Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 24
HALLGRÍMUR Sævarsson er gott dæmi um að við ráðum sjálf ótrúlega miklu um velferð okkar. Hann lenti í bílslysi árið 1995, þá tvítug- ur að aldri og skaddaðist á hálsi og hrygg. Gliðnun í hryggjarlið framkallaði stöðuga og mikla verki og Hallgrímur ánetjaðist sterkum verkjalyfjum og í framhaldi af því lagðist hann í sjálfsvorkunn og beit frá sér alla sem honum þótti vænt um. Þegar honum hafði tekist að höndla lyfjafíknina tók önnur fíkn við, hann lagðist í ofát og varð 114 kíló á skömmum tíma. Hann sólundaði sex árum í það að rífa sjálfan sig niður, andlega og líkamlega og kenndi æv- inlega slysinu og öðrum um ófarir sínar. Hann var nær dauða en lífi þegar hann áttaði sig á að það væri fyrst og fremst undir honum sjálfum komið að standa upp. Hann játaði sig sigraðan, horfðist í augu við eigin breyskleika og reis upp með von í hjarta. Síðan hefur hann verið að vinna í því að verða betri manneskja og bæta fyrir misgjörðir sínar. Hann segir það eilífð- arverkefni, en líka verðugt verkefni. Eins og Andrés önd „Ég var búinn að lifa í ótta í mörg ár þegar ég áttaði mig loksins á því að það var ekki einungis þessu slysi að kenna hvernig fyrir mér var kom- ið. Að það var ekki vegna verkja í bakinu, að það var ekki vegna þess að einhver hafði brugð- ist mér, heldur vegna þess að ég hafði verið í feluleik við sjálfan mig,“ segir Hallgrímur sem fór í afeitrun á Vog árið 2001 og hreinsaði öll lyf úr líkamanum. Síðan fór hann í fjögurra vikna eftirmeðferð á Vík á Kjalarnesi þar sem hann fékk fræðslu og öðlaðist von um að geta lifað án lyfja. En fljótlega tók önnur fíkn við: Ofát. Á stuttum tíma varð hann 114 kíló og það hafði mikil og slæm áhrif á allt líf hans. „Ég var orð- inn heilsulaus vegna offitu og ofátið var alger- lega hömlulaust. En ég var svo heppinn að ég rankaði við mér við orð íþróttasálfræðings um áhrif þess að setja sér skrifleg markmið og að taka eitt skref í einu. Þá ákvað ég að ná af mér aukakílóunum með þeirri aðferð. Þetta snýst einfaldlega um að borða minna og hreyfa sig meira. En það var ekki auðvelt í byrjun og ég var ekki glæsilegur fyrsta kvöldið þegar ég sil- aðist um götur Reykjavíkur og kom svo heim nær dauða en lífi af mæði eftir 15 mínútna lötur. Mér leið eins og ég væri Andrés önd í einni sög- unni um hann, þar sem hann varð svo spikfeitur af gosþambi að hann komst varla um og silaðist eins og blaðra um götur Andabæjar.“ Bikar í Reykjavíkurmaraþoni En Hallgrímur hélt sínu striki og smátt og smátt varð skokkið að hlaupi. „Ég hljóp af mér 35 kíló á einu ári. Ég setti mér það markmið að ná kjörþyngd og mér tókst það á þessum tólf mánuðum. Ég fór úr 114 kílóum niður í 78 kíló.“ Nákvæmlega ári eftir að Hallgrímur byrjaði að hlaupa, þá lauk hann Reykjavíkumaraþoni (42,2 km) í fyrsta sinn og hljóp það á tímanum 4 klst. og 17 mín. Í sumar hljóp hann svo sitt annað Reykjavíkurmaraþon og var þá fyrstur Íslend- inga á aldrinum 20–30 ára til að ljúka því og náði settu markmiði sínu að ljúka því á minna en 4 klukkustundum. Hann hljóp það á 3 klst. og 58 mínútum og hlaut fyrir vikið glæstan far- andbikar. „En þó að mér gangi vel í hlaupinu þá þarf ég að vera stöðugt á verði því ég á auðvelt með að bæta á mig kílóum og ég er alltaf að detta í eitt- hvað sætt. En ég er fljótur að stoppa mig af.“ Reyni að bæta fyrir brot mín Á þeim sex árum sem Hallgrímur var á valdi fíknarinnar, hrakti hann frá sér alla sem honum þótti vænst um, m.a. þáverandi kærustu og dóttur þeirra. „Það er mjög erfitt að vera í sam- bandi við barnið sitt þegar maður er ekki leng- ur maður sjálfur. Og það var sárt að viðurkenna að ég var ekki sá frábæri pabbi sem mig langaði að vera. Í raun á ég tilvist dóttur minnar að þakka að ég tók á mínum vanda því hún ýtti svo sterkt við mér. Hún var stöðug áminning til mín um að ég væri að bregðast.