregnir að úrslitin yrðu kærð til hæstaréttar Úkraínu þar eð „skipulögð kosningasvik“ hefðu átt sér stað. Jose Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fagn- aði í gær sigri Jústsjenkos og sagði niður- stöðuna jákvæða fyrir samskipti Úkraínu og ESB. Í helstu höfuðborgum Evrópu ein- kenndi varfærni þó viðbrögð manna enda hafði sigri Jústsjenkos ekki verið lýst yfir með formlegum hætti. Viðbrögð í Rússlandi voru önnur. Þar deildu höfundar forustugreina jafnt á ráða- menn í Úkraínu og í Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafði ekki farið dult með að hann studdi Janúkovítsj, keppinaut Jústsjenkos og frambjóðanda valdastéttar- innar, og sögðu nokkur rússnesk dagblöð furðulegt að ráðamenn í Rússlandi skyldu ekki hafa gert sér ljóst að Janúkovítsj ætti enga von um sigur. Þótt stjórnmálaþróunin í Úkraínu væri víða gagnrýnd var sú afstaða ráðandi að niðurstaða kosninganna væri áfall fyrir Rússa og ráðamenn þar. Arna Schram blaðamaður var við kosn- ingaeftirlit í Kíev og hún sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þar í borg vænti fólk greinilega mikils af Jústsjenko. Úrslitin kærð í Úkraínu Kíev, Moskvu, Brussel. AFP.  Appelsínugulur/6  Úkraína/18 AP Ung stuðningskona Víktors Jústsjenkos fagnar úrslitum kosninganna. UMFANG manntjóns í náttúru- hamförunum í Suður-Asíu í fyrra- dag er enn óljóst en tala látinna var í gær komin í 23.700 í alls níu löndum og var gert ráð fyrir að hún færi hækkandi. Þúsunda manna er enn saknað og Jan Ege- land, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem hefur yfirumsjón með neyðaraðstoð SÞ, sagði að þörf væri á umfangsmestu neyðaraðstoð sögunnar til að að- stoða þá sem eiga um sárt að binda. Egeland sagði á fundi í New York að jarðskjálftinn í Indlands- hafi, sem olli flóðbylgjum þeim er gengu á land á ströndum margra landa í Asíu með fyrrgreindum af- leiðingum, væri kannski ekki sá öflugasti sem mælst hefði „en af- leiðingar hans kunna að vera þær verstu sem við þekkjum vegna þess að fleiri voru óvarðir [fyrir flóðbylgjunni] en áður“ sökum fólksfjölgunar í löndunum við Ind- landshaf á síðustu fimmtíu árum. Sagði Egeland að kostnaður vegna þessara hamfara yrði gífur- legur, myndi velta á milljörðum Bandaríkjadala. Gáfu ekki út viðvaranir Talið er að manntjón hafi orðið mest á Sri Lanka, þar er vitað að 13.000 manns fórust. Í Indónesíu fórust 4.500 en varaforseti lands- ins, Jusuf Kalla, sagðist óttast að í Aceh í norðurhluta landsins, ná- lægt upptökum jarðskjálftans öfl- uga sem olli hamförunum, kynni tala látinna að fara í 20.000. Þúsundir manna biðu einnig bana á Indlandi og vitað var að hátt í 1.000 manns fórst í Taílandi. Þá fórst fólk á Maldíveyjum, Mal- asíu, Burma, Bangladesh og jafn- vel í Afríkuríkinu Sómalíu, í um 4.500 km fjarlægð frá upptökum jarðskjálftans. Þar er talið að hundr- uð fiskimanna hafi farist. Embættismenn í Indónesíu og Taílandi viðurkenndu að viðvaranir vegna yfirvofandi flóðbylgna, sem hefðu getað bjargað lífi fólks á svæð- um í nokkurri fjarlægð frá upptök- um jarðskjálftans, voru aldrei gefnar út eða of seint. Ríkisstjórnir landa á þessu svæði sögðu hins vegar, að engin leið hefði verið að átta sig á umfangi hættunnar. Ekkert eftirlits- kerfi með flóðbylgjum í Indlandshafi væri við lýði og löndin á þessu svæði hefðu ekki ráð á að koma því fyrir. Í gær fréttist um ferðir margra Íslendinga sem eru á slóðum nátt- úruhamfaranna. Enn er þó óvíst um ferðir 20 Íslendinga. Þörf á umfangsmestu neyðaraðstoð sögunnar  Þúsunda enn saknað eftir hamfarirnar í S-Asíu  Tala látinna komin í 23.700 í alls níu löndum  Óvíst um ferðir 20 Íslendinga AP Íbúar Aceh í Indónesíu virða fyrir sér lík fórnarlamba náttúruhamfaranna í gær. Þúsunda er saknað á Aceh.  Hamfarirnar/bls. 4, 26–27Harmi sleginn maður með lík sonar síns í bænum Galle á Sri Lanka. ARABÍSKA sjónvarps- stöðin Al-Jazeera lék í gær upptöku sem sögð var geyma rödd Osama bin Laden, leiðtoga al- Qaeda. Þar hvetur hann Íraka til að hunsa kosn- ingarnar sem halda á 30. janúar: „Sérhver sem tekur þátt í þessum kosningum verður tal- inn villutrúarmaður.“ Segir hann einnig að Jórdaninn Abu Musab al-Zarqawi sé erind- reki hans í Írak og hvetur alla múslíma í landinu til „að hlusta á hann“. Fyrr í gær hafði stærsti stjórnmálaflokk- ur íraskra súnní-múslíma tilkynnt að hann hygðist sniðganga kosningarnar í Írak. /19 Írakar hunsi kosningar Osama bin Laden Kaíró. AP. ♦♦♦ Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.