Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Sýnd kl. 3, 5.30, 8, 9.30 og 11. Ath. Aukasýning 9.30. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu Ein stærsta opnun frá upphafi í des í USA. Jólamyndin 2004 Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Sýnd kl. 3 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Kvikmyndir.is M.M.J. Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 3 og 5.30. Ísl. tal./ kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Enskt tal. H.J. Mbl.  Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1, 3.30 og 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 1, 3.30, 6, 8.30 og 11. Enskt tal. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.30, 5 og 7.30. Ísl.tal. Sýnd kl. 5, og 7.30. Enskt tal.  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið KRINGLAN Forsýnd í kvöld kukkan. 10. Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 BÚÐU ÞIG UNDIR HIÐ ÓTRÚLEGA! ! BÚÐU ÞIG UNDIR HIÐ ÓTRÚLEGA! ! Frá framleiðendum Toy Story, Monsters Inc og Finding Nemo. Frá framleiðendum Toy Story, Monsters Inc og Finding Nemo. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ NICHOLAS CAGE FOR SÝN D Í KVÖ LD I ÞAÐ er alltaf hálfvandræðalegt að horfa á kvikmyndir eins og Pap- arazzi í stórum og vel útbúnum bíó- sölum, svo augljóslega eiga þær ekki heima annars staðar en neðarlega í hillum myndbandaleiga eða sem uppfyllingarefni á einhverri sjón- varpsrásinni. Leikstjóri Paparazzi hefur reyndar unnið um árabil í has- armyndabransanum, þó ekki sem leikstjóri, heldur sem förðunarmeist- ari. Paparazzi er fyrsta kvikmynd leikstjórans, sem þó hefur leikstýrt nokkrum spennuþáttum fyrir sjón- varp og virðist hafa tekið aðalleik- arann, hinn svipstjarfa en einkar vel greidda Cole Hauser, með sér þaðan. Nokkrir stórleikarar eiga örstutta viðdvöl í myndinni, í nokkurs konar gríninnslögum, en eini burðarleik- arinn sem eitthvað getur leikið er Dennis Farina. Umfjöllunarefnið er eitt það elsta úr gömlu góðu kúreka- hefðinni, vinsælt amerískt sagna- minni sem gæti verið nokkurs konar manífestó fyrir hin alræmdu samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, NRA. Hér er nefnilega fylgst með söguhetju sem þykir réttilega mega grípa til hvaða ráða sem er til þess að vernda sitt heimili og sína fjölskyldu fyrir utanaðkomandi ágangi. Vondu kallarnir eru ásæknir blaða- ljósmyndarar, alger óþverralýður, en samkvæmt myndinni eru það helst fyrrum glæpamenn, mót- orhjólaónytjungar, nauðgarar og fyllibyttur sem sækjast eftir að starfa við það að sjá Séð og heyrt menningu heimsins fyrir myndefni. Góði kallinn er einkar ósannfærandi hasarmyndahetja (Hauser) sem verður frægur yfir nótt, og ákveður brátt að grípa til eigin ráða til að bægja frá sér óþverralýðnum sem myndar hann í gríð og erg. Stirð- busaheitin eru á háu stigi í þessari 3. flokks spennumynd. Meira botnfall Cole Hauser fer með aðahlutverkið í „3. flokks“ hasarmyndinni Paparazzi. KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Paul Abascal. Aðalhlutverk: Cole Hauser, Robin Tunney, Tom Size- more. Bandaríkin, 86 mín. Paparazzi  Heiða Jóhannsdóttir ANGELINA Jolie, leikkona og góð- gerðarsendiherra Sameinuðu þjóð- anna, heimsótti ásamt fjögurra ára ættleiddum syni sínum palestínsk börn á munaðarleysingjaheimili í Líbanon á aðfangadag. Vildi Jolie kynna son sinn, Madd- ox, sem fæddur er í Kambódíu, fyr- ir fólki sem hefur ekki verið jafn- lánsamt og hann. AP Jolie heimsækir munaðarleysingja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.