Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.2004, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2004 15 ÚR VERINU MIKIL vinna hefur verið í land- vinnslunni hjá HB Granda á árinu. Ákveðinnar sérhæfingar gætir við vinnslu á hráefninu, þorskur og ýsa eru að mestu unnin í vinnslunni á Akranesi og karfi og ufsi eru unnin í Norðurgarði í Reykjavík. Nánast allur afli sem unninn er kemur frá eigin skipum. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Í Norðurgarði var um miðjan desember búið að vinna úr alls 16.146 tonnum af afla frá ísfisk- togurunum það sem af er árinu og hafa farið að jafnaði um 350 tonn af hráefni á viku í gegnum vinnsluna. Mikil sérhæfing hefur átt sér stað við vinnslu á ufsa og er t.d. búið að vinna ufsaafurðir úr tæplega 9.000 tonna afla sem er töluverð aukning á milli ára. Vinnutíminn er að öllu jöfnu frá kl. 8 til 19 og á löngum tímabilum á árinu hefur einnig ver- ið unnið á næturvöktum frá kl. 24 til 8. Um 130–140 manns starfa að jafnaði við vinnsluna í Norðurgarði. Fyrr á árinu var sett upp og tekin í notkun ný vinnslulína á Akranesi. Vinnslulínan er hönnuð og smíðuð hjá Skaganum hf. og er sérstaklega hönnuð fyrir vinnslu á þorski og ýsu. Eftir nokkra erfiðleika í byrj- un sem aðallega voru tæknilegs eðl- is hefur vinnslan gengið vel nú í haust og hafa afurðirnar líkað vel hjá viðskiptavinum fyrirtækisins en stór hluti afurðanna er fluttur út ferskur með flugi. Mikil samvinna hefur verið við Tanga á Vopnafirði, en nú er unnið að samruna fyrirtækjanna, og hef- ur komið mikið af þorski þaðan til vinnslu á Akranesi á meðan síld- arvinnslan var á fullu fyrir austan í haust. Unnið er að öllu jöfnu frá kl. 7 til 19 á Akranesi á tveimur vökt- um virka daga og starfa að jafnaði milli 70–80 manns við vinnsluna. „Vel hefur gengið að selja og af- setja framleiðsluna og hefur af- urðaverð heldur stigið þegar liðið hefur á árið eftir töluverða lækkun undanfarin ár. Reksturinn hefur farið batnandi en vissulega setur hátt gengi íslensku krónunnar strik í afkomu landvinnslunnar og gerir reksturinn erfiðari en ella,“ segir á heimasíðunni. Morgunblaðið/Þorkell Landvinnsla Mikil vinna hefur verið í fiskinum hjá HB Granda að undan- förnu. Hér er verið að vinna ufsa í fiskiðjuveri félagsins við Norðurgarð. Mikil vinna hjá HB Granda FRAMKVÆMDASTJÓRI Íslands- sögu ehf. á Suðureyri segir bæjarráð Ísafjarðarbæjar hunsa fyrirmæli bæjarstjórnar með því að setja ekki reglur um úthlutun byggðakvóta sem í hlut bæjarins kom á dögunum. Hann segist ekki trúa öðru en bæj- arráð endurskoði afstöðu sína og sendi sjávarútvegsráðuneytinu regl- ur fyrir áramót. Ísafjarðarbær fékk úthlutað samtals 210 þorskígildis- tonna byggðakvóta. Frá þessu er greint á fréttavef Bæjarins bezta á Ísafirði. Bæjarráð hefur ákveðið að setja ekki reglur um úthlutunina heldur óska þess að sjávarútvegsráðuneytið sjái um það. Skoðanir bæjarfulltrúa hafa tekið nokkrum breytingum frá því að málið kom fyrst til umræðu á bæjarráðsfundi þann 13. desember. Á þeim fundi var bæjarstjóra falið „að vinna tillögur Ísafjarðarbæjar að skiptingu ofangreindra aflaheimilda og leggja fyrir bæjarráð“, eins og sagði í bókun bæjarráðs. Málið tók síðan breytingum á fundi bæjarstjórnar þann 16. desember. Þá samþykkti bæjarstjórn svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn gefur bæjarráði fulla heimild til að ganga frá tillögu varðandi úthlutun byggðakvóta þar sem tillögur þurfa að berast sjávarút- vegsráðuneytinu fyrir 1. janúar 2005.“ Á fundi bæjarráðs þann 20. desem- ber tók málið svo enn breytingum. Þá var áðurnefnd tillaga bæjarstjórnar til afgreiðslu á bæjarráðsfundinum. Þar var samþykkt eftirfarandi til- laga: „Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tel- ur farsælast að sjávarútvegsráðu- neytið úthluti sjálft þeim byggðakvóta er féll í hlut Ísafjarð- arbæjar. Ætla verður að ráðuneytið hafi lagt til grundvallar hlutlægt mat við heildarúthlutun og því eðlilegt að einstaka úthlutanir byggi á sömu for- sendum.“ Leggi sveitarfélögin sjálf ekki fram reglur þá úthlutar Fiskistofa kvótanum í hlutfalli við kvótaeign hvers skips í sveitarfélaginu. Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, óskaði svohljóðandi bókunar: „Er þeirrar skoðunar, þrátt fyrir flóknar og að mörgu leyti illskiljanlegar for- sendur sjávarútvegsráðuneytisins við úthlutun byggðakvóta til Ísafjarð- arbæjar, að bæjarráði beri að reyna að ná fram tillögu um sanngjarna út- hlutun á þeim 210 þorskígildis- tonnum sem til ráðstöfunar eru að þessu sinni.“ Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu, segist mjög hissa á ákvörðun bæjar- ráðs í síðustu viku. „Það er ljóst í mín- um huga að bæjarráð er að hunsa ákvörðun bæjarstjórnar. Bæjar- stjórn fól bæjarráði að móta tillögur um úthlutun og það ber bæjarráði að gera. Bæjarráð getur ekki breytt ákvörðun bæjarstjórnar og því hlýtur ráðið að endurskoða afstöðu sína og senda tillögur til sjávarútvegsráðu- neytisins fyrir áramót. Önnur niður- staða getur ekki orðið breyti bæjar- stjórn ekki fyrirmælum sínum,“ segir Óðinn í samtali við Bæjarins bezta. Deilt um byggða- kvóta í Ísafjarðarbæ Morgunblaðið/RAX Byggðakvóti Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að móta ekki reglur um úthlutun byggðakvóta heldur láta Fiskistofu um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.