Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 22.08.2004, Síða 18
18 | 22.8.2004 Það er ósköp venjulegt kvöld. Allt er hljótt og litlikútur sofnaður. Pabbinn er að vaska upp eftirkvöldmatinn. Skyndilega fær hann innblástur og býður mömmunni upp í dans – í tangó. Þannig hefst stuttmynd norsk-íslenska kvikmyndaleik- stjórans Kristínar Hauksdóttur, Past bedtime, sem verður frumsýnd á Íslandi hinn 27. ágúst næstkomandi. Sýningin er liður í tangóhátíð í Reykjavík sem hefst daginn á undan og stendur til 29. ágúst. „Mig langaði að búa til mynd um litlu augnablikin sem gera lífið stórt,“ segir Kristín þegar slegið er á þráðinn til hennar til Ósló, þar sem hún starfar og býr. „Myndin er um að vera opinn fyrir svolitlum töfr- um í hversdagsleikanum og ég vona að hún komi ein- hverju af seiðmagni tangósins til skila. Í staðinn fyrir að sýna klisjukennda tangódansara með brilljantíngreitt hár- ið fær kjarninn í dansinum að njóta sín í öllu sínu brjálæði og ljóðrænu í senn.“ Leikararnir í myndinni eru tangódansparið Mariano „Chicho“ Frumboli og Eug- enia Parrilla sem bæði eru frá Buenos Aires. Chicho er einn vinsælasti tangódansari heims og að sögn Kristínar er það ekki af ástæðulausu. „Hann er mjög skapandi og hefur leikið mikilvægt hlutverk í endurnýjun tangósins. Hann hefur brotið niður ýmsar hindranir og prófað nýja hluti. Samt hefur hann náð að varðveita það sem er einstakt við tangóinn og útvíkkað það. Bæði hann og Eugenia eru stórkostlegir dans- arar og það er mikil tilfinningaleg nálægð í dansi þeirra. Fyrir tæpu ári voru þau á tangóhátíð í Buenos Aires þar sem þau dönsuðu á stöðum sem gömlu tangóstjörn- urnar hafa troðið upp í gegn um tíðina. Og þau fengu standandi lófatak.“ Þess má geta að Chicho og Eugenia munu dansa hér á landi í tengslum við tangóhátíðina um næstu helgi. Tónlistin í myndinni er síðan eftir landa þeirra Astor Piazzolla sem einn- ig braut blað í þróun tangótónlistar á sínum tíma. „Ég er mjög heilluð af tangó vegna þess að hann gefur möguleika á svo sérstökum samskiptum milli þeirra sem dansa,“ heldur Kristín áfram. „Í honum er eftirvænting, ástríða, dramatík og viðkvæmni, allt á sama tíma. Dansinn er spunninn áfram þannig að hann er mjög skapandi – þú og mótdansari þinn eruð sam- an í augnablikinu með tónlistinni þannig að maður dansar aldrei tvo dansa sem eru nákvæmlega eins. Það er hægt að líkja þessu við djass – djassinn er ákveðin tónlistarstefna en maður þarf að spinna tónlistina með þeim sem maður spil- ar með. Þannig er tangóinn líka. Það eru til ákveðnar spor- samsetningar sem maður getur nýtt sér en í miðri einni slíkri getur maður byrjað á annarri ef stemningin er þann- ig.“ Sjálf hefur hún dansað tangó í níu ár og um tíma kenndi hún tangó þó að í dag sé dansinn fyrst og fremst til gamans. Eins og eftirnafn Kristínar gefur til kynna er faðir henn- ar íslenskur en móðir hennar er norsk. Hún er uppalin í Noregi en hefur dvalið á Íslandi á sumrin allt frá því hún var sex ára. Hún er menntuð í Bandaríkjunum en áður en hún stofnsetti fyrirtæki sitt, Totak árið 1997, starfaði hún við norska ríkissjónvarpið (NRK) og sem lausamann- eskja í kvikmyndagerð. Í dag einbeitir hún sér hins vegar að eigin heimildamyndum og listrænum kvikmyndum. „Starfið krefst þess að maður hafi frumkvæði til að setja ný verkefni í gang sem er öðruvísi en þegar ég vann að annarra manna kvikmyndum. Akkúrat núna er ég að vinna að heimildarmynd frá Grænlandi og svo er ég með ann- að heimildarmyndarverkefni í startholunum.“ Hún segir það spennandi að vera nú að kynna verk eftir sig í fyrsta sinn á Íslandi og vonast til að þar verði framhald á. En aftur að dansinum. „Nú eru svo frábærir möguleikar á að læra tangó hjá góð- um tangókennurum og það er um að gera að nýta það,“ segir Kristín. „Eða eins og einn vinur minn sagði: Ef karlmenn hefðu minnstu hugmynd um hversu mikinn áhuga konur fá á þeim þegar þeir kunna tangó þá myndu þeir rjúka á öll tangó- námskeið sem eru í boði.“ ben@mbl.is TÖFRAR TANGÓSINS Kristín Hauksdóttir gerði stuttmynd um litlu augnablikin sem gera lífið stórt „Í honum er eftirvænting, ástríða, dramatík og við- kvæmni, allt á sama tíma.“ DANSKVIKMYND | BERGÞÓRA NJÁLA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.