Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 4

Morgunblaðið - 22.08.2004, Page 4
og tíska svo ekki sé meira sagt. Fleiri en Flugan voru á tímaflakki á þessum sólríka laugardegi og á þeim stutta tíma sem hún hvíldist frá amstri dagsins hjá Ófeigi rakst hún á Matthías Kristjánsson athafnamann í Köben og Andalúsíu, Gunnlaugu Þorvaldsdótt- ur hljóðlistakonu, Áslaugu Björgvinsdóttur lögfræðing, Hálfdán Pedersen kvikmynda- gerðarmann og Ástu Ragnheiði alþingiskonu ásamt eiginmanninum Einari Erni Stefánssyni, framkvæmdastjóra Þróunarfélags miðborgar- innar. Eftir mikið skraf og upprifjun gamalla tíma var ekki seinna vænna en að sýna sig og sjá aðra í ferðamannafylltri miðborginni. Skellti Flugan því saman hælum og hófst á loft í átt að Aust- urvelli. flugan@mbl.is Helga Ferdinandsdóttir og Ferdinand Alfreðsson. L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n Bjarni Sigurbjörnsson og Jón B.K. Ransu. Arna Blöndal og Örn Arnarson. L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n Á tímaflakki í skottísfíling FLUGAN Í GERÐARSAFNI var opnuð hönnunarsýning með áherslu á danska gullaldarhönnun og íslenska útflutningsvöru. Í NÝLISTASAFNINU var samsýning á verkum 18 listamanna undir stjórn myndlistarmannsins Hlyns Hallssonar. Á INGÓLFSTORGI var sumarhátíðin Lykill að betri framtíð. Davíð Ólafsson og Markus Stephan Klinger.Haukur Már Hauksson og Halla Guðrún Mixa. L jö sm yn di r: Þ or ke ll Andreas Södhoff og Sara Wallgren. Erling Klingenberg og Guð- mundur Oddur Magnússon. M ikill tilhlökkunarfiðringur var í Flugunni í start- holum helgarinnar. Á föstudag var heldur betur landshornaflakk á ykkar einlægri. Ferðalagið hófst í Gerðarsafni í Kópavogi, hvar opnuð var sýning á af- rakstri danskra og íslenskra húsgagnahönnuða. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði sýninguna og sló um sig á danskri tungu í tilefni dagsins. Á efri hæðinni mátti berja augum gullaldarhönnun þeirra Børge Mogensens og Hans J. Wegners. Ómótstæðileg, tímalaus og frábær hönnun eru lýsing- arorð sem nægja vart til að lýsa verkum þessara mögnuðu hönnuða. Einna helst langaði Fluguna til að enda landshornaflakkið á staðnum og hvíla lúin bein í girnilegum sófum með popp í annarri og kók í hinni! Fleiri voru ef- laust á sömu skoðun og sjá mátti Flosa Eiríksson bæjarstjórnarmann í Kópavogi, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Hjörleif Sveinbjörnsson eig- inmann hennar horfa girndaraugum á árennilega hönnunina. Á neðri hæð hússins var að finna íslenska hönnun. Féll hún nokkuð í skugga efri hæðarinnar en Flugunni kom hins vegar hin alþjóðlega og skemmtilega alíslenska hönnun mikið á óvart. Vert þykir að hrósa Gerð- arsafni í hásterkt fyrir skemmtilegar og áhugaverðar sýningar að undan- förnu. Hins vegar verður að viðurkennast að þegar kemur að veitingum er safnið ekki skærasta ljósið í seríunni! Hvítvínið var heitt og rauðvínið var kalt - sprætið var þó eflaust ágætt, enda erfitt að klikka á sykruðu gosi. Síðar sama kvöld ferðaðist Flugan í Garðabæinn. Markus Klinger var að færa út kvíarnar og opnaði þriðju gleraugnaverslun sína, Sjón, á Garðatorgi með pompi og prakt. Bjarni töframaður, Davíð Ólafsson og Stefán Stef- ánsson óperusnillingar skemmtu gestum, sem hreinlega óðu í guðaveigum og glæsilegum veitingum. Þegar leið á kvöldið tók svo bílskúrsband Birgis Nielsens við sviðinu og hélt fjörinu á Garðatorgi gangandi fram á kvöld - hér var sko skottísinn að gera góða hluti! Nafnarnir Ásgeir Kolbeinsson hjá Norðurljósum og Ásgeir Þórðarson leikari voru auðvitað mættir með heit- ustu sólgleraugun frá Sjón - á meðan hinir sjóndöpru mátuðu nýjasta and- litsskartið í gleraugum. Sumarhitinn í Garðabænum var nánast óbærilegur og kældu vetrarvanir Íslendingar sig á ljúffengu hvítvíni og ísköldum bjór. Á laugardag lá leið Flugunnar í hringiðu miðborgarinnar. Opnuð var ljós- myndasýningin Reykjavík með augum Gunnars Hannessonar í listhúsi Ófeigs á Skólavörðustígnum. Gunnar var merkilegur listamaður, sem sá Reykjavík á einstakan hátt í gegnum linsuna og afrekaði að verða fyrsti Ís- lendingurinn til að sýna verk sín í Nikonhúsinu í New York. Ekki hefði Flugunni brugðið nokkuð í brún þó hún hefði rekist á Björgvin Halldórs með sítt hár eða Brimkló í blússandi sveiflu meðal sýningargesta enda leiða ljómyndirnar áhorfandann inn í heim áranna 1968-75 ... ógleymanlegur tími Egill Þórarinsson og María Jónsdóttir. Guðný Guðmunds- dóttir og Harpa Gunnarsdóttir. Á GARÐATORGI var Gleraugnaverslunin Sjón með opnunarteiti. Hulda Hansen og Annetta Lank. Heiðar Már Guðnason, Eiríkur Ingi Þórðarson og Þórður Ingi Guðnason. . . . þegar kemur að veitingum er safnið ekki skærasta ljósið í seríunni! L jó sm yn di r: Á rn i T or fa so n

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.