“ Hallgrímur segist hafa staðnað í þroska þessi sex ár sem voru skelfilegur tími. „Ég gerði mörgum hræðilega hluti, bæði fjárhagslega og tilfinningalega. Í dag sé ég að ég var mjög veik- ur maður og ég er enn að vinna í óuppgerðum málum. Ég fer og hitti fólk sem ég hef komið illa fram við og reyni að bæta fyrir brot mín og bið það fyrirgefningar. Það er svo mikill léttir að loka alls konar málum, bæði fyrir geranda og þolanda. Eins er ég að vinna í því að stytta skuldahalann.“ Hann tekur einn dag í einu, lifir góðu lífi og er þakklátur. „Ég á yndislega konu og er í góðu sambandi við dóttur mína og barnsmóður mína. Ég er í Kennaraháskólanum og vinn við kennslu sem mér finnst alveg frábært starf.“ Ég geri mistök eins og aðrir Hallgrímur segist leggja sig fram um að halda sínu borði hreinu og hann heldur áfram að bæta fyrir mistök sín. „Á meðan svo er, þá þarf ég ekki að deyfa mig með lyfjum eða ofáti. Vissu- lega geri ég mistök, nánast á hverjum degi, en ég gefst samt ekki upp. Ég er meðvitaður um bresti mína og ég held þeim í skefjum þegar þeir koma upp. Ég á mína svörtu daga rétt eins og allir aðrir. En ég hef þétt net stuðningsmanna í kringum mig, ég fer reglulega á fundi og stunda 12 spora samtök ásamt því að leiða menn í gegn- um sporin eins og ég var leiddur inn í þau á sín- um tíma. Það er til lausn fyrir alla sem á þurfa að halda og vilja. Hún felst í því að gefast upp fyrir vandanum, viðurkenna vanmátt sinn og stjórn- leysi og biðja um hjálp. Einhverjum finnst kannski skrýtið að ég segi það en ég er á vissan hátt þakklátur fyrir að hafa lent í öllum þessum hremmingum, því þær hafa gert mig að betri manni og gefa mér tækifæri til að hjálpa öðrum.“  HEILSA Hann hafði betur í baráttunni við lyfja- fíkn og offitu. Kristín Heiða Kristins- dóttir hitti ungan mann sem sigraðist fyrst og fremst á sjálfum sér. khk@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Léttur í spori sem aldrei fyrr. Hleypur nú sex daga vikunnar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Farandbikar hampað sem Hallgrímur hlaut fyrir að vera fyrst- ur Íslendinga á þrítugsaldri til að ljúka Reykjavíkurmaraþoni. Hallgrímur sumarið 2001 þegar kílóin voru orðin fleiri en góðu hófi gegndi. Lífið er gott – núna 24 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Opnunartími: 11-18:30 mán-fös 10-18 lau / 13-17 sun. Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Í vélinni er nýi Intel Prescott örgjörvinn ásamt Kingston vinnsluminni með eilífðarábyrgð, hljóðlátur harður diskur, netkort, geislaskrifari, XP Pro og margt fleira. verð 89.900.- Skrifstofuvélin sem uppfyllir ítrustu kröfur nútímans. ÞAÐ ber vott um sterka félagslega stöðu og hæfni ef fólk á vini af gagn- stæðu kyni, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var við Gautaborgarháskóla. Í Svenska Dagbladet kemur fram að sál- fræðinemar við háskólann hafi kann- að vinatengsl og afstöðu 148 manns og í ljós kom að 85% áttu eða höfðu átt vini af gagnstæðu kyni. Á aldrinum 24–30 ára var algengast að slík vinatengsl væru fyrir hendi eða hjá um 90%, en sjaldgæfara eftir því sem fólk eltist. Eldri borgarar litu t.d. frekar á slík vinatengsl sem leið til að fylla upp í tómarúmið eftir lífs- förunaut, en í hópnum 61–75 ára áttu 65% vin af gagnstæðu kyni eða höfðu einhvern tíma átt. Könnunin leiddi ennfremur í ljós að fólk metur vinatengsl af þessu tagi mikils. Fólk fann einnig fyrir jákvæðri athygli frá öðrum og sálfræðinem- arnir drógu þá ályktun að það væri m.a. vegna þess að vinirnir vektu að- dáun annarra fyrir að geta haldið sambandinu sem vinasambandi en ekki þróað það í ástarsamband. Það var einmitt nefnt af mörgum þeirra sem svöruðu spurningalist- unum í könnuninni, að kynferðislegt aðdráttarafl gæti eyðilagt vina- sambandið, ennfremur afbrýðisemi maka. Sara Remdahl, annar sál- fræðineminn sem stóð fyrir könn- uninni, segir að aðdráttaraflið geti þvert á móti haft jákvæð áhrif á vina- samband af þessu tagi. Það þurfi að liggja fyrir um hvers konar samband sé að ræða og þá er hægt að nýta að- dráttaraflið til þess að efla sjálfstraust hvors annars.  SAMSKIPTI Gott að eiga vini af gagn- stæðu kyni Morgunblaðið/Árni Torfason Vinir að leik: Það þykir bera vott um sterka félagslega stöðu og hæfni að eiga vini af gagnstæðu kyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.