Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 22

Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 22
22 | 22.8.2004 Nafn Heimilisfang Póstfang Góðan daginn! Hvað á ég að gera við kjólsem ég keypti og vil nú ekki vera lengurí? Ég veit ekki hvort ég er eina mann- eskjan á Íslandi sem hefur lent í því að kaupa sér rándýran, flottan kjól, klassískan úr fallegu efni og vel sniðinn – geyma hann síðan þar til mjög fínt tilefni gefst til að skarta honum. Fara svo æðislega ánægð í hann en lenda svo í því að allt fór úrskeið- is í samkvæminu sem farið gat. Ég á svo ógæfuleg- ar minningar úr fyrirtækissamkvæmi sem ég fór í kjólnum í að ég get ekki hugsað mér að fara í hann aftur. Mér finnst þetta „ógæfukjóll“. Ég vil ekki einu sinni gefa hann einhverjum og alls ekki neinni náinni mér. Ég vil ekki bera ábyrgð á að einhver lendi í svona líka miklum vandræðum og ég lenti í þetta kvöld. En samt finnst mér hræði- legt að henda þessum fallega kjól út í tunnu. Mér fannst þetta bara athyglisvert álitamál – gaman væri að vita hvað öðrum finnst? Kveðja.“ Ég er sammála því að þetta er álitamál. Það er alltaf töluverð ákvörðun að kaupa dýr föt, ekki síst kjóla sem eru sígildir að sniði og efnum og af- leitt að lendi í svona atviki. Séu minningarnar sem bundnar eru kjólnum þess eðlis að ómögulegt er einu sinni að hafa hann hangandi inni í skáp er ekki annað að gera en losa sig við hann. Ef minningarnar eru ekki þess verri væri hugs- anlegt að geyma kjólinn t.d. í eitt ár og vita hvort öldurnar lægir í hugskotinu gagnvart honum. Sé andúðin á kjólnum slík að það er ekki hægt þá er næst að hugsa sér að gefa hann einhverjum ókunnugum úr því að ekki er hægt að gefa hann „neinni náinni“. Ég er ekki sammála því að ógæf- an sem viðkomandi finnst fylgja kjólnum þurfi að fylgja honum út úr húsi viðkomandi. Kannski gæti einmitt þessi kjóll orðið næsta eiganda til hinnar mestu gæfu. Ég held að ég myndi nú samt til öryggis láta hreinsa hann og gefa hann síðan til verslunar sem selur notuð föt og láta góðar óskir og bænir fylgja honum í veganesti. Sé þetta alls ekki hægt þá er bara að kasta honum í ruslið. En það er samt aldrei að vita nema hann yrði hirtur. Öruggast væri sennilega að brenna hann. Ég veit dæmi þess að föt látins fólks séu brennd sam- kvæmt fyrirmælum þess sjálfs. Ég held samt að viss sigur myndi felast í því að geyma hann í nokk- urn tíma til þess að vita hvort hugarálögunum myndi ekki linna. Maður á kannski ekki að gefa sér allt eftir, það þarf að berjast fyrir svo mörgu í lífinu, baráttan við sjálfan sig er ekki minnsta bar- áttan en líklega sú mikilvægasta. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Hvað á að gera við „ógæfuföt?“ Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 K U M B A L D A R G I L D I S S V I Ð Ú Ö A L Ú A S K I L R Ú M E S F K V A R I F F L A Ð U R I A S F H N R N A U Ð R A K A R Ú F N L N I Á S P O T T A K O R N V A R A S A L V I R G S U I G E Ð S M U N I R E Ð V A T A O Í L Í K Þ O R N A U V I R Ð A R S S E G D O Ó S A E I N S A M A L L R I T V E R K I N M N R G P D G E I M S K I P G U Ð S P J A L L I Ð U K F N A U Ú L A N D Á T T S K Ú M A S K O T L L T B A H U Í S E Þ O R R A M A T U R LÁRÉTT 1. Rokmálmur finnst í glugga. (9) 8. Tréhræðsla er andstyggð. (11) 9. Kisa í lægðum leiði okkur að þoku. (8) 10. Í Alsír kór finnur bjartar. (8) 12. Hestur með sníkjudýrum? (9) 13. Ásamt hjörð og ýmsu. (9) 14. Sprunga fyrir alla hér á landi? (10) 16. Héldu á öðu. (8) 18. Mýkja líkamann með kvabbi. (5) 19. Lét of mikið og blöskraði. (6) 21. Íslenskt þéttbýli gert aðeins úr veggjum. (8) 23. Illa gert skott fyrir glysgjarna stúlku. (10) 24. Skröltormur á hjólum? (11) 26. Kannske yfir einfaldri skyrgerð finnum við landbyggðarmenn. (9) 27. Sníkjudýr á krabbadýri? Nei lítil krabbadýr. (10) 28. Af þekktum ritstjóra fæddist skrímsli. (8) 29. Ný talað, einfaldað fyrir háaldrað. (6) LÓÐRÉTT 2. Impra á tengslum með frasa. (11) 3. Blíðasti sá galla með ítölsku freyðivíni. (10) 4. Taka mjóar íbúa? (9) 5. Einn flottur bíll eða 55 agnarsmáir. (8) 6. Íhuguðu og settu drykkjarílát niður. (10) 7. Binda fast rá. (8) 8. Bíll móður Kúpids. (9) 11. Þurrlendis steinn reynist vera fugl. (9) 12. Lem strax og er að meiða. (7) 15. Ritháttur áa er flaustur. (12) 16. Fantaskapur að hætti Sigurðar drykkjufélaga Jóns Hreggviðssonar? (11) 17. Lykt af mjólkurafurð sem ekki er gott að finna. (10) 19. Æpa „Skartgripur“ að tónlistarmanni (9) 20. Eina af nornum festi og skyldaði. (9) 21. Aðlaga sveitabæi að veitukerfi. (8) 22. Það sem ristir í gegnum sjógang. (8) 23. Takk, inn í hnappurinn birtist. (7) 25. Hafa haldið í hendur og fundist það leiðinlegt. (6) KROSSGÁTA 22.08.04 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Tímarits Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Skilafrestur á úrlausn krossgátu 22. ágúst rennur út næsta föstudag og verður nafn vinningshafa birt sunnudaginn 5. september. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning sem Edda útgáfa hf. gef- ur. Vinningshafi krossgátu 8. ágúst sl.: Maggý og Helgi, Stuðlaseli 44, 109 Reykjavík. Þau hljóta í verðlaun bók- ina Alkemistinn eftir Paulo Coelho sem Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.