Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um hver áramót tek-ur meirihlutilandsmanna þátt í þeirri iðju að skjóta upp flugeldum í því skyni að fagna nýju ári. Sú gleði, sem fylgir flugeldum, get- ur þó fljótt breyst í and- hverfu sína ef ekki er farið að öllu með gát. Þess vegna vilja sölumenn flug- elda brýna fyrir lands- mönnum að sýna fyllstu varkárni við meðferð þeirra. Að meðaltali verða tæp- lega tuttugu slys tengd flugeldum á landinu um hver áramót. Af þessum slysum eru slys á höndum þau algengustu, eða rúmlega helmingur slysanna. Algengasta orsök þessara slysa er vangá eða vankunnátta. Þau slys sem verða fyrir utan áramótin sjálf verða flest í aldurshópnum 15 ára og yngri og eru þar strákar í meiri- hluta. Slys á höndum algengust Fyrir þessi áramót eru rúmlega 300 tonn af flugeldum flutt til landsins en meirihlutinn af þeim flugeldum eru á vegum Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Sig- rún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnarsviðs Landsbjargar, telur brýnt að þeir sem skjóti upp flugeldum kynni sér þær leiðbein- ingar sem flugeldunum fylgja. „Sá hópur sem verður helst fyrir slys- um tengdum flugeldum eru börn og heimilisfeður um fertugt. Þeir sem helst verða fyrir slysum á gamlárskvöld eru heimilisfeður. Þeir fara ekki eftir þeim leiðbein- ingum sem fylgja með flugeldun- um og einnig er áfengi haft um hönd en áfengi og flugeldar eiga ekki samleið. Algengast er að slys verði á höndum fólks en augnslys- um hefur fækkað til muna. Það má rekja til þess að notkun öryggis- gleraugna hefur aukist bæði hjá þeim sem sjá um að skjóta flugeld- unum upp og þeim sem á horfa en gleraugun fást gegn vægu gjaldi á sölustöðum flugelda. Til þess að koma í veg fyrir slys á höndum er mikilvægt að þeir sem fara með flugeldana séu klæddir í ullar- eða skinnhanska.“ Sigrún segir það skipta miklu máli að hafa stöðugt undirlag und- ir flugeldana en ella geta þeir færst úr stað með ófyrirséðum af- leiðingum. „Það þarf að gera ráð- stafanir til þess að tryggja að fyrir hendi sé stöðug undirstaða þar sem flugeldunum er skotið upp. Einföld lausn er að taka tvær tveggja lítra gosflöskur, festa þær saman og fylla þær af vatni og nota þær sem skotpall fyrir flug- eldana. Þegar kveikt er í flugeld- um á ekki að halla sér yfir flugeld- ana heldur kveikja í þeim með útréttri hendi og víkja vel frá um leið og logi er kominn í kveikiþráð- inn.“ Börn og flugeldar Sá hópur sem verður einna helst fyrir slysum bæði fyrir og eftir gamlárskvöld eru piltar á ung- lingsaldri. „Unglingspiltar eiga það til að gera heimatilbúnar sprengjur sem geta valdið slysum. Oftar en ekki eru þessar sprengj- ur í glerkrúsum eða rörbútum og springa fyrr en þeim var ætlað,“ segir Sigrún. Ekki má selja börnum yngri en 16 ára flugelda og það er brýnt að fullorðnir hafi stöðugt eftirlit með börnum þegar þeir eru hafðir um hönd. Sigrún segir að það sé tekið hart á þessu hjá Landsbjörg. „Það eru 120 sölustaðir flugelda hjá björgunarsveitum um land allt. Við höfum tekið hart á því að flug- eldar séu ekki seldir börnum sem ekki hafa náð tilskildum aldri. Það verður þó að koma í veg fyrir það að foreldrar og forráðamenn kaupi ekki flugelda handa börnum sín- um og láti þau vera eftirlitslaus með þá.“ Að sögn Sigrúnar er mikilvægt að halda yngstu börnunum í góðri fjarlægð frá flugeldum en þau eru ekki jafn viðbragðsfljót og full- orðnir og bera ekki skynbragð á þá hættu sem fylgir notkun flug- elda. „Það er nokkuð algengt að börn sem ekki eru að meðhöndla flugelda heldur að horfa á slasist, þar sem þau standa of nærri þegar verið er að skjóta flugeldunum á loft. Fólk ætti að hafa yngstu börnin nærri sér og forðast það að láta þau hlaupa með þegar verið er að tendra kveikinn. Þá er ekki síð- ur mikilvægt að þau beri öryggis- gleraugu og hafi hanska á höndum ef þau fá að halda á blysum.“ Brunasár ber að kæla þegar í stað Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítal- ans í Fossvogi, segir að ávallt verði einhver slys vegna flugelda um áramót en aukning slysa sé vart merkjanleg á milli ára. „Það eru helst börn og unglingar sem koma hingað með brunasár en slíkt get- ur þó hent fólk á öllum aldri. Al- gengast er að börnin brenni sig á blysum sem þau jafnvel mega ekki halda á.“ Ef brunasár hlýst af völdum flugelda ber, að sögn Jóns, að kæla sárið þegar í stað og ef áverkinn er alvarlegur verður við- komandi að komast undir læknis- hendur. „Besta vörnin gegn slys- um er þó að fylgja leiðbeiningum og gæta varúðar.“ Fréttaskýring | Að meðaltali verða um 20 slys tengd flugeldum um áramótin Heimilisfeður í hættu Algengasta orsök flugeldaslysanna um áramót er vangá eða vankunnátta Að jafnaði verða um 20 slys um áramót. Það eru ekki allir sem gleðjast við flugelda  Umsjónarmenn dýra verða að vera á varðbergi þegar áramótin nálgast og gera ráðstafanir varð- andi dýrin en um hver áramót berast fréttir af dýrum sem ær- ast af völdum flugelda. Þeir sem halda dýr á sínu heimili, líkt og hunda eða ketti, ættu að loka gluggum og draga fyrir þá. Einnig er gott að hafa ljósin kveikt og hafa jafnvel einhverja tónlist í gangi en þá verður há- vaðinn frá flugeldunum ekki eins áberandi. thorirj@mbl.is KRISTBJÖRN Sigurjónsson, verslunarstjóri á Ísafirði, og Rannveig Halldórsdóttir notuðu veðurblíðuna á jóla- dag til að brenna jólasteikinni og skelltu sér á göngu- skíði á Golfvelli Ísfirðinga. Talsvert af rjúpu varð á vegi þeirra en eins og kunnugt er voru rjúpunni gefin grið þessi jólin. Eins og sjá má á myndinni fylgdist rjúpan róleg með skíðaiðkun Kristbjörns og Rann- veigar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Rjúpan spök um jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.