Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 3

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 3
22.8.2004 | 3 4 Flugan gerðist flökkukind, flaug í Kópavoginn til að skoða danska og íslenska hönnun í Gerðarsafni og mætti síðan í opnunarteiti í Garðabænum. Ekki lét hún þar við sitja heldur flakkaði um tímann á ljós- myndasýningu í miðborginni þar sem hún trallaði fram á nótt í blíðskaparveðri. 6 Helgi Snær sem segist vera jafnundarlegur og margur annar hefur mikinn áhuga á að strand- blaki kvenna verði meiri sómi sýndur í íþróttaþáttum sjónvarpsstöðvanna. 6 Lofar góðu Sigrún Sigurðardóttir les tuttugustu öld- ina í gegnum ljósmyndir. 8 Þá segistu búa við Válastíg 7 Birna Þórðardóttir hefur síðustu misseri rekið fyrirtækið Menningarfylgd Birnu og fer með smáa og stóra hópa íslenskra og erlendra gesta um miðbæinn. 10 Ævintýri á heimshöfunum Ásdís Halldórsdóttir líkamsræktarþjálfari sigldi umhverfis jörðina á hinu fornfræga skemmtiferðaskipi Queen Elizabeth II. 12 Dýpstu Bjarkar rætur Hver ný Bjarkar-plata þykir frétt á heims- vísu. Á þeirri nýjustu, Medúllu, sem senn kemur út, hvíslar hún inn í rokið og raddar yfir lognið. Músík fyrir merg og bein. 18 Töfrar tangósins Kristín Hauksdóttir gerði stuttmyndina Past bedtime um litlu augnablikin sem gera lífið stórt. 20 Einfari í undirheimum Los Angeles Michael Connelly er ekki aðeins meðal vinsælustu krimmahöfunda samtímans heldur einn sá fremsti. 21 Hippar, Villta Vestrið og Hollívúdd- glamúr Ómissandi fatnaður og fylgihlutir í fata- safnið til að tolla í tískunni í haust og vet- ur. 22 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkr- um hliðum á mannlegum málum. 22 Krossgáta Hvaða fantaskapur er að hætti Sigurðar, drykkjufélaga Jóns Hreggviðssonar? Skilafrestur úrlausna krossgátunnar er næsta föstudag. 23 Pistill Auður Jónsdóttir eldar kvöldmatinn með- an fyrirsagnir sprikla í hausnum og reynir að muna hvað gerðist hvenær. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina og mynd á bls. 17 tóku Inez van Lams- weerde & Vinoodh Matadin í London 28. júní fyrir plötu- umslag Medúllu. 8 Birna Þórðardóttir þekkir bakgarða Reykjavíkur út og inn og miðlar fróðleiknum. 20 1021 „Já, auðvitað, Björk og Ísland“ – eða „Ísland og Björk“, segja margir útlendingar hrifnir og líka stoltir yfir vitn- eskju sinni, þegar þeir hitta fyrir Íslending á erlendri grund og þeir taka tal saman. Soldið misjafnt hvora orða- röðina þeir nota, en báðar ótvíræð vísbending um að nafn Bjarkar er orðið samofið landinu og oft vita útlendingar fátt um Ísland annað en að Björk er íslensk. Umræðuefninu er borgið, a.m.k. þarf ekki að fara að skeggræða pólitík, viðskipti og viðlíka málefni, sem tröllríða fjölmiðlum dag hvern og sumum finnst vægast sagt hundleiðinleg. A.m.k. er Björk orðin þreytt á pólitísku argaþrasi, eða eins og hún orðaði það í samtali við Sigurbjörgu Þrastardóttur í Tímaritinu í tilefni nýrrar plötu sinnar; Medúllu, sem kemur út í lok mánaðarins: „Mín tillaga er þessi: Það er aðeins fleira á mat- seðlinum en pólitík; það eru fuglar og tré, fólk að segja brandara, fólk að deyja, fólk í garðyrkju, fólk á leið í vinnuna ... Stjórnmál eru ekki 95% af lífinu, þau eru kannski 2% og mér fannst bara – með þessari plötu – að ég þyrfti að styðja fjölbreytileika lífsins. Undirstrika að mannssálin er á lífi með fullt af góðum hugmyndum og lífsþrótti sem snýst um fleira en að breyta heiminum í svart og hvítt,“ segir hún. Sjálf hefur Björk lagt drjúgt af mörkum til að mála lífið fjörugri litum. „Stundum á tónlistin að tala, stundum orðin,“ segir hún og kveðst í eina tíð hafa sungið á bullmáli. En þótt rödd hennar sé einstök og hún beiti henni snilldarlega, í bland við aðrar mannsraddir, sem hljóð- færi væri á Medúllu, kann hún líka að nota hana til að tjá skoðanir sínar og lífssýn. Og það gerir hún ekki á neinu bullmáli, eins og glögglega kemur fram í fyrrnefndu viðtali. Óskandi að rödd hennar heyrist sem víðast. vjon@mbl.is 22.08.04 L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.