Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Mi 29/12 kl 20, - UPPSELT Su 2/1 kl 20, Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Mi 29/12 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 HÉRI HÉRASON Fyndið-ferskt-fjörugt-farsakennt Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið. www.loftkastalinn.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ÓLIVER! Frumsýning í dag Óliver! Eftir Lionel Bart 28.12 kl 20 Frums. UPPSELT 29.12 kl 20 2. kortas. UPPSELT 30.12 kl 16 Aukas. UPPSELT 30.12 kl 21 3. kortas. UPPSELT 02.01 kl 14 Aukas. UPPSELT 02.01 kl 20 4. kortas. UPPSELT 06.01 kl 20 5. kortas. UPPSELT 08.01 kl 20 6.kortas. UPPSELT 09.01 kl 20 7.kortas. Örfá sæti 13.01 kl 20 Örfá sæti 15.01 kl 20 Örfá sæti 16.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00 ÖRFÁ SÆTI LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00 UPPSELT Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18 Lokað á sunnudögum ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Í nóvember og desember bárustMorgunblaðinu tilkynningarum áttatíu og sjö opinbera að- ventu- og jólatónleika með sígildri jólatónlist. Aðventu- og jóla- tónleikar voru þó í heild mun fleiri, því hér eru ekki taldir með þeir jólatónleikar sem tilheyrðu dæg- urtónlist, og heldur ekki þeir sem engar tilkynningar bárust um, en á landsbyggðinni eru slíkir tón- leikar fyrst og fremst kynntir í héraðs- blöðum. Þá eru ótaldir jóla- tónleikar í skólum, og tónleikar sem sérstaklega eru haldnir á veg- um fyrirtækja og stofnana, en slíkt tónleikahald hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum. Enn má svo nefna aðra tónleika, sem ekki voru sérstaklega helgaðir aðventu og jólum, þeir voru þó nokkrir. Það má því gera ráð fyrir því að sérstakir aðventu- og jólatónleikar hafi verið hátt á annað hundraðið, og tel ég það varlega áætlað. Það kæmi mér ekki á óvart þótt þeir hefðu farið yfir á þriðja hundraðið. Í litlu landi með fáa íbúa, eru þetta gífurlega háar tölur. Þegar tónleikaaðsókn er skoðuð, verða tölurnar enn athyglisverðari. Hjá Hallgrímskirkju fengust þær upp- lýsingar að fullt hús hefði verið á alla tónleika í kirkjunni á aðvent- unni, – það er, á milli átta og níu hundruð manns, nema á orgeltón- leika snemma á aðventu, sem ein- ungis á annað hundrað manns sóttu. Alls voru þetta fimmtán tón- leikar, bæði á vegum Listvinafélags kirkjunnar og annarra, og því er varlega áætlað að um ellefu þúsund manns hafi sótt tónlistarviðburði í kirkjunni á aðventu. Sömu sögu er að segja af öðrum tónleikastöðum; svo virðist sem aðsókn á aðventu- og jólatónleika í ár hafi verið með allra mesta móti. Hvað má lesa úr þessum upplýs- ingum? Í fyrsta lagi er ljóst að þó svo að gríðarlegur kippur hafi færst í tón- leikahald á aðventu, virðist það ekki bitna á aðsókn. Framboð og eftirspurn virðast fara saman. Fyr- ir rúmum áratug voru nokkrir stór- ir tónleikar árvissir á aðventu, eins og tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur, Blásarakvintettinn með Kvöldlokkur sínar, Jóla- söngvar Kórs Langholtskirkju, Jólatónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju og nokkrir fleiri. Þess- um föstu árvissu tónleikum fjölgar nú hratt, fleiri kórar hafa bæst í hópinn og fleiri kammerhópar. Það er ljóst að tónlistarmenn eiga ákaflega annríkt í desember. Hljóðfæraleikarar og einsöngvarar koma jafnvel fram á mörgum tón- leikum allt frá upphafi aðventu og ekkert lát verður á fyrr en eftir ein- söng eða hljóðfæraleik við jóla- messur. Kórarnir eiga stóran þátt í tónleikahaldinu á þessum tíma, og það vissulega athyglisvert hve margir kórsöngvarar eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu við æf- ingar og tónleikahald á þessum tíma. Síðast en ekki síst er það svo fólkið sem mætir á alla þessa tón- leika. Það skiptir tugum þúsunda ef að líkum lætur. Reyndin er sú, að upplifun tónlistar er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi stórs hluta þjóðarinnar. Kirkjurnar gegna þar mikilvægu hlutverki, því langflestir þessara viðburða eiga sér stað inn- an þeirra veggja. Það er oft og einatt talað um að efnishyggjan grípi þessa þjóð helj- artökum þegar líður að jólum, en það má líka vera ljóst að æ fleiri leita nautnar í þeirri andlegu upp- lifun sem tónlistin veitir. Óvenjumargir tónleikar og góð tónleikasókn ’Reyndin er sú, að upp-lifun tónlistar er orðinn fastur liður í jólaund- irbúningi stórs hluta þjóðarinnar.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Frá jólatónleikum sem haldnir voru í Grafarvogskirkju í Reykjavík á aðventunni. Um eitt hundrað og tuttugu manna kór söng í kirkjunni en hann var myndaður úr barnakór, unglingakór og kór Grafarvogskirkju. Morgunblaðið/Þorkell Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.