Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætu og hendur nálægðra Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Nýtt sorphirðukerfi verður tekið í notkun í Reykjavík um áramót, en þá býðst íbúum í sérbýli (rað-, par-, og einbýlishúsum) að fá grænar öskutunnur, sem losaðar eru á tveggja vikna fresti í stað vikulega eins og nú er. Sorphirðugjöld fyrir grænar tunnur eru helmingi lægri, 4.850 kr.á ári en eru 9.700 fyrir hefð- bundnar/svartar tunnur sem áfram verða í notkun í fjölbýlishúsum og í sérbýlum sem ekki óska eftir nýju tunnunum. Dreift á næstu dögum Að sögn Guðmundar B. Friðriks- sonar, deildarstjóra hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu, höfðu alls um 1.460 grænar tunnur verið pantaðar á aðfangadag, en áætlanir gera ráð fyrir að um 20% sérbýla verði komin með slíkar tunnur á næstu vikum (um 1.800 tunnur). Hægt er að panta tunnurnar með því að hringja í stofn- unina eða senda tölvupóst á sorp- hirda@reykjavik.is. Að sögn Guð- mundar getur fólk breytt tunnufjölda og tíðni losana eftir því hvernig tunnu það velur, árið um kring. Sé pöntuð ný tunna er miðað við að hún sé komin til borgaranna næsta dag. Einhverjar vikur munu þó líða þar til tekst að koma fyrstu ösku- tunnunum til þeirra sem eftir þeim óskuðu, en fyrstu 400 tunnurnar eru komnar til landsins og er stefnt að því að byrja að dreifa þeim til við- skiptavina á allra næstu dögum. Þær eru hefðbundnar að stærð og að lög- un eins og eldri tunnur, en grænar á lit. Fólk í fjölbýli getur fækkað tunnum Að sögn Guðmundar sjá starfs- menn borgarinnar einnig um að fækka tunnum hjá þeim sem þess óska, bæði í sér- og fjölbýli. Þannig geti íbúar í fjölbýli einnig lagt sitt af mörkum og sparað í sorphirðugjöld- um með því að flokka úrgang og skila til endurvinnslu. Frá og með áramótum er einnig gert ráð fyrir að allt umframsorp verði í sérmerktum pokum. Með nýj- um grænum öskutunnum fylgja fimm pokar á tunnu, en ráðgert er að hefja sölu á pokunum fljótlega á nýju ári, en þeir bera sérstakt sorphirðu- gjald fyrir söfnun og förgun á úr- ganginum. Þegar pokinn er nýttur og óskað er losunar er pokinn staðsettur við hliðina á öskutunnunni. Hann er eingöngu ætlaður undir heimilissorp og er óheimilt að setja í hann spilli- efni eða annan hættulegan úrgang, timbur, brotamálm og annan grófan úrgang, garðaúrgang, múrbrot, jarð- efni eða grjót. Sama á við um ösku- tunnur. Að sögn Guðmundar ber þó alltaf eitthvað á því, einkum á sumr- in, að fólk losi t.d. garðaútgang í tunnurnar. Beri svo við séu tunnurn- ar einfaldlega ekki losaðar fyrr en eigandinn hefur tæmt þær að nýju, en reynt er að fylgjast með að ekki fari í tunnurnar hlutir sem þar eiga ekki heima. Að sögn Guðmundar er tilgangur- inn með nýju sorphirðukerfi sá að bjóða Reykvíkingum að lækka sorp- hirðugjöld, flokka sorp sitt og fara tíðari ferðir í grenndarstöðvar með flokkað rusl, eins og dagblaðapappír, drykkjarfernur og -umbúðir og nýta sér ennfremur jarðgerðartunnur undir lífrænan úrgang. Hægt er að nálgast upplýsingar um heimajarð- gerð á heimasíðu Reykjavíkurborg- ar, www.rvk.is, inni á vef Umhverf- isstofnunar. Þá spari borgaryfirvöld um leið fjármuni með færri losunum á sorpi frá heimahúsum. Að sögn Guðmundar er það árviss viðburður um þetta leyti árs, þegar álagning- arseðlar eru sendir út og sorphirðu- gjald er tiltekið, að fólk hringi og spyrjist fyrir um breytt fyrirkomulag á sorphirðu og óski jafnvel eftir að fækka tunnum. Þess má geta að endurnýjun og viðhald á sorptunnum er í höndum Reykjavíkurborgar og getur fólk haft samband við Umhverfis- og heil- brigðisstofu, telji það að tunnur þurfi endurnýjunar eða viðhalds við. Búið að panta 1.500 grænar öskutunnur Stefnt að því að nýtt sorphirðu- kerfi nái til 20% sérbýla í fyrstu Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur Elínarson, starfsmaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavík- urborgar, við nýju, skærgrænu öskutunnurnar. LEIKARINN góðkunni, Kiefer Sutherland, hefur dvalist á Íslandi undanfarna daga og í gærkvöldi var hann viðstaddur tónleika á Kofa Tómasar frænda í miðbæ Reykjavíkur, en þar spilaði vinur hans, Rocco Deluca, (t.h.) nokkur lög. Sutherland tók ekkert í gítarinn, en hann hefur einbeitt sér að leik í kvikmyndum og sjónvarpsþátt- um. Að undanförnu hefur hann leikið eitt aðal- hlutverkið í sjónvarpsþáttunum 24, sem sýndir hafa verið hér á landi. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Kiefer Sutherland á tónleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